Ekki hægt að skrifa fylgishrunið á Guðmund Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. ágúst 2015 10:30 Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að skrifa megi fylgishrun Bjartrar framtíðar á formann flokksins. Skýringanna sé fremur að leita í tengingu Bjartrar framtíðar við hefðbundna flokka og auknar vinsældir róttækra flokka hér á landi sem og víða annars staðar í Evrópu. Björt framtíð fékk 8,2% atkvæða og sex þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum árið 2013 en stuðningur við flokkinn er að þurrkast út ef marka má skoðanakannanir. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist mest 17,5 prósent í lok mars í fyrra samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Fylgið var komið niður í 13,3 prósent hinn 28. febrúar á þessu ári og hefur síðan farið stöðugt lækkandi og fór undir 5 prósent í lok síðasta mánaðar. Fái flokkurinn þetta fylgi í næstu kosningum nær hann engum manni inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar hefur skrifað vanda flokksins á formanninn Guðmund Steingrímsson en í viðtali við Kjarnann 4. ágúst sagði hún orðrétt: „Vandinn er ekki tilkominn vegna þess að kjósendur skilja ekki flokkinn heldur er hann vandi formannsins og þeirra sem starfa í Bjartri framtíð.“ Guðmundur hefur ákveðið að hætta sem formaður Bjartrar framtíðar og verður nýr formaður kjörinn á ársfundi flokksins 5. september.Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði.365/ÞÞBaldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að hægt sé að skrifa fylgishrunið á formanninn og nefnir hann aðallega fimm ástæður fyrir fylgistapinu. „Í fyrsta lagi þá sýna flestallar erlendar og innlendar rannsóknir að fylgi flokka fer miklu frekar eftir stefnu þeirra heldur en leiðtogum. Í öðru lagi finnst mér að formaður Bjartrar framtíðar hafi ekki verið mikið gagnrýndur í samfélagsumræðunni. Formenn annarra stjórnmálaflokka eins og formenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa verið mun meira gagnrýndir en hann þannig að ekki er því um að kenna,“ segir Baldur. Baldur nefnir í þriðja lagi þá staðreynd að formaður flokksins hefur verið sýnilegur og fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum flokksins á framfæri. Í fjórða lagi nefnir hann stjórnmálaþróun í nágrannaríkjum og annars staðar í Evrópu. „Þessir flokkar á miðjunni eiga ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Kjósendur sem eru óákveðnir virðast vera að færast út á jaðrana, annað hvort til hægri eða vinstri, róttækari flokka sem boða meiri breytingar á samfélaginu heldur en þessir miðjuflokkar bjóða upp á. Þetta held ég að skýri að þónokkru leyti erfiða stöðu íslenskra miðjuflokka. Í fimmta og síðasta lagi þá er Björt framtíð ekkert annað en enn eitt klofningsframboðið til vinstri í íslenskum stjórnmálum og þau hafa aldrei verið langlíf.“ Tengdar fréttir Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26 Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að skrifa megi fylgishrun Bjartrar framtíðar á formann flokksins. Skýringanna sé fremur að leita í tengingu Bjartrar framtíðar við hefðbundna flokka og auknar vinsældir róttækra flokka hér á landi sem og víða annars staðar í Evrópu. Björt framtíð fékk 8,2% atkvæða og sex þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum árið 2013 en stuðningur við flokkinn er að þurrkast út ef marka má skoðanakannanir. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist mest 17,5 prósent í lok mars í fyrra samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Fylgið var komið niður í 13,3 prósent hinn 28. febrúar á þessu ári og hefur síðan farið stöðugt lækkandi og fór undir 5 prósent í lok síðasta mánaðar. Fái flokkurinn þetta fylgi í næstu kosningum nær hann engum manni inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar hefur skrifað vanda flokksins á formanninn Guðmund Steingrímsson en í viðtali við Kjarnann 4. ágúst sagði hún orðrétt: „Vandinn er ekki tilkominn vegna þess að kjósendur skilja ekki flokkinn heldur er hann vandi formannsins og þeirra sem starfa í Bjartri framtíð.“ Guðmundur hefur ákveðið að hætta sem formaður Bjartrar framtíðar og verður nýr formaður kjörinn á ársfundi flokksins 5. september.Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði.365/ÞÞBaldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að hægt sé að skrifa fylgishrunið á formanninn og nefnir hann aðallega fimm ástæður fyrir fylgistapinu. „Í fyrsta lagi þá sýna flestallar erlendar og innlendar rannsóknir að fylgi flokka fer miklu frekar eftir stefnu þeirra heldur en leiðtogum. Í öðru lagi finnst mér að formaður Bjartrar framtíðar hafi ekki verið mikið gagnrýndur í samfélagsumræðunni. Formenn annarra stjórnmálaflokka eins og formenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa verið mun meira gagnrýndir en hann þannig að ekki er því um að kenna,“ segir Baldur. Baldur nefnir í þriðja lagi þá staðreynd að formaður flokksins hefur verið sýnilegur og fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum flokksins á framfæri. Í fjórða lagi nefnir hann stjórnmálaþróun í nágrannaríkjum og annars staðar í Evrópu. „Þessir flokkar á miðjunni eiga ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Kjósendur sem eru óákveðnir virðast vera að færast út á jaðrana, annað hvort til hægri eða vinstri, róttækari flokka sem boða meiri breytingar á samfélaginu heldur en þessir miðjuflokkar bjóða upp á. Þetta held ég að skýri að þónokkru leyti erfiða stöðu íslenskra miðjuflokka. Í fimmta og síðasta lagi þá er Björt framtíð ekkert annað en enn eitt klofningsframboðið til vinstri í íslenskum stjórnmálum og þau hafa aldrei verið langlíf.“
Tengdar fréttir Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26 Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26
Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00