Íslensk ungmenni kærulaus í bólinu Guðrún Ansnes skrifar 27. júní 2015 09:00 Vísir/Getty „Á undanförnum árum hefur komið í ljós að það eru um 6 manns að smitast af klamydíu á dag og ¾ þeirra eru á aldrinum 15 til 24 ára. Þetta segir okkur að allt of margir eru að sleppa því að nota smokkinn,“ segir Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá Embætti landlæknis, og vísar í tölfræði unna á sóttvarnasviði embættisins. Þegar skoðuð er rannsókn á smokkanotkun 10. bekkinga á Íslandi 2014 og 8 ár aftur í tímann sést að dregið hefur úr notkun smokksins.Sigurlaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi hjá LandlæknisembættinuVísir/GVA„Vafalaust eru margvíslegar ástæður fyrir því að ungt fólk notar smokkinn of lítið. Stundum skortir þau meiri fræðslu eða þau telja sig ósigrandi, ekkert geti komið fyrir þau. Hiti augnabliksins og áhrif áfengis og lyfja geta líka blindað þeim sýn. Sumir telja sig geta greint hverjir geti verið með kynsjúkdóm og hverjir ekki, en kynsjúkdómar eru oftast einkennalausir og fara ekki í manngreinarálit.“ Sigurlaug heldur áfram: „Ungt fólk getur líka kvartað yfir því að smokkar séu dýrir og þeir skemmi ánægjuna af kynlífinu, en þá er mikilvægt að spyrja sig hvað sé mikilvægast, til dæmis ein bíóferð eða nokkrir smokkar,“ segir hún og bætir því við að einhverjum finnist líka allt í lagi að smitast af kynsjúkdómum, því hæglega megi nálgast viðeigandi lyf ef komi eitthvað upp á. „Ég held að slíkir einstaklingar geri sér ekki alveg grein fyrir hvað það getur verið íþyngjandi að fá kynsjúkdóm sem krefst daglegrar lyfjatöku og eftirfylgni á spítala alla þeirra ævi. Auk þess er það gjarnan æði kostnaðarsamt fyrir samfélagið. En sem betur fer er flest ungt fólk ábyrgt og hlúir vel að eigin öryggi í kynlífi, ekki má heldur gleyma því sem jákvætt er,“ segir Sigurlaug að lokum.Sigga Dögg, kynfræðingur.Sigga Dögg kynfræðingur segist heyra mikið af samdrætti í smokkanotkun frá gestum á fyrirlestrum sínum. Ástæðuna fyrir því að þessi aldurshópur forðist smokka frekar en aðrir telur hún fjölþætta. „Smokkurinn er dýr og fólki þykir vandræðalegt að kaupa hann. Auk þess sem ég hef heyrt í mínu starfi að mikið sé um að fólki þyki einfaldlega erfitt að biðja bólfélagann um að nota smokk,“ útskýrir Sigga Dögg og bætir við að á Íslandi ríki mikil pillumenning, þar sem fókusnum sé beint að því að koma í veg fyrir þungun fremur en kynsjúkdóma. „Tíu smokka pakki kostar um það bil 789 krónur, svo ég held að seint verði sagt að það sé dýrt. Við sjáum aukningu í sölu smokka frá því að verðið var lækkað um tuttugu prósent árið 2012. Hins vegar er erfitt að heimfæra þá aukningu á þennan markhóp, þar sem við finnum fyrir að eldra fólk sækir meira í smokkana en nokkurn tíma áður,“ segir Ásgeir Steinsson, framkvæmdastjóri heildsölunnar Halldórs Jónssonar, sem flytur inn Durex-smokka. Tengdar fréttir Smokkar í stærðum? Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum? 31. mars 2015 16:00 Hvenær er rétti tíminn fyrir kynlíf? Hér er tveimur algengum spurningum unglinga um kynlíf svarað 20. febrúar 2015 11:00 36 smokkar kosta á við dýran snjallsíma Efnahagskrísan í Venesúela hefur áhrif á kynlíf fólks. 4. febrúar 2015 16:50 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
„Á undanförnum árum hefur komið í ljós að það eru um 6 manns að smitast af klamydíu á dag og ¾ þeirra eru á aldrinum 15 til 24 ára. Þetta segir okkur að allt of margir eru að sleppa því að nota smokkinn,“ segir Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá Embætti landlæknis, og vísar í tölfræði unna á sóttvarnasviði embættisins. Þegar skoðuð er rannsókn á smokkanotkun 10. bekkinga á Íslandi 2014 og 8 ár aftur í tímann sést að dregið hefur úr notkun smokksins.Sigurlaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi hjá LandlæknisembættinuVísir/GVA„Vafalaust eru margvíslegar ástæður fyrir því að ungt fólk notar smokkinn of lítið. Stundum skortir þau meiri fræðslu eða þau telja sig ósigrandi, ekkert geti komið fyrir þau. Hiti augnabliksins og áhrif áfengis og lyfja geta líka blindað þeim sýn. Sumir telja sig geta greint hverjir geti verið með kynsjúkdóm og hverjir ekki, en kynsjúkdómar eru oftast einkennalausir og fara ekki í manngreinarálit.“ Sigurlaug heldur áfram: „Ungt fólk getur líka kvartað yfir því að smokkar séu dýrir og þeir skemmi ánægjuna af kynlífinu, en þá er mikilvægt að spyrja sig hvað sé mikilvægast, til dæmis ein bíóferð eða nokkrir smokkar,“ segir hún og bætir því við að einhverjum finnist líka allt í lagi að smitast af kynsjúkdómum, því hæglega megi nálgast viðeigandi lyf ef komi eitthvað upp á. „Ég held að slíkir einstaklingar geri sér ekki alveg grein fyrir hvað það getur verið íþyngjandi að fá kynsjúkdóm sem krefst daglegrar lyfjatöku og eftirfylgni á spítala alla þeirra ævi. Auk þess er það gjarnan æði kostnaðarsamt fyrir samfélagið. En sem betur fer er flest ungt fólk ábyrgt og hlúir vel að eigin öryggi í kynlífi, ekki má heldur gleyma því sem jákvætt er,“ segir Sigurlaug að lokum.Sigga Dögg, kynfræðingur.Sigga Dögg kynfræðingur segist heyra mikið af samdrætti í smokkanotkun frá gestum á fyrirlestrum sínum. Ástæðuna fyrir því að þessi aldurshópur forðist smokka frekar en aðrir telur hún fjölþætta. „Smokkurinn er dýr og fólki þykir vandræðalegt að kaupa hann. Auk þess sem ég hef heyrt í mínu starfi að mikið sé um að fólki þyki einfaldlega erfitt að biðja bólfélagann um að nota smokk,“ útskýrir Sigga Dögg og bætir við að á Íslandi ríki mikil pillumenning, þar sem fókusnum sé beint að því að koma í veg fyrir þungun fremur en kynsjúkdóma. „Tíu smokka pakki kostar um það bil 789 krónur, svo ég held að seint verði sagt að það sé dýrt. Við sjáum aukningu í sölu smokka frá því að verðið var lækkað um tuttugu prósent árið 2012. Hins vegar er erfitt að heimfæra þá aukningu á þennan markhóp, þar sem við finnum fyrir að eldra fólk sækir meira í smokkana en nokkurn tíma áður,“ segir Ásgeir Steinsson, framkvæmdastjóri heildsölunnar Halldórs Jónssonar, sem flytur inn Durex-smokka.
Tengdar fréttir Smokkar í stærðum? Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum? 31. mars 2015 16:00 Hvenær er rétti tíminn fyrir kynlíf? Hér er tveimur algengum spurningum unglinga um kynlíf svarað 20. febrúar 2015 11:00 36 smokkar kosta á við dýran snjallsíma Efnahagskrísan í Venesúela hefur áhrif á kynlíf fólks. 4. febrúar 2015 16:50 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Smokkar í stærðum? Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum? 31. mars 2015 16:00
Hvenær er rétti tíminn fyrir kynlíf? Hér er tveimur algengum spurningum unglinga um kynlíf svarað 20. febrúar 2015 11:00
36 smokkar kosta á við dýran snjallsíma Efnahagskrísan í Venesúela hefur áhrif á kynlíf fólks. 4. febrúar 2015 16:50