„Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. september 2015 20:09 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir Í kjölfar árangurs íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur komið upp hávær krafa um byggingu nýs þjóðarleikvangs sem myndi taka rúmlega 20 þúsund manns í sæti og væri hægt að leika á honum allan ársins hring. Formaður Knattspyrnusambands Íslands, Geir Þorsteinsson, viðraði þessa skoðun á sunnudag og hafa ráðamenn þjóðarinnar tekið jákvætt í hana. Vísir náði tali af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, í kvöld og ræddi við hann um þessar hugmyndir en íþróttamál heyra undir hans ráðuneyti. Hann segist ætla að kalla eftir því að hann, fjármálaráðherra og forystusveit Knattspyrnusambands Íslands setjist niður og ræði hvað sé mögulegt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að það sem þarf að líta til er til dæmis sú staðreynd að það er nokkuð langt síðan Laugardalsvöllur var byggður og þjóðinni hefur fjölgað talsvert frá því sá völlur leit dagsins ljós og við sjáum það að þegar landsliðið er að spila í dag og vel gengur er uppselt á leikina á nokkrum mínútum. Þannig að það eru augljóslega miklu fleiri sem vilja koma en fá tækifæri til þess. Þannig að það þarf að huga að því.“ Hann segir forsvarsmenn KSÍ einnig hafa tjáð sér að fram undan eru breytingar á mótafyrirkomulaginu hjá landsliðunum í knattspyrnu frá og með árinu 2018 sem gerir það að verkum að það verða fleiri leikir sem lenda á þeim tíma þar sem er erfitt að leika knattspyrnu á Íslandi við núverandi aðstæður. „Ég tel að það séu slík sjónarmið sem þarf að taka afstöðu til hvort hægt sé að gera breytingar á Laugardalsvellinum þannig að við getum nýtt hann betur yfir árið, hverjir kæmu að slíku, ríki, borg, KSÍ, einkaaðilar og aðrir,“ segir Illugi sem mun kalla eftir samráðsfundi til að fá upplýsingar um hvaða þýðingu þetta breytta leikjafyrirkomulag mun hafa fyrir Íslendinga. „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis.“ Tengdar fréttir Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01 KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Í kjölfar árangurs íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur komið upp hávær krafa um byggingu nýs þjóðarleikvangs sem myndi taka rúmlega 20 þúsund manns í sæti og væri hægt að leika á honum allan ársins hring. Formaður Knattspyrnusambands Íslands, Geir Þorsteinsson, viðraði þessa skoðun á sunnudag og hafa ráðamenn þjóðarinnar tekið jákvætt í hana. Vísir náði tali af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, í kvöld og ræddi við hann um þessar hugmyndir en íþróttamál heyra undir hans ráðuneyti. Hann segist ætla að kalla eftir því að hann, fjármálaráðherra og forystusveit Knattspyrnusambands Íslands setjist niður og ræði hvað sé mögulegt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að það sem þarf að líta til er til dæmis sú staðreynd að það er nokkuð langt síðan Laugardalsvöllur var byggður og þjóðinni hefur fjölgað talsvert frá því sá völlur leit dagsins ljós og við sjáum það að þegar landsliðið er að spila í dag og vel gengur er uppselt á leikina á nokkrum mínútum. Þannig að það eru augljóslega miklu fleiri sem vilja koma en fá tækifæri til þess. Þannig að það þarf að huga að því.“ Hann segir forsvarsmenn KSÍ einnig hafa tjáð sér að fram undan eru breytingar á mótafyrirkomulaginu hjá landsliðunum í knattspyrnu frá og með árinu 2018 sem gerir það að verkum að það verða fleiri leikir sem lenda á þeim tíma þar sem er erfitt að leika knattspyrnu á Íslandi við núverandi aðstæður. „Ég tel að það séu slík sjónarmið sem þarf að taka afstöðu til hvort hægt sé að gera breytingar á Laugardalsvellinum þannig að við getum nýtt hann betur yfir árið, hverjir kæmu að slíku, ríki, borg, KSÍ, einkaaðilar og aðrir,“ segir Illugi sem mun kalla eftir samráðsfundi til að fá upplýsingar um hvaða þýðingu þetta breytta leikjafyrirkomulag mun hafa fyrir Íslendinga. „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis.“
Tengdar fréttir Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01 KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01
KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30