„Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. september 2015 20:09 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir Í kjölfar árangurs íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur komið upp hávær krafa um byggingu nýs þjóðarleikvangs sem myndi taka rúmlega 20 þúsund manns í sæti og væri hægt að leika á honum allan ársins hring. Formaður Knattspyrnusambands Íslands, Geir Þorsteinsson, viðraði þessa skoðun á sunnudag og hafa ráðamenn þjóðarinnar tekið jákvætt í hana. Vísir náði tali af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, í kvöld og ræddi við hann um þessar hugmyndir en íþróttamál heyra undir hans ráðuneyti. Hann segist ætla að kalla eftir því að hann, fjármálaráðherra og forystusveit Knattspyrnusambands Íslands setjist niður og ræði hvað sé mögulegt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að það sem þarf að líta til er til dæmis sú staðreynd að það er nokkuð langt síðan Laugardalsvöllur var byggður og þjóðinni hefur fjölgað talsvert frá því sá völlur leit dagsins ljós og við sjáum það að þegar landsliðið er að spila í dag og vel gengur er uppselt á leikina á nokkrum mínútum. Þannig að það eru augljóslega miklu fleiri sem vilja koma en fá tækifæri til þess. Þannig að það þarf að huga að því.“ Hann segir forsvarsmenn KSÍ einnig hafa tjáð sér að fram undan eru breytingar á mótafyrirkomulaginu hjá landsliðunum í knattspyrnu frá og með árinu 2018 sem gerir það að verkum að það verða fleiri leikir sem lenda á þeim tíma þar sem er erfitt að leika knattspyrnu á Íslandi við núverandi aðstæður. „Ég tel að það séu slík sjónarmið sem þarf að taka afstöðu til hvort hægt sé að gera breytingar á Laugardalsvellinum þannig að við getum nýtt hann betur yfir árið, hverjir kæmu að slíku, ríki, borg, KSÍ, einkaaðilar og aðrir,“ segir Illugi sem mun kalla eftir samráðsfundi til að fá upplýsingar um hvaða þýðingu þetta breytta leikjafyrirkomulag mun hafa fyrir Íslendinga. „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis.“ Tengdar fréttir Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01 KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Í kjölfar árangurs íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur komið upp hávær krafa um byggingu nýs þjóðarleikvangs sem myndi taka rúmlega 20 þúsund manns í sæti og væri hægt að leika á honum allan ársins hring. Formaður Knattspyrnusambands Íslands, Geir Þorsteinsson, viðraði þessa skoðun á sunnudag og hafa ráðamenn þjóðarinnar tekið jákvætt í hana. Vísir náði tali af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, í kvöld og ræddi við hann um þessar hugmyndir en íþróttamál heyra undir hans ráðuneyti. Hann segist ætla að kalla eftir því að hann, fjármálaráðherra og forystusveit Knattspyrnusambands Íslands setjist niður og ræði hvað sé mögulegt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að það sem þarf að líta til er til dæmis sú staðreynd að það er nokkuð langt síðan Laugardalsvöllur var byggður og þjóðinni hefur fjölgað talsvert frá því sá völlur leit dagsins ljós og við sjáum það að þegar landsliðið er að spila í dag og vel gengur er uppselt á leikina á nokkrum mínútum. Þannig að það eru augljóslega miklu fleiri sem vilja koma en fá tækifæri til þess. Þannig að það þarf að huga að því.“ Hann segir forsvarsmenn KSÍ einnig hafa tjáð sér að fram undan eru breytingar á mótafyrirkomulaginu hjá landsliðunum í knattspyrnu frá og með árinu 2018 sem gerir það að verkum að það verða fleiri leikir sem lenda á þeim tíma þar sem er erfitt að leika knattspyrnu á Íslandi við núverandi aðstæður. „Ég tel að það séu slík sjónarmið sem þarf að taka afstöðu til hvort hægt sé að gera breytingar á Laugardalsvellinum þannig að við getum nýtt hann betur yfir árið, hverjir kæmu að slíku, ríki, borg, KSÍ, einkaaðilar og aðrir,“ segir Illugi sem mun kalla eftir samráðsfundi til að fá upplýsingar um hvaða þýðingu þetta breytta leikjafyrirkomulag mun hafa fyrir Íslendinga. „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis.“
Tengdar fréttir Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01 KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01
KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30