Sjáðu stórsigur Stjörnunnar á FH 2011 | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2015 13:10 Stjarnan og FH mætast í kvöld í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla. Þessi lið háðu mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og mættust í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni þar sem Stjarnan hafði betur eins og frægt er orðið. Til að hita upp fyrir þennan leik er við hæfi að rifja upp frægan leik liðanna frá 2011 þegar Stjörnumenn tóku FH-inga í karphúsið. Leikurinn var í 17. umferð en FH var á þeim tíma að elta KR í toppbaráttuni. FH-ingar mættu fullir sjálfstrausts til leiks enda búnir að vinna fimm leiki í röð. Þeir réðu hins vegar lítið við sprækt Stjörnulið sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem var þá þeirra besti árangur í efstu deild. Garðar Jóhannsson skoraði fyrsta mark leiksins á 11. mínútu er hann fylgdi eftir skoti Ellerts Hreinssonar sem fór í stöng. Staðan var 1-0 í hálfleik en Ingvar Jónsson kom í veg fyrir að FH-ingar næðu að skora með góðum markvörslum. Bjarki Páll Eysteinsson kom Stjörnunni í 2-0 á 57. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig. Og sex mínútum síðar skoraði Garðar sitt annað mark eftir slæm mistök hjá Tommy Nielsen og Gunnari Sigurðssynu, markverði FH. Þetta var 12. mark Garðars í deildinni en hann varð markakóngur Pepsi-deildarinnar 2011 með 15 mörk. Þorvaldur Árnason fullkomnaði svo stórsigur Stjörnunnar þegar hann skoraði af stuttu færi á 65. mínútu eftir sendingu Bjarka Páls. Niðurstaðan 4-0 stórsigur Stjörnunnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Dagurinn hans Doumbia Fréttablaðið fékk Hjörvar Hafliðason úr Pepsi-mörkunum til að velta fyrir sér stórleik kvöldsins þegar FH-ingar heimsækja Íslandsmeistara Stjörnunnar. 26. maí 2015 08:00 Taptilfinningin gleymd í Garðabæ Karla- og kvennalið Stjörnunnar hafa ekki tapað leik í Pepsi-deildunum tveimur síðan 13. maí 2014. Liðin hafa þar með krækt í stig í 42 deildarleikjum í röð á Íslandsmótinu og að því best er vitað þá hefur engu félagi tekist slíkt með báða meistaraflokkan 23. maí 2015 07:00 Hundrað marka maðurinn hvergi nærri hættur Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 100. mark í efstu deild gegn ÍA og varð þar með sá fjórði til að ná þeim áfanga. Atli Viðar hefur gert lítið annað en að skora undanfarin ár og er hvergi nærri hættur í boltanum. 22. maí 2015 06:30 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
Stjarnan og FH mætast í kvöld í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla. Þessi lið háðu mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og mættust í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni þar sem Stjarnan hafði betur eins og frægt er orðið. Til að hita upp fyrir þennan leik er við hæfi að rifja upp frægan leik liðanna frá 2011 þegar Stjörnumenn tóku FH-inga í karphúsið. Leikurinn var í 17. umferð en FH var á þeim tíma að elta KR í toppbaráttuni. FH-ingar mættu fullir sjálfstrausts til leiks enda búnir að vinna fimm leiki í röð. Þeir réðu hins vegar lítið við sprækt Stjörnulið sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem var þá þeirra besti árangur í efstu deild. Garðar Jóhannsson skoraði fyrsta mark leiksins á 11. mínútu er hann fylgdi eftir skoti Ellerts Hreinssonar sem fór í stöng. Staðan var 1-0 í hálfleik en Ingvar Jónsson kom í veg fyrir að FH-ingar næðu að skora með góðum markvörslum. Bjarki Páll Eysteinsson kom Stjörnunni í 2-0 á 57. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig. Og sex mínútum síðar skoraði Garðar sitt annað mark eftir slæm mistök hjá Tommy Nielsen og Gunnari Sigurðssynu, markverði FH. Þetta var 12. mark Garðars í deildinni en hann varð markakóngur Pepsi-deildarinnar 2011 með 15 mörk. Þorvaldur Árnason fullkomnaði svo stórsigur Stjörnunnar þegar hann skoraði af stuttu færi á 65. mínútu eftir sendingu Bjarka Páls. Niðurstaðan 4-0 stórsigur Stjörnunnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Dagurinn hans Doumbia Fréttablaðið fékk Hjörvar Hafliðason úr Pepsi-mörkunum til að velta fyrir sér stórleik kvöldsins þegar FH-ingar heimsækja Íslandsmeistara Stjörnunnar. 26. maí 2015 08:00 Taptilfinningin gleymd í Garðabæ Karla- og kvennalið Stjörnunnar hafa ekki tapað leik í Pepsi-deildunum tveimur síðan 13. maí 2014. Liðin hafa þar með krækt í stig í 42 deildarleikjum í röð á Íslandsmótinu og að því best er vitað þá hefur engu félagi tekist slíkt með báða meistaraflokkan 23. maí 2015 07:00 Hundrað marka maðurinn hvergi nærri hættur Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 100. mark í efstu deild gegn ÍA og varð þar með sá fjórði til að ná þeim áfanga. Atli Viðar hefur gert lítið annað en að skora undanfarin ár og er hvergi nærri hættur í boltanum. 22. maí 2015 06:30 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
Dagurinn hans Doumbia Fréttablaðið fékk Hjörvar Hafliðason úr Pepsi-mörkunum til að velta fyrir sér stórleik kvöldsins þegar FH-ingar heimsækja Íslandsmeistara Stjörnunnar. 26. maí 2015 08:00
Taptilfinningin gleymd í Garðabæ Karla- og kvennalið Stjörnunnar hafa ekki tapað leik í Pepsi-deildunum tveimur síðan 13. maí 2014. Liðin hafa þar með krækt í stig í 42 deildarleikjum í röð á Íslandsmótinu og að því best er vitað þá hefur engu félagi tekist slíkt með báða meistaraflokkan 23. maí 2015 07:00
Hundrað marka maðurinn hvergi nærri hættur Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 100. mark í efstu deild gegn ÍA og varð þar með sá fjórði til að ná þeim áfanga. Atli Viðar hefur gert lítið annað en að skora undanfarin ár og er hvergi nærri hættur í boltanum. 22. maí 2015 06:30