Enski boltinn

Stjóri Gylfa: Vonbrigði að ná ekki Evrópusæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garry Monk þakkar stuðningsmönnum Swansea fyrir tímabilið eftir leikinn gegn Man City í gær.
Garry Monk þakkar stuðningsmönnum Swansea fyrir tímabilið eftir leikinn gegn Man City í gær. vísir/getty
Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea, er vonsvikinn með að lið hans hafi ekki náð Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Swansea átti möguleika á að ná Evrópusæti fyrir 37. og næstsíðustu umferðina en sá möguleiki varð að engu eftir 2-4 tap fyrir Manchester City í gær. Eftir þau úrslit er ljóst að Swansea endar í 8. sæti deildarinnar.

„Ég er eðlilega ósáttur að ná ekki Evrópusæti,“ sagði Monk eftir leikinn í gær.

„Það hefðum átt það skilið fyrir frammistöðu okkar á tímabilinu,“ bætti Monk við en hann er að klára sitt fyrsta heila tímabil sem knattspyrnustjóri Swansea.

Velska liðið er þegar búið ná sínum besta árangri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Swansea var í fallhættu þegar Monk tók við af Michael Laudrup í fyrra.

„Við höfum slegið met og skrifað nýjan kafla í sögu félagsins. Ég er mjög stoltur af leikmönnunum mínum og starfsliðinu, það voru allir frábærir.

„Vonandi getum við orðið enn betri,“ sagði Monk ennfremur en Swansea sækir Crystal Palace heim í lokaumferðinni á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×