Enski boltinn

Glæsimark Gylfa dugði ekki til gegn City | Sjáðu mörkin

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað mark Swansea í 4-2 tapi gegn Manchester City í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Yaya Toure var í stuði fyrir gestina og skoraði tvö mörk.

Þetta byrjaði ekki byrlega fyrir heimamenn í Swansea. Yaya Toure kom City yfir eftir sendingu frá David Silva og James Milner bætti við öðru marki á 36. mínútu.

Okkar maður, Gylfi Þór Sigurðsson, minnkaði þó muninn fyrir hlé með hörkuskoti, en það má sjá hér neðar í fréttinni. Staðan 1-2 í hálfleik.

Á 64. mínútu dró til tíðinda. Bafetimbi Gomis fékk þá frábæra sendingu frá Ashley Richards, Gomis tók vel við honum og þrumaði honum í hornið.

Afmælisbarn vikunnar var þó ekki hætt. Toure skoraði sitt annað mark og þriðja mark City stundarfjórðungi fyrir leikslok og kom City í 3-2.

Leikmenn Swansea gerðu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin og Joe Hart varði í tvígang meistaralega í marki City.

Wilfried Bony kom inná sem varamaður hjá City gegn sínum gömlu félögum og hann skoraði fjórða mark City í uppbótartíma. Lokatölur 4-2 sigur City.

City er í öðru sætinu eftir sigurinn, sex stigum á undan Arsenal sem á þó tvo leiki til góða. Swansea er í áttunda sætinu með 56 stig. Frábær árangur hjá þeim.

0-2: ' Gylfi minnkar muninn í 1-2: Bafetimbi jafnar í 2-2: Toure með sitt annað mark, 2-3: Bony skorar gegn sínum gömlu félögum:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×