Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2015 19:31 Það er ekki annað hægt en að hrífast með Sigurði þegar horft er á myndband Of Monsters and Men við lagið Crystals. YouTube „Ég hef verið mikill aðdáandi hljómsveitarinnar og það minnkar ekkert við þetta,“ segir leikarinn Sigurður Sigurjónsson sem fer með aðalhlutverkið í nýju myndbandi sveitarinnar Of Monsters and Men við lagið Crystals. Hljómsveitinni bregður hvergi fyrir í myndbandinu heldur er aðeins skeggprúður Sigurður sem syngur af mikilli innlifun með laginu. „Það voru bara hljómsveitarmeðlimir sem fóru þess á leit við mig að ég tæki þátt í þessu og mér fannst það of spennandi og skrýtið til að hafna því. Ég hafði aldrei gert svona nokkuð áður þannig að mér fannst tilvalið að prufa þetta enda var ég í góðum höndum meðlima hljómsveitarinnar,“ segir Sigurður um verkefnið. Myndbandið var tekið upp fyrir nokkrum dögum og gekk Sigurði að eigin sögn býsna vel að læra textann og þurfti ekki margar tökur til að ná honum réttum. „Ég fékk ekki langan aðdraganda að þessu en það hófst enda er þetta góð melódía þannig að það var auðvelt að læra textann,“ segir Sigurður. Tónlist Tengdar fréttir Tom Hanks óborganlegur í nýju tónlistarmyndbandi Carly Ray Jepsen „Af hverju ekki ég,“ sagði Óskarsverðlaunahafinn þegar honum var sagt frá myndbandinu. 7. mars 2015 19:18 Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég hef verið mikill aðdáandi hljómsveitarinnar og það minnkar ekkert við þetta,“ segir leikarinn Sigurður Sigurjónsson sem fer með aðalhlutverkið í nýju myndbandi sveitarinnar Of Monsters and Men við lagið Crystals. Hljómsveitinni bregður hvergi fyrir í myndbandinu heldur er aðeins skeggprúður Sigurður sem syngur af mikilli innlifun með laginu. „Það voru bara hljómsveitarmeðlimir sem fóru þess á leit við mig að ég tæki þátt í þessu og mér fannst það of spennandi og skrýtið til að hafna því. Ég hafði aldrei gert svona nokkuð áður þannig að mér fannst tilvalið að prufa þetta enda var ég í góðum höndum meðlima hljómsveitarinnar,“ segir Sigurður um verkefnið. Myndbandið var tekið upp fyrir nokkrum dögum og gekk Sigurði að eigin sögn býsna vel að læra textann og þurfti ekki margar tökur til að ná honum réttum. „Ég fékk ekki langan aðdraganda að þessu en það hófst enda er þetta góð melódía þannig að það var auðvelt að læra textann,“ segir Sigurður.
Tónlist Tengdar fréttir Tom Hanks óborganlegur í nýju tónlistarmyndbandi Carly Ray Jepsen „Af hverju ekki ég,“ sagði Óskarsverðlaunahafinn þegar honum var sagt frá myndbandinu. 7. mars 2015 19:18 Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tom Hanks óborganlegur í nýju tónlistarmyndbandi Carly Ray Jepsen „Af hverju ekki ég,“ sagði Óskarsverðlaunahafinn þegar honum var sagt frá myndbandinu. 7. mars 2015 19:18
Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00