Nýr Herjólfur verður tvinnferja Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2015 20:02 Vonast er til að nýr Herjólfur sigli árið 2018. vísir/stefán Vinna við undirbúning útboðs nýs Herjólfs er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að verkið verði boðið út í næsta mánuði. Heimild til útboðs var samþykkt í apríl á þessu ári. Í fyrirspurn sem Oddný G. Harðardóttir beindi til innanríkisráðherra í dag spyr hún hvort komið hafi til skoðunar að nýja ferjan verði rafdrifin að hluta eða öllu leyti og þá hlaðin á meðan hún lægi að bryggju. Í fyrirspurninni spyr hún einnig hvort flutnings- og dreifikerfi raforku í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn myndi standa undir hleðslustöðvum fyrir ferjuna. „Það er gert ráð fyrir því í hönnuninni núna að ferjan verði svokölluð „hybrid“ eða tvinnferja,“ segir Friðfinnur Skaftason verkfræðingur og formaður stýrihóps um nýjan Herjólf. Ferjan myndi þá virka líkt og tvinnbílar sem eru rafdrifnir en rafmagnið er framleitt með díselknúnum vélum. Rafmagnið er geymt á þar til gerðum geymum.Hleðsla með landtengingum gæti orðið veruleiki síðar Fyrsta rafknúna ferja heimsins var tekin í notkun í Noregi fyrr á þessu ári en sú siglir milli bæjanna Lavik og Oppedal, sex kílómetra leið yfir Sognefjörð, 34 sinnum á dag. Siglingin tekur um tuttugu mínútur í hvert skipti. „Tæknin sem varð fyrir valinu hjá okkur er komin lengra á veg heldur en raftæknin og að auki er ákveðin óvissa með dreifikerfið í bæði Landeyjahöfn og Vestmannaeyjum. Nýja ferjan yrði hins vegar þannig úr garði gerð að það yrði mögulegt að gera hana algerlega rafknúna þegar og ef sú tækni verður orðin betri,“ segir Friðfinnur. Grófir útreikningar benda til þess að eldsneytissparnaður nýja Herjólfs verði allt að þrjátíu prósent samanborið við þann gamla. Í framtíðinni gæti verið hægt að nýta landtengingar til að hlaða hann ef aðstæður bjóði upp á það. Að auki mun nýja skipið rista grynnra en eldra skip og auðveldara verður að sigla því í mikilli ölduhæð. Tengdar fréttir Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar er umtalsvert meiri en ráð var fyrir í upphafi. 29. janúar 2015 07:00 Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. 17. desember 2014 07:45 Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50 Höfnin lokuð í 16 mánuði á fjórum árum 31. janúar 2015 12:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Vinna við undirbúning útboðs nýs Herjólfs er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að verkið verði boðið út í næsta mánuði. Heimild til útboðs var samþykkt í apríl á þessu ári. Í fyrirspurn sem Oddný G. Harðardóttir beindi til innanríkisráðherra í dag spyr hún hvort komið hafi til skoðunar að nýja ferjan verði rafdrifin að hluta eða öllu leyti og þá hlaðin á meðan hún lægi að bryggju. Í fyrirspurninni spyr hún einnig hvort flutnings- og dreifikerfi raforku í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn myndi standa undir hleðslustöðvum fyrir ferjuna. „Það er gert ráð fyrir því í hönnuninni núna að ferjan verði svokölluð „hybrid“ eða tvinnferja,“ segir Friðfinnur Skaftason verkfræðingur og formaður stýrihóps um nýjan Herjólf. Ferjan myndi þá virka líkt og tvinnbílar sem eru rafdrifnir en rafmagnið er framleitt með díselknúnum vélum. Rafmagnið er geymt á þar til gerðum geymum.Hleðsla með landtengingum gæti orðið veruleiki síðar Fyrsta rafknúna ferja heimsins var tekin í notkun í Noregi fyrr á þessu ári en sú siglir milli bæjanna Lavik og Oppedal, sex kílómetra leið yfir Sognefjörð, 34 sinnum á dag. Siglingin tekur um tuttugu mínútur í hvert skipti. „Tæknin sem varð fyrir valinu hjá okkur er komin lengra á veg heldur en raftæknin og að auki er ákveðin óvissa með dreifikerfið í bæði Landeyjahöfn og Vestmannaeyjum. Nýja ferjan yrði hins vegar þannig úr garði gerð að það yrði mögulegt að gera hana algerlega rafknúna þegar og ef sú tækni verður orðin betri,“ segir Friðfinnur. Grófir útreikningar benda til þess að eldsneytissparnaður nýja Herjólfs verði allt að þrjátíu prósent samanborið við þann gamla. Í framtíðinni gæti verið hægt að nýta landtengingar til að hlaða hann ef aðstæður bjóði upp á það. Að auki mun nýja skipið rista grynnra en eldra skip og auðveldara verður að sigla því í mikilli ölduhæð.
Tengdar fréttir Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar er umtalsvert meiri en ráð var fyrir í upphafi. 29. janúar 2015 07:00 Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. 17. desember 2014 07:45 Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50 Höfnin lokuð í 16 mánuði á fjórum árum 31. janúar 2015 12:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar er umtalsvert meiri en ráð var fyrir í upphafi. 29. janúar 2015 07:00
Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. 17. desember 2014 07:45
Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50