Búið að frumsýna Hrúta á Cannes Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2015 11:42 Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson, og Theodór Júlíusson á rauða dreglinum í Cannes. visir/getty Verið er að heimsfrumsýna Hrúta, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, á Cannes-kvikmyndahátíðinni akkúrat núna. Myndin var valin til þátttöku í Un Certain Regard flokki þessarar virtustu hátíðar heimsins en þetta er fyrsta íslenska kvikmyndin sem nær því í yfir áratug. Í tilefni af því var Grímur leikstjóri í viðtali við vefritið Variety. „Báðir foreldrar mínir ólust upp í sveit og ég var sendur þangað til að vinna á sumrin þar til að ég varð sautján ára,“ segir Grímur. „Bændur eru flestir afar tengdir dýrunum sínum. Íslenska kindin er rótgróin í menningu okkar og hefur í gegnum tíðina átt stóran þátt í að Íslendingar komust af.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika bræðurna Kidda og Gumma sem hafa ekki talast við í áratugi þrátt fyrir að búa hlið við hlið. Þeir deila ást á sauðkindinni og taka höndum saman þegar riða kemur upp í dalnum þar sem þeir búa. „Theodór var alltaf valkostur númer eitt til að leika Kidda en í upphafi hafði ég hugsað mér annan sem Gumma. En þegar ég sá Sigga á Edduverðlaunahátíðinni skeggjaðan og með sítt hár sá ég hann fyrir mér sem bónda. Þeir eru ólíkir en með skeggin er auðvelt að halda að þeir séu bræður.“ Stikla úr Hrútum fylgir hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr myndinni Hrútar Hrútar verður frumsýnd á Cannes-hátíðinni í Frakklandi sem hefst eftir viku. 6. maí 2015 12:15 Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Tökum á kvikmyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson lauk síðastliðna helgi. Snjóleysi setti strik í reikninginn en veðurguðirnir bættu það upp á ýmsa vegu. 15. janúar 2015 11:00 Leikstjóri Hrúta í skýjunum: „Hátíðin sem allir vilja komast á“ Grímur Hákonarson neyðist til að sleppa lopapeysunni á rauða dreglinum í Cannes. 16. apríl 2015 11:39 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Verið er að heimsfrumsýna Hrúta, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, á Cannes-kvikmyndahátíðinni akkúrat núna. Myndin var valin til þátttöku í Un Certain Regard flokki þessarar virtustu hátíðar heimsins en þetta er fyrsta íslenska kvikmyndin sem nær því í yfir áratug. Í tilefni af því var Grímur leikstjóri í viðtali við vefritið Variety. „Báðir foreldrar mínir ólust upp í sveit og ég var sendur þangað til að vinna á sumrin þar til að ég varð sautján ára,“ segir Grímur. „Bændur eru flestir afar tengdir dýrunum sínum. Íslenska kindin er rótgróin í menningu okkar og hefur í gegnum tíðina átt stóran þátt í að Íslendingar komust af.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika bræðurna Kidda og Gumma sem hafa ekki talast við í áratugi þrátt fyrir að búa hlið við hlið. Þeir deila ást á sauðkindinni og taka höndum saman þegar riða kemur upp í dalnum þar sem þeir búa. „Theodór var alltaf valkostur númer eitt til að leika Kidda en í upphafi hafði ég hugsað mér annan sem Gumma. En þegar ég sá Sigga á Edduverðlaunahátíðinni skeggjaðan og með sítt hár sá ég hann fyrir mér sem bónda. Þeir eru ólíkir en með skeggin er auðvelt að halda að þeir séu bræður.“ Stikla úr Hrútum fylgir hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr myndinni Hrútar Hrútar verður frumsýnd á Cannes-hátíðinni í Frakklandi sem hefst eftir viku. 6. maí 2015 12:15 Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Tökum á kvikmyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson lauk síðastliðna helgi. Snjóleysi setti strik í reikninginn en veðurguðirnir bættu það upp á ýmsa vegu. 15. janúar 2015 11:00 Leikstjóri Hrúta í skýjunum: „Hátíðin sem allir vilja komast á“ Grímur Hákonarson neyðist til að sleppa lopapeysunni á rauða dreglinum í Cannes. 16. apríl 2015 11:39 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr myndinni Hrútar Hrútar verður frumsýnd á Cannes-hátíðinni í Frakklandi sem hefst eftir viku. 6. maí 2015 12:15
Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Tökum á kvikmyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson lauk síðastliðna helgi. Snjóleysi setti strik í reikninginn en veðurguðirnir bættu það upp á ýmsa vegu. 15. janúar 2015 11:00
Leikstjóri Hrúta í skýjunum: „Hátíðin sem allir vilja komast á“ Grímur Hákonarson neyðist til að sleppa lopapeysunni á rauða dreglinum í Cannes. 16. apríl 2015 11:39