Skrillex kom sérstaklega til Íslands til að hlusta á Diktu Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Atli Kjartansson skrifa 11. febrúar 2015 08:00 „Dikta, kannastu við þá hljómsveit? Bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex er á leið til landsins. Hann er einn af fjölmörgum listamönnum sem koma til með að leika á Sónar Reykjavík hátíðinni sem hefst á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skrillex heimsækir landið. Árið 2007 kom hann hingað gagngert í þeim tilgangi að hlusta á hljómsveitina Diktu. „Dikta, kannastu við þá hljómsveit?“ er svar Skrillex þegar blaðamaður spyr hvort hann hafi heimsótt Ísland áður. Því var að sjálfsögðu játað enda Dikta sæmilega stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. „Ég vann með manni sem var að velta þeim fyrir sér og við fórum að hlusta á þá spila,“ segir Skrillex. „Ég man ágætlega eftir þeim, þeir voru fínir.“ Dvöl hans á Íslandi hafi ekki verið löng en hann hafi þó náð að dýfa sér í Bláa Lónið. Skrillex lendir hér á landi seint á laugardag og ætlar að verja hér eins miklum tíma og hann getur. „Ég vona að ég nái þremur dögum. Ég ætla aftur í Bláa Lónið og heilsa upp á íslenska vini mína.“ Meðal þeirra sem þar eru nefndir til sögunnar eru Björk, Sigtryggur Baldursson og meðlimir Diktu.Haukur Heiðar HaukssonHaukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, man vel eftir heimsókn Skrillex hingað til lands. „Já, við fengum skilaboð frá upptökustjóra sem heitir Ross Robinson. Hann var maðurinn á bakvið Korn, Limp Bizkit og Slipknot, svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar. Hann hafði áhuga á að vinna með okkur og kom hingað til lands gagngert til þess að sjá okkur spila,“ rifjar Haukur upp og bætir við: „Og hann var með aðstoðarmann með sér að nafni Sonny Johnny More, sem kallar sig Skrillex í dag.“ Hann segir þá Skrillex og Ross Robinson hafa lagt á sig mikið ferðalag til að sjá og hlusta á Diktu. „Þeir ferðuðust í sjötíu og eitthvað klukkustundir bara til þess að vera með okkur í einhverjar sjö klukkustundir. Þeir komu með okkur í æfingahúsnæðið okkar og við fórum út að borða með þeim,“ útskýrir Haukur. Hann segir að ekkert hafi orðið af samstarfinu með Ross Robinson því þegar gengi krónunnar hrundi hafi sveitin ekki haft efni á Robinson, þrátt fyrir að hann gæfi þeim ríflegan afslátt. Haukur segir jafnframt þeir hafi verið í sambandi við og við síðan Skrillex heimsótti strákana í Diktu. „Við ætlum að hittast á laugardaginn þegar hann er búinn að spila og ég er búinn að taka þátt í undankeppni Eurovision,“ útskýrir Haukur en hann er kominn í lokakeppni Eurovision með lagið Milljón augnablik. Ítarlegra viðtal við Skrillex birtist á Vísi síðar í dag. Sónar Tengdar fréttir Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13 Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00 Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex er á leið til landsins. Hann er einn af fjölmörgum listamönnum sem koma til með að leika á Sónar Reykjavík hátíðinni sem hefst á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skrillex heimsækir landið. Árið 2007 kom hann hingað gagngert í þeim tilgangi að hlusta á hljómsveitina Diktu. „Dikta, kannastu við þá hljómsveit?“ er svar Skrillex þegar blaðamaður spyr hvort hann hafi heimsótt Ísland áður. Því var að sjálfsögðu játað enda Dikta sæmilega stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. „Ég vann með manni sem var að velta þeim fyrir sér og við fórum að hlusta á þá spila,“ segir Skrillex. „Ég man ágætlega eftir þeim, þeir voru fínir.“ Dvöl hans á Íslandi hafi ekki verið löng en hann hafi þó náð að dýfa sér í Bláa Lónið. Skrillex lendir hér á landi seint á laugardag og ætlar að verja hér eins miklum tíma og hann getur. „Ég vona að ég nái þremur dögum. Ég ætla aftur í Bláa Lónið og heilsa upp á íslenska vini mína.“ Meðal þeirra sem þar eru nefndir til sögunnar eru Björk, Sigtryggur Baldursson og meðlimir Diktu.Haukur Heiðar HaukssonHaukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, man vel eftir heimsókn Skrillex hingað til lands. „Já, við fengum skilaboð frá upptökustjóra sem heitir Ross Robinson. Hann var maðurinn á bakvið Korn, Limp Bizkit og Slipknot, svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar. Hann hafði áhuga á að vinna með okkur og kom hingað til lands gagngert til þess að sjá okkur spila,“ rifjar Haukur upp og bætir við: „Og hann var með aðstoðarmann með sér að nafni Sonny Johnny More, sem kallar sig Skrillex í dag.“ Hann segir þá Skrillex og Ross Robinson hafa lagt á sig mikið ferðalag til að sjá og hlusta á Diktu. „Þeir ferðuðust í sjötíu og eitthvað klukkustundir bara til þess að vera með okkur í einhverjar sjö klukkustundir. Þeir komu með okkur í æfingahúsnæðið okkar og við fórum út að borða með þeim,“ útskýrir Haukur. Hann segir að ekkert hafi orðið af samstarfinu með Ross Robinson því þegar gengi krónunnar hrundi hafi sveitin ekki haft efni á Robinson, þrátt fyrir að hann gæfi þeim ríflegan afslátt. Haukur segir jafnframt þeir hafi verið í sambandi við og við síðan Skrillex heimsótti strákana í Diktu. „Við ætlum að hittast á laugardaginn þegar hann er búinn að spila og ég er búinn að taka þátt í undankeppni Eurovision,“ útskýrir Haukur en hann er kominn í lokakeppni Eurovision með lagið Milljón augnablik. Ítarlegra viðtal við Skrillex birtist á Vísi síðar í dag.
Sónar Tengdar fréttir Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13 Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00 Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13
Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00
Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26