Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Hér má sjá brot af þeim hatursáróðri sem má finna á síðunni Íslendingar skrifa ummæli undir nafninu Huldumaður á íslensku spjallborði, hýstu á bandarískri síðu, þar sem hatursáróðri er dreift. Skrifað er um hatur á útlendingum, múslimum, konum, hinsegin fólki, gyðingum, Pólverjum og blökkumönnum svo fátt eitt sé talið. Síðan er virk enn í dag og skiptust gestir meðal annars á skoðunum um HIV-smitaða hælisleitandann sem fjallað var um í Fréttablaðinu í júlí. Einn Huldumannanna á spjallborðinu velti til dæmis fyrir sér hugsunarhætti íslenskra kvenna. „Ég ætla að sofa hjá negra og ekkert slæmt mun gerast,“ skrifaði nafnleysinginn. Einnig virtist íslam spjallborðsgestum hugleikið. Mörg ummæli hvöttu til útrýmingar múslima og vildu margir hverjir láta banna trúna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Huldumennirnir svokölluðu deildu einnig fæðingarárum sínum í spjallþræði. Þar kom í ljós að meðalaldurinn er frekar ungur og eru þar margir undir átján ára aldri. Sá yngsti sem lét aldurs síns getið sagðist vera fæddur árið 1999. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki hafa frétt af síðunni áður en Fréttablaðið benti á hana. „Við munum væntanlega kíkja á þetta og hvers eðlis þetta er,“ segir Friðrik.Friðrik Smári Björgvinsson„Ef það er hægt að rekja ummælin til einstaklinga og færa sönnur á að þetta sé frá þeim og þess eðlis að þau brjóti í bága við lög eru væntanlega einhver úrræði fyrir hendi,“ segir Friðrik. Hann segir enn fremur þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Það hafa komið upp dæmi um síður og dæmi um erlendar síður þar sem ekki er hægt að rekja ummæli til tiltekinna einstaklinga. Það er erfitt að eiga við þetta.“ Síðan er ekki fyrsta síðan þar sem Íslendingar dreifa hatursáróðri. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í apríl síðastliðnum að Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly héldi úti kynþáttaníðssíðunni bardaga.org þar sem tveir ungir drengir, búsettir á Íslandi, eru níddir. Síðan er hýst í Bandaríkjunum. Auk þess greindi DV frá íslenskri hatursáróðurssíðu árið 2012. Hinsegin Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Íslendingar skrifa ummæli undir nafninu Huldumaður á íslensku spjallborði, hýstu á bandarískri síðu, þar sem hatursáróðri er dreift. Skrifað er um hatur á útlendingum, múslimum, konum, hinsegin fólki, gyðingum, Pólverjum og blökkumönnum svo fátt eitt sé talið. Síðan er virk enn í dag og skiptust gestir meðal annars á skoðunum um HIV-smitaða hælisleitandann sem fjallað var um í Fréttablaðinu í júlí. Einn Huldumannanna á spjallborðinu velti til dæmis fyrir sér hugsunarhætti íslenskra kvenna. „Ég ætla að sofa hjá negra og ekkert slæmt mun gerast,“ skrifaði nafnleysinginn. Einnig virtist íslam spjallborðsgestum hugleikið. Mörg ummæli hvöttu til útrýmingar múslima og vildu margir hverjir láta banna trúna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Huldumennirnir svokölluðu deildu einnig fæðingarárum sínum í spjallþræði. Þar kom í ljós að meðalaldurinn er frekar ungur og eru þar margir undir átján ára aldri. Sá yngsti sem lét aldurs síns getið sagðist vera fæddur árið 1999. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki hafa frétt af síðunni áður en Fréttablaðið benti á hana. „Við munum væntanlega kíkja á þetta og hvers eðlis þetta er,“ segir Friðrik.Friðrik Smári Björgvinsson„Ef það er hægt að rekja ummælin til einstaklinga og færa sönnur á að þetta sé frá þeim og þess eðlis að þau brjóti í bága við lög eru væntanlega einhver úrræði fyrir hendi,“ segir Friðrik. Hann segir enn fremur þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Það hafa komið upp dæmi um síður og dæmi um erlendar síður þar sem ekki er hægt að rekja ummæli til tiltekinna einstaklinga. Það er erfitt að eiga við þetta.“ Síðan er ekki fyrsta síðan þar sem Íslendingar dreifa hatursáróðri. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í apríl síðastliðnum að Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly héldi úti kynþáttaníðssíðunni bardaga.org þar sem tveir ungir drengir, búsettir á Íslandi, eru níddir. Síðan er hýst í Bandaríkjunum. Auk þess greindi DV frá íslenskri hatursáróðurssíðu árið 2012.
Hinsegin Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent