Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2015 19:38 Lögreglan hélt uppi markvissu eftirliti á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur og aðstandendur Extreme Chill Festival sem haldin var um helgina á Hellissandi eru mjög ósáttir við vinnubrögð lögreglunnar og saka hana um að hafa haldið „hátíðargestum í heljargreipum“. Í yfirlýsingu frá aðstandendum Extreme Chill Festival kemur fram megn óánægja með vinnubrögð lögreglunnar. „Í ár hélt lögreglan hátíðargestum okkar í heljargreipum frá því að þeir komu á svæðið, og fór að okkar mati offari. Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglumanna að þeirra sögn.“ Líkt og fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi komu 29 fíkniefnamál upp um helgina hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Jafnframt segir að flest þeirra hafi verið tengd gestum tónleikanna Extreme Chill Festival.Segja að lögreglunni hafi verið boðið á svæðið Í yfirlýsingunni segir að lögreglunni hafi verið boðið inn á svæðið af aðstandendum hátíðarinnar en að hún hafi haft meiri áhuga á því hvað væri á seyði innan veggja félagsheimilsins Rastar á Hellisandi. „Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins.“Sjá einnig: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð. Telja skipuleggjendur að þau fíkniefnabrot sem lögreglan hafi talað um í yfirlýsingu sinni hafi ekki verið framin á tónleikasvæði hátíðarinnar. „Þessi aðför lögreglunnar að hátíðinni kom okkur algjörlega í opna skjöldu og erum við miður okkar og í áfalli vegna þessa. Þess má geta að fíkniefnabrot sem getið er í fjölmiðlum voru framin á tjaldsvæði bæjarfélagsins en ekki á hátíðarsvæðinu.“ Hyggjast aðstandendur hátíðarinnar leita réttar síns vegna þessa máls og hafa leitað til Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, um aðstoð. „Í skoðun eru nokkur myndbrot sem tekin voru á tjaldsvæðinu þar sem hugsanlega ólöglegar aðgerðir lögreglu voru teknar upp af hátíðargestum og hafa aðstandendur hátíðarinnar fengið formann Snarrótarinnar, samtök um borgaraleg réttindin í lið með sér til að skoða einstaka atvik og mun einnig leita eftir lögfræðiáliti til að meta hvort málið verður tekið lengra.“ Yfirlýsing frá aðstandendum Extreme Chill Festival í heild sinni:„Vegna fréttaflutnings fjölmiðla í dag 10.ágúst af "Extreme Chill Festival" sem haldin var 7.-9.ágúst s.l. langar okkur aðstandendum hátíðarinnar að koma á framfæri okkar hlið og upplifun af viðbrögðum lögreglu á tónlistarhátíð okkar í félagsheimilinu Röst á Hellissandi s.l. helgi. Hátíðin sem hefur verið haldin frá árinu 2009 hefur alltaf farið fram í góðri samvinnu við bæjarfélagið og lögreglu fram að þessu. Aldrei hafa komið fram ofbeldismál eða önnur lögreglumál á hátíðinni sem er lítil 200 manna raftónlistarhátíð þar sem koma fram 25 framúrskarandi listamenn á sínu sviði bæði erlendir og innlendir. Í ár hélt lögreglan hátíðargestum okkar í heljargreipum frá því að þeir komu á svæðið, og fór að okkar mati offari. Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglumanna að þeirra sögn. Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins. Þessi aðför lögreglunnar að hátíðinni kom okkur algjörlega í opna skjöldu og erum við miður okkar og í áfalli vegna þessa. Þess má geta að fíkniefnabrot sem getið er í fjölmiðlum voru framin á tjaldsvæði bæjarfélagsins en ekki á hátíðarsvæðinu. Í skoðun eru nokkur myndbrot sem tekin voru á tjaldsvæðinu þar sem hugsanlega ólöglegar aðgerðir lögreglu voru teknar upp af hátíðargestum og hafa aðstandendur hátíðarinnar fengið formann Snarrótarinnar, samtök um borgaraleg réttindin í lið með sér til að skoða einstaka atvik og mun einnig leita eftir lögfræðiáliti til að meta hvort málið verður tekið lengra. Hátíðin sjálf gekk vel í alla staði og kom fólk á öllum aldri, fjölskyldur, vinir og fagmenn úr tólistarheiminum til að upplifa þennan einstaka menningarviðburð. Viljum við þakka þeim sem mættu og tóku þátt með okkur í ár. Með bestu kveðju, F.h. Extreme Chill Festival - Undir Jökli Pan Thorarensen & Guðrún Lárusdóttir“ Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Sjá meira
Skipuleggjendur og aðstandendur Extreme Chill Festival sem haldin var um helgina á Hellissandi eru mjög ósáttir við vinnubrögð lögreglunnar og saka hana um að hafa haldið „hátíðargestum í heljargreipum“. Í yfirlýsingu frá aðstandendum Extreme Chill Festival kemur fram megn óánægja með vinnubrögð lögreglunnar. „Í ár hélt lögreglan hátíðargestum okkar í heljargreipum frá því að þeir komu á svæðið, og fór að okkar mati offari. Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglumanna að þeirra sögn.“ Líkt og fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi komu 29 fíkniefnamál upp um helgina hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Jafnframt segir að flest þeirra hafi verið tengd gestum tónleikanna Extreme Chill Festival.Segja að lögreglunni hafi verið boðið á svæðið Í yfirlýsingunni segir að lögreglunni hafi verið boðið inn á svæðið af aðstandendum hátíðarinnar en að hún hafi haft meiri áhuga á því hvað væri á seyði innan veggja félagsheimilsins Rastar á Hellisandi. „Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins.“Sjá einnig: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð. Telja skipuleggjendur að þau fíkniefnabrot sem lögreglan hafi talað um í yfirlýsingu sinni hafi ekki verið framin á tónleikasvæði hátíðarinnar. „Þessi aðför lögreglunnar að hátíðinni kom okkur algjörlega í opna skjöldu og erum við miður okkar og í áfalli vegna þessa. Þess má geta að fíkniefnabrot sem getið er í fjölmiðlum voru framin á tjaldsvæði bæjarfélagsins en ekki á hátíðarsvæðinu.“ Hyggjast aðstandendur hátíðarinnar leita réttar síns vegna þessa máls og hafa leitað til Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, um aðstoð. „Í skoðun eru nokkur myndbrot sem tekin voru á tjaldsvæðinu þar sem hugsanlega ólöglegar aðgerðir lögreglu voru teknar upp af hátíðargestum og hafa aðstandendur hátíðarinnar fengið formann Snarrótarinnar, samtök um borgaraleg réttindin í lið með sér til að skoða einstaka atvik og mun einnig leita eftir lögfræðiáliti til að meta hvort málið verður tekið lengra.“ Yfirlýsing frá aðstandendum Extreme Chill Festival í heild sinni:„Vegna fréttaflutnings fjölmiðla í dag 10.ágúst af "Extreme Chill Festival" sem haldin var 7.-9.ágúst s.l. langar okkur aðstandendum hátíðarinnar að koma á framfæri okkar hlið og upplifun af viðbrögðum lögreglu á tónlistarhátíð okkar í félagsheimilinu Röst á Hellissandi s.l. helgi. Hátíðin sem hefur verið haldin frá árinu 2009 hefur alltaf farið fram í góðri samvinnu við bæjarfélagið og lögreglu fram að þessu. Aldrei hafa komið fram ofbeldismál eða önnur lögreglumál á hátíðinni sem er lítil 200 manna raftónlistarhátíð þar sem koma fram 25 framúrskarandi listamenn á sínu sviði bæði erlendir og innlendir. Í ár hélt lögreglan hátíðargestum okkar í heljargreipum frá því að þeir komu á svæðið, og fór að okkar mati offari. Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglumanna að þeirra sögn. Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins. Þessi aðför lögreglunnar að hátíðinni kom okkur algjörlega í opna skjöldu og erum við miður okkar og í áfalli vegna þessa. Þess má geta að fíkniefnabrot sem getið er í fjölmiðlum voru framin á tjaldsvæði bæjarfélagsins en ekki á hátíðarsvæðinu. Í skoðun eru nokkur myndbrot sem tekin voru á tjaldsvæðinu þar sem hugsanlega ólöglegar aðgerðir lögreglu voru teknar upp af hátíðargestum og hafa aðstandendur hátíðarinnar fengið formann Snarrótarinnar, samtök um borgaraleg réttindin í lið með sér til að skoða einstaka atvik og mun einnig leita eftir lögfræðiáliti til að meta hvort málið verður tekið lengra. Hátíðin sjálf gekk vel í alla staði og kom fólk á öllum aldri, fjölskyldur, vinir og fagmenn úr tólistarheiminum til að upplifa þennan einstaka menningarviðburð. Viljum við þakka þeim sem mættu og tóku þátt með okkur í ár. Með bestu kveðju, F.h. Extreme Chill Festival - Undir Jökli Pan Thorarensen & Guðrún Lárusdóttir“
Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Sjá meira
Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23