Bræðurnir í Rae Sremmurd troða upp í Laugardalshöll Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. apríl 2015 07:30 Bræðurnir í sveitinni eru gríðarlega vinsælir víða um heim. Hér má sjá Swae Lee troða upp á Woodie-hátíðinni, sem MTV heldur. „Okkur finnst rosalega gaman að geta flutt inn sveit sem er að springa út núna og nýtur gífurlegra vinsælda á heimsvísu,“ segir Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, sem flytur sveitina inn. Rae Sremmurd er ákaflega vinsæl í heimalandi sínu og víðar í heiminum. Meðlimir sveitarinnar eru bræðurnir Khalif „Swae Lee“ Brown og Aaquil „Slim Jimmy“ Brown. Þeir hafa sent frá sér tvær smáskífur sem hafa gjörsamlega slegið í gegn. Myndbandið við lagið No Type hefur til að mynda verið spilað um 190 milljón sinnum í gegnum Youtube.Hér má sjá myndbandið vinsæla, en umfjöllun heldur áfram fyrir neðan það. Lagið No Flex Zone hefur einnig notið vinsælda; verið spilað í um 100 milljónir skipta á sömu síðu. Sveitin nýtur einnig vinsælda á tónlistarveitunni Spotify, þar sem lög hennar hafa verið spiluð í tugmilljónir skipta. Breiðskífa sveitarinnar SremmLife var í efsta sæti á tveimur Bill-board-listum, á Hiphop-listanum annars vegar og RnB-listanum hins vegar. Nýjasta myndbandið sem sveitin sendi frá sér er við lagið Throw Sum Mo, en þar vinna bræðurnir með poppstjörnunnii Nicki Minaj. Þeir hafa einnig unnið með upptökustjóranum Mike WiLL sem er mjög þekktur í rapp- og poppbransanum Vestanhafs og hefur unnið með listamönnum á borð Jay-Z, Miley Cyrus og Rihanna. Bræðurnir hafa einnig unnið með Óskarsverðlaunarapparanum Juicy J.Svalur SlimJimmy kann sitt fag. Rae Sremmurd nýtur fáheyrðra vinsælda á myndbands- og tónlistarveitum á netinu.„Tónleikarnir verða 27. ágúst, sem er fimmtudagur. Þetta er frábær dagsetning og við ætlum að búa til frábæra stemningu,“ segir Ísleifur og bætir við: „Við munum búa til eins konar tónleikahátíð sem verður í eitt kvöld. Stórar íslenskar hljómsveitir munu spila sama kvöld. Við vitum að Rae Sremmurd er vinsæl hjá ungu kynslóðinni og erum ákaflega ánægð að geta veitt henni tækifæri á að fara á svona alvöru tónleika. Unga kynslóðin gleymist nefnilega stundum, því margir tónlistarmenn sem koma hingað höfða betur til þeirra eldri. En hérna erum við að fá sveit sem er að toppa núna og höfðar til ungs fólks. Við ætlum líka að stilla miðaverði í hóf, þannig að allir geti notið." Hér að neðan má sjá myndböndin við No Flex Zone og Throw Sum Mo. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
„Okkur finnst rosalega gaman að geta flutt inn sveit sem er að springa út núna og nýtur gífurlegra vinsælda á heimsvísu,“ segir Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, sem flytur sveitina inn. Rae Sremmurd er ákaflega vinsæl í heimalandi sínu og víðar í heiminum. Meðlimir sveitarinnar eru bræðurnir Khalif „Swae Lee“ Brown og Aaquil „Slim Jimmy“ Brown. Þeir hafa sent frá sér tvær smáskífur sem hafa gjörsamlega slegið í gegn. Myndbandið við lagið No Type hefur til að mynda verið spilað um 190 milljón sinnum í gegnum Youtube.Hér má sjá myndbandið vinsæla, en umfjöllun heldur áfram fyrir neðan það. Lagið No Flex Zone hefur einnig notið vinsælda; verið spilað í um 100 milljónir skipta á sömu síðu. Sveitin nýtur einnig vinsælda á tónlistarveitunni Spotify, þar sem lög hennar hafa verið spiluð í tugmilljónir skipta. Breiðskífa sveitarinnar SremmLife var í efsta sæti á tveimur Bill-board-listum, á Hiphop-listanum annars vegar og RnB-listanum hins vegar. Nýjasta myndbandið sem sveitin sendi frá sér er við lagið Throw Sum Mo, en þar vinna bræðurnir með poppstjörnunnii Nicki Minaj. Þeir hafa einnig unnið með upptökustjóranum Mike WiLL sem er mjög þekktur í rapp- og poppbransanum Vestanhafs og hefur unnið með listamönnum á borð Jay-Z, Miley Cyrus og Rihanna. Bræðurnir hafa einnig unnið með Óskarsverðlaunarapparanum Juicy J.Svalur SlimJimmy kann sitt fag. Rae Sremmurd nýtur fáheyrðra vinsælda á myndbands- og tónlistarveitum á netinu.„Tónleikarnir verða 27. ágúst, sem er fimmtudagur. Þetta er frábær dagsetning og við ætlum að búa til frábæra stemningu,“ segir Ísleifur og bætir við: „Við munum búa til eins konar tónleikahátíð sem verður í eitt kvöld. Stórar íslenskar hljómsveitir munu spila sama kvöld. Við vitum að Rae Sremmurd er vinsæl hjá ungu kynslóðinni og erum ákaflega ánægð að geta veitt henni tækifæri á að fara á svona alvöru tónleika. Unga kynslóðin gleymist nefnilega stundum, því margir tónlistarmenn sem koma hingað höfða betur til þeirra eldri. En hérna erum við að fá sveit sem er að toppa núna og höfðar til ungs fólks. Við ætlum líka að stilla miðaverði í hóf, þannig að allir geti notið." Hér að neðan má sjá myndböndin við No Flex Zone og Throw Sum Mo.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira