Tónlistarhátíðin Secret Solstice er sem stendur í fimmta sæti á lista yfir bestu tónlistarhátíðir í heimi hjá FEST 300.
FEST 300 heldur úti blaði og vefsíðu og fjallar miðillinn um vinsælustu og skemmtilegustu tónlistarhátíðir í heiminum.
Nú stendur yfir kosning um bestu hátíðina og er hægt að kjósa hér. Secret Solstice hefur farið fram í Laugardalnum tvö ár í röð og mun þriðja hátíðin fara fram um næsta sumar. Vel hefur tekist til í bæði skiptin og virðist hátíðin vaxa vel með árunum.

