Sjómenn vilja láta sverfa til stáls sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. desember 2015 11:58 "Á einhverjum tímapunkti, fá menn nóg af þessu og þá líka vegna grímulausra hótana útgerðanna um að ef menn standi á rétti sínum þá verði þeir bara reknir. Þetta gengur ekkert svona.“ vísir/vilhelm Staðan í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarinnar er grafalvarleg, að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir flest benda til þess að sjómenn grípi til aðgerða á næsta ári, takist ekki samningar. Útgerðirnar megi ekki komast upp með að hóta fólki uppsögnum, standi það á rétti sínum.Verkfall möguleiki „Ég er búinn að fara á nokkra fundi núna víða um land. Mér heyrist á mönnum að þeir séu búnir að fá upp í kok af þessu og vilji láta sverfa til stáls. En það kemur betur í ljós eftir áramót þegar við förum af stað með skoðanakönnun um hvort gripið verði til aðgerða. Það eru þrír möguleikar í stöðunni; óbreytt ástand, semja um það sem þeir buðu okkur, það er hækkun kauptryggingar og sá þriðji er að fara í verkfall,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 1. janúar 2011. Deiluaðilar, samtök sjómanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), hafa reglulega fundað en samningaviðræður hófust fyrir alvöru nú í haust. Úr þeim slitnaði þó 4. desember síðastliðinn og ekki hefur verið boðað til nýs fundar.Ekki samþykkt undir nokkrum kringumstæðum Valmundur segir SFS hafa lagt fram ákveðnar kröfur, sem séu með öllu óásættanlegar. Þær feli meðal annars í sér aukinn frádrátt frá aflaverðmæti áður en hlutur er reiknaður vegna veiðigjalda, tryggingagjalds og kolefnisgjalds. Þá verði þátttaka sjómanna í olíukostnaði aukin, sem og þátttaka sjómanna í kostnaði við slysatryggingu, lækkun fæðispeninga, og að endurskoðun á ákvæði um löndun á uppsjávarfiski, þannig að sjómenn landi sjálfir, svo fá eitt sé nefnt.Valmundur segir verkfall vel koma til greina.vísir/ernir„Við munum ekki undir nokkrum kringumstæðum samþykkja þessar kröfur og þess vegna teljum við að það hafi slitnað upp úr. Þessi samningur snýst nánast ekki um neitt og þess vegna getum við ekki farið með hann út til félaganna, einhvern samning sem við getum ekki mælt með,“ segir Valmundur. Þá vill SFS jafnframt að heimilt verði að ráða áhafnarmeðlimi á öðrum kjörum en aflahlut, til dæmis vegna vinnslu á aukaafurðum. Auk þess megi ráða skipverja á hálfum hlut og reynslulausa skipverja á önnur kjör en hlutaskipti. „Þetta er óásættanlegt að okkar mati. Fyrir mörgum árum síðan var þetta bannað, að ráða menn á hálfum hlut, því menn misnotuðu þetta. Ef það ætti að ráða á hálfan hlut þá væru menn bara á hálfum hlut. Það er bara þannig. Þetta þýðir náttúrulega bara það að þá væri verið að rústa þessu kerfi sem við erum að vinna eftir. Þetta er ekki einu sinni umsemjanlegt að okkar mati, ekki einu sinni í skiptum fyrir neitt.“Sífelldar hótanir útgerðanna Valmundur segir þessar kröfur SFS sæta mikilli furðu og að þær séu til þess fallnar að skapa ósætti og gremju meðal sjómanna. „Við ákváðum í upphafi að leggja stóru málin til hliðar og ræða það sem við héldum að við værum sammála um. Við vorum síðan ekkert sammála og í raun máttum ekki ræða það. Okkur finnst við hafa verið dregnir á asnaeyrunum allt haustið í þessum viðræðum og að það sé verið að ota okkur í aðgerðir sem endar örugglega með því að menn munu fara í einhverjar aðgerðir til að ná einhverri stöðu í kjarabaráttunni,“ segir hann. Menn séu orðnir langþreyttir, sérstaklega á sífelldum hótunum útgerðanna. „Síðast þegar við fórum í verkfall þá voru sett á okkur lög. Það fór fyrir kjaradóm sem menn eru enn að bíta úr nálinni með. En einhvern tímann, á einhverjum tímapunkti, fá menn nóg af þessu og þá líka vegna grímulausra hótana útgerðanna um að ef menn standi á rétti sínum þá verði þeir bara reknir. Þetta gengur ekkert svona.“ Verkfall 2016 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarinnar er grafalvarleg, að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir flest benda til þess að sjómenn grípi til aðgerða á næsta ári, takist ekki samningar. Útgerðirnar megi ekki komast upp með að hóta fólki uppsögnum, standi það á rétti sínum.Verkfall möguleiki „Ég er búinn að fara á nokkra fundi núna víða um land. Mér heyrist á mönnum að þeir séu búnir að fá upp í kok af þessu og vilji láta sverfa til stáls. En það kemur betur í ljós eftir áramót þegar við förum af stað með skoðanakönnun um hvort gripið verði til aðgerða. Það eru þrír möguleikar í stöðunni; óbreytt ástand, semja um það sem þeir buðu okkur, það er hækkun kauptryggingar og sá þriðji er að fara í verkfall,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 1. janúar 2011. Deiluaðilar, samtök sjómanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), hafa reglulega fundað en samningaviðræður hófust fyrir alvöru nú í haust. Úr þeim slitnaði þó 4. desember síðastliðinn og ekki hefur verið boðað til nýs fundar.Ekki samþykkt undir nokkrum kringumstæðum Valmundur segir SFS hafa lagt fram ákveðnar kröfur, sem séu með öllu óásættanlegar. Þær feli meðal annars í sér aukinn frádrátt frá aflaverðmæti áður en hlutur er reiknaður vegna veiðigjalda, tryggingagjalds og kolefnisgjalds. Þá verði þátttaka sjómanna í olíukostnaði aukin, sem og þátttaka sjómanna í kostnaði við slysatryggingu, lækkun fæðispeninga, og að endurskoðun á ákvæði um löndun á uppsjávarfiski, þannig að sjómenn landi sjálfir, svo fá eitt sé nefnt.Valmundur segir verkfall vel koma til greina.vísir/ernir„Við munum ekki undir nokkrum kringumstæðum samþykkja þessar kröfur og þess vegna teljum við að það hafi slitnað upp úr. Þessi samningur snýst nánast ekki um neitt og þess vegna getum við ekki farið með hann út til félaganna, einhvern samning sem við getum ekki mælt með,“ segir Valmundur. Þá vill SFS jafnframt að heimilt verði að ráða áhafnarmeðlimi á öðrum kjörum en aflahlut, til dæmis vegna vinnslu á aukaafurðum. Auk þess megi ráða skipverja á hálfum hlut og reynslulausa skipverja á önnur kjör en hlutaskipti. „Þetta er óásættanlegt að okkar mati. Fyrir mörgum árum síðan var þetta bannað, að ráða menn á hálfum hlut, því menn misnotuðu þetta. Ef það ætti að ráða á hálfan hlut þá væru menn bara á hálfum hlut. Það er bara þannig. Þetta þýðir náttúrulega bara það að þá væri verið að rústa þessu kerfi sem við erum að vinna eftir. Þetta er ekki einu sinni umsemjanlegt að okkar mati, ekki einu sinni í skiptum fyrir neitt.“Sífelldar hótanir útgerðanna Valmundur segir þessar kröfur SFS sæta mikilli furðu og að þær séu til þess fallnar að skapa ósætti og gremju meðal sjómanna. „Við ákváðum í upphafi að leggja stóru málin til hliðar og ræða það sem við héldum að við værum sammála um. Við vorum síðan ekkert sammála og í raun máttum ekki ræða það. Okkur finnst við hafa verið dregnir á asnaeyrunum allt haustið í þessum viðræðum og að það sé verið að ota okkur í aðgerðir sem endar örugglega með því að menn munu fara í einhverjar aðgerðir til að ná einhverri stöðu í kjarabaráttunni,“ segir hann. Menn séu orðnir langþreyttir, sérstaklega á sífelldum hótunum útgerðanna. „Síðast þegar við fórum í verkfall þá voru sett á okkur lög. Það fór fyrir kjaradóm sem menn eru enn að bíta úr nálinni með. En einhvern tímann, á einhverjum tímapunkti, fá menn nóg af þessu og þá líka vegna grímulausra hótana útgerðanna um að ef menn standi á rétti sínum þá verði þeir bara reknir. Þetta gengur ekkert svona.“
Verkfall 2016 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira