Frændur í fangelsi fyrir nauðgun: Reyndur hjúkrunarfræðingur aldrei séð eins slæma áverka á kynfærum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2015 16:23 Maðurinn og konan hittust á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á sextugsaldri, frændurnir Vojislav Velemir og Velemir Dusko, hafa verið dæmdir í fjögurra og þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og hlutdeild í nauðgun á heimili þeirra í Reykjavík í nóvember 2013. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá voru þeir dæmdir til að greiða konunni sem þeir brutu á eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Vojislav var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa reynt að hafa við hana endaþarmsmök.Hittust á skemmtistað Frásögn konunnar fyrir dómi var á þann veg að hún hefði hitt Vojislav á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún var að skemmta sér með vinkonu sinni. Hún hafði verið með áfengi við hönd en þó ekki mikið ölvuð. Næst mundi hún eftir sér í eldhúsi á heimili mannsins þar sem hún var að drekka bjór sem hún gerði allajafna ekki. Aftur hefði verið eins og slokknað hefði á henni og næst var hún nakin í rúmi með Vojislav sem hefði reynt að þröngva sér inn í hana. Hún hefði beðið hann um að hætta en þá hefði hann kallað á tungumáli sem hún skildi ekki og annar maður, hinn ákærði Velemir Dusko, birst. Hann hefði hún ekki séð áður. Velemir hafi haldið um upphandleggi hennar á meðan Vojislav hafði við hana samræði. Hún sagðist hafa reynt að berjast á móti með líkama sínum og höndum en gefist upp og allt hefði slokknað aftur. Sagði hún Vojislav hafa reynt að hafa við sig endaþarmsmök en það hefði ekki tekist. Næst sagðist hún muna eftir sér er hún var sofandi við hlið Vojislav og lá þar þangað til hann vaknaði. Hún hefði þegið kaffi og skrifað nafn sitt og símanúmer á blað af hræðslu við ákærða. Hún sagðist hafa viljað fara en ekki fengið leyfi til þess fyrr en um klukkustund síðar. Hún hefði tekið leigubíl heim og leitað á neyðarmóttöku síðar um daginn.Sagði konuna hafa verið sátta Vojislav bar við að hann hefði hitt konuna á skemmtistað og hún hefði sýnt honum áhuga, beðið um drykk og viljað dansa við hann. Hún hefði meðal annars dottið illa á bakið á dansgólfinu. Eftir töluverð samskipti þar sem hann hefði endurtekið sagst ætla að halda heim hafi hún sagst vilja fylgja honum. Hann hefði viljað ganga en hún vildi taka leigubíl. Ákærði sagðist ekki hafa verið ölvaður frekar en konan. Þau hefðu fengið sér að borða á heimili hans og hann svo lagst alklæddur upp í rúm. Hún hefði haft frumkvæði að atlotum þeirra og þau síðan elskast. Ekkert hefði gerst þeirra á milli sem gæti útskýrt áverka sem fundust og sáust á konunni á neyðarmóttöku síðar um daginn. Á engum tímapunkti hefði Velemir komið inn í herbergið. Þau hefðu svo skilið sátt um morguninn og rætt um að vera í sambandi. Hann hefði reynt að hringja og senda sms en ekki fengið nein svör.Framburður frændanna samhljóma Framburður Velemir var í samræmi við framburð frænda hans. Hann hefði heyrt þau koma heim og þar sem veggirnir í íbúðinni væru þunnir hefði hann heyrt í þeim í svefnherberginu. Það hefði hljómað eins og venjulegt kynlíf. Hann hefði aldrei farið inn í herbergið. Daginn eftir hefði hann rekist á konuna í íbúðinni, boðið góðan daginn og hún gert slíkt hið sama. Hann hafi séð þau ræða saman fyrir utan íbúðina um morguninn og skiljast með kossi sem samræmdist frásögn Vojislav.Var skrýtin í símann Vinkona konunnar sem var með henni á skemmtistaðnum sagði hana hafa hitt þar mann, dansað við hann og farið út að reykja. Augljóst hafi verið að vel fór á með þeim og ekkert sem benti til þess að hann væri ágengur. Hún sagði vinkonuna ekki hafa verið undir miklum áhrifum áfengis. Þegar hún fór heim skimaðist hún um eftir vinkonu sinni en sá ekki. Þegar hún kom heim hefði konan hringt í sig og verið skrýtin í símanum. Hún hefði sagst vera enn í bænum, væri enn með manninum og sagðist ætla að fara heim með honum. Brotaþoli hefði svarað öllum spurningum vinkonunnar játandi sem væri mjög ólíkt henni. Vinkonan sagðist hafa lagt mjög hart að konunni að leggja fram kæru en hún hefði ekki viljað það í fyrstu. Kæra var lögð fram tveimur og hálfum mánuði eftir brotin.Miklir áverkar á kynfærum Læknir á neyðarmóttöku staðfesti að áverkar hefðu verið bæði á vinstri upphandlegg og marblettir á þeim hægri. Um fingraför gæti hafa verið að ræða en áverkarnir komu heim og saman við frásögn konunnar um hvernig henni var haldið. Þá sagði læknirinn að konan hefði borið áverka á kynfærum sem ekki væri algengt að sjá á fórnarlömbum nauðgana. Þeir kæmu heim og saman við lýsingar konunnar á málavöxtum. Undir þetta tók hjúkrunarfræðingur á vakt sem sagðist hafa komið að mörgum nauðgunarmálum en aldrei séð svo mikla áverka á kynfærum kvenna og hún sá á brotaþola.Óvenju gróft brot Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að frásögn konunnar hefði verið afar trúverðug og framburður hennar nyti stuðnings af gögnum málsins og vitnisburði. Framburður hennar fyrir dómi hafi í meginatriðum verið samhljóða skýrslu hjá lögreglu. Þá þótti dóminum það auka á trúverðugleika brotaþola að þótt hún kærði ekki fyrr en tveimur og hálfum mánuði eftir atburðinn hefði hún þegar í kjölfar hans skýrt frá honum á sama hátt. Þótt því sannað að Vojislav hefði nauðgað henni en hann sýknaður af því að hafa reynt að hafa við hana endaþarmsmök þar sem engin slík merki hefði verið að finna á konunni. Gegn neitun Vojislav væri það því ósannað. Velemir var sakfelldur fyrir hlutdeild í nauðguninni. Í niðurstöðu dómsins kemur jafnframt fram að hafa verði í huga að dæmdu voru saman um að fremja brotið. Það væri óvenju gróft og áverkar brotaþola verulegir, bæði andlegir og líkamlegir. Refsing Vojislav var því ákveðin hæfileg fjögur ár en refsing Velemir þrjú ár. Þá voru þeir dæmdir til að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur.Dóminn í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Tveir karlmenn á sextugsaldri, frændurnir Vojislav Velemir og Velemir Dusko, hafa verið dæmdir í fjögurra og þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og hlutdeild í nauðgun á heimili þeirra í Reykjavík í nóvember 2013. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá voru þeir dæmdir til að greiða konunni sem þeir brutu á eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Vojislav var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa reynt að hafa við hana endaþarmsmök.Hittust á skemmtistað Frásögn konunnar fyrir dómi var á þann veg að hún hefði hitt Vojislav á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún var að skemmta sér með vinkonu sinni. Hún hafði verið með áfengi við hönd en þó ekki mikið ölvuð. Næst mundi hún eftir sér í eldhúsi á heimili mannsins þar sem hún var að drekka bjór sem hún gerði allajafna ekki. Aftur hefði verið eins og slokknað hefði á henni og næst var hún nakin í rúmi með Vojislav sem hefði reynt að þröngva sér inn í hana. Hún hefði beðið hann um að hætta en þá hefði hann kallað á tungumáli sem hún skildi ekki og annar maður, hinn ákærði Velemir Dusko, birst. Hann hefði hún ekki séð áður. Velemir hafi haldið um upphandleggi hennar á meðan Vojislav hafði við hana samræði. Hún sagðist hafa reynt að berjast á móti með líkama sínum og höndum en gefist upp og allt hefði slokknað aftur. Sagði hún Vojislav hafa reynt að hafa við sig endaþarmsmök en það hefði ekki tekist. Næst sagðist hún muna eftir sér er hún var sofandi við hlið Vojislav og lá þar þangað til hann vaknaði. Hún hefði þegið kaffi og skrifað nafn sitt og símanúmer á blað af hræðslu við ákærða. Hún sagðist hafa viljað fara en ekki fengið leyfi til þess fyrr en um klukkustund síðar. Hún hefði tekið leigubíl heim og leitað á neyðarmóttöku síðar um daginn.Sagði konuna hafa verið sátta Vojislav bar við að hann hefði hitt konuna á skemmtistað og hún hefði sýnt honum áhuga, beðið um drykk og viljað dansa við hann. Hún hefði meðal annars dottið illa á bakið á dansgólfinu. Eftir töluverð samskipti þar sem hann hefði endurtekið sagst ætla að halda heim hafi hún sagst vilja fylgja honum. Hann hefði viljað ganga en hún vildi taka leigubíl. Ákærði sagðist ekki hafa verið ölvaður frekar en konan. Þau hefðu fengið sér að borða á heimili hans og hann svo lagst alklæddur upp í rúm. Hún hefði haft frumkvæði að atlotum þeirra og þau síðan elskast. Ekkert hefði gerst þeirra á milli sem gæti útskýrt áverka sem fundust og sáust á konunni á neyðarmóttöku síðar um daginn. Á engum tímapunkti hefði Velemir komið inn í herbergið. Þau hefðu svo skilið sátt um morguninn og rætt um að vera í sambandi. Hann hefði reynt að hringja og senda sms en ekki fengið nein svör.Framburður frændanna samhljóma Framburður Velemir var í samræmi við framburð frænda hans. Hann hefði heyrt þau koma heim og þar sem veggirnir í íbúðinni væru þunnir hefði hann heyrt í þeim í svefnherberginu. Það hefði hljómað eins og venjulegt kynlíf. Hann hefði aldrei farið inn í herbergið. Daginn eftir hefði hann rekist á konuna í íbúðinni, boðið góðan daginn og hún gert slíkt hið sama. Hann hafi séð þau ræða saman fyrir utan íbúðina um morguninn og skiljast með kossi sem samræmdist frásögn Vojislav.Var skrýtin í símann Vinkona konunnar sem var með henni á skemmtistaðnum sagði hana hafa hitt þar mann, dansað við hann og farið út að reykja. Augljóst hafi verið að vel fór á með þeim og ekkert sem benti til þess að hann væri ágengur. Hún sagði vinkonuna ekki hafa verið undir miklum áhrifum áfengis. Þegar hún fór heim skimaðist hún um eftir vinkonu sinni en sá ekki. Þegar hún kom heim hefði konan hringt í sig og verið skrýtin í símanum. Hún hefði sagst vera enn í bænum, væri enn með manninum og sagðist ætla að fara heim með honum. Brotaþoli hefði svarað öllum spurningum vinkonunnar játandi sem væri mjög ólíkt henni. Vinkonan sagðist hafa lagt mjög hart að konunni að leggja fram kæru en hún hefði ekki viljað það í fyrstu. Kæra var lögð fram tveimur og hálfum mánuði eftir brotin.Miklir áverkar á kynfærum Læknir á neyðarmóttöku staðfesti að áverkar hefðu verið bæði á vinstri upphandlegg og marblettir á þeim hægri. Um fingraför gæti hafa verið að ræða en áverkarnir komu heim og saman við frásögn konunnar um hvernig henni var haldið. Þá sagði læknirinn að konan hefði borið áverka á kynfærum sem ekki væri algengt að sjá á fórnarlömbum nauðgana. Þeir kæmu heim og saman við lýsingar konunnar á málavöxtum. Undir þetta tók hjúkrunarfræðingur á vakt sem sagðist hafa komið að mörgum nauðgunarmálum en aldrei séð svo mikla áverka á kynfærum kvenna og hún sá á brotaþola.Óvenju gróft brot Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að frásögn konunnar hefði verið afar trúverðug og framburður hennar nyti stuðnings af gögnum málsins og vitnisburði. Framburður hennar fyrir dómi hafi í meginatriðum verið samhljóða skýrslu hjá lögreglu. Þá þótti dóminum það auka á trúverðugleika brotaþola að þótt hún kærði ekki fyrr en tveimur og hálfum mánuði eftir atburðinn hefði hún þegar í kjölfar hans skýrt frá honum á sama hátt. Þótt því sannað að Vojislav hefði nauðgað henni en hann sýknaður af því að hafa reynt að hafa við hana endaþarmsmök þar sem engin slík merki hefði verið að finna á konunni. Gegn neitun Vojislav væri það því ósannað. Velemir var sakfelldur fyrir hlutdeild í nauðguninni. Í niðurstöðu dómsins kemur jafnframt fram að hafa verði í huga að dæmdu voru saman um að fremja brotið. Það væri óvenju gróft og áverkar brotaþola verulegir, bæði andlegir og líkamlegir. Refsing Vojislav var því ákveðin hæfileg fjögur ár en refsing Velemir þrjú ár. Þá voru þeir dæmdir til að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur.Dóminn í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira