Nýtt fangelsi léttir á neyðarástandi í fangelsismálum Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2015 19:20 Neyðarástand ríkir í fangelsismálum á Íslandi vegna skorts á fangelsum og rekstrarfé til Fangelsismálastofnunar sem skorið hefur verið niður um fjórðung frá hruni. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður mesta bylting í fangelsismálum landsins frá árinu 1874 að sögn fangelsismálastjóra. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er nú óðum að taka á sig sína endanlegu mynd en þar verður aðstaða fyrir 56 fanga. Það hefur verið beðið eftir nýju fangelsi á Íslandi áratugum saman en ef fjárveitingarvaldið stendur við sitt fer að styttast í að fangelsið á Hólmsheiði verði fullbúið.Verður þetta fangelsi í anda Bastians bæjarfógeta eða Alcatraz Íslands?„Nei, þetta verður fangelsi þar sem betrun er höfð í fyrirrúmi. Steinsteypa er ekki betrun en hún er nauðsynlegur partur af henni. Meðal annars vegna þess er hér heimsóknaríbúð. Þannig að börn fanga geta dvalið hér í lengri tíma með mömmu eða pabba,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Þörfin á úrbótum í fangelsismálum er mikil og hefur ágerst með árunum. Þannig hefur lélegu kvennafangelsi í Kópavogi nýlega verið lokað vegna fjárskorts. „Nú erum við í kvennaálmunni, þeirri álmu sem fyrst verður tekin í notkun. Væntanlega í byrjun næsta árs,“ segir Páll en hann hlakkar greinilega til að geta nýtt hana.En þar er hálfgert neyðarástand í þeim efnum núna?„Já, það er neyðarástand. Það er ekki hægt að neita því. Við þurftum að loka kvennafangelsinu fyrr vegna niðurskurðar en þetta er bara raunveruleikinn í dag.“ Á Hólmsheiði verður fullkomin aðstaða fyrir bæði kvenfanga, almenna fanga og gæsluvarðhaldsfanga með góðri aðstöðu fyrir lögreglu og fangaverði sem og þá sem heimsækja fangana. En þörfin er mikil, bæði rekstrarlega og varðandi fjölda fangarýma í landinu.Eruð þið ekki að fá það rekstrarfé sem þarf og hefur þurft á undanförnum árum?„Nei ég treysti mér til að fullyrða það,“ segir Páll. „Við erum búin að skera niður um 25 prósent frá hruni og þetta fangelsi leysir af 25 manna fangelsi og hér verða 56 fangar. Þannig að það segir sig sjálft að það kostar meira.“ Og það eru margir sem bíða refsivistar á Íslandi. Það er kannski ekki hægt að orða það örðuvísi á mannamáli en að biðlistinn sé okkur sem þjóð eiginlega til skammar, er það ekki?„Jú,“ svarar Páll og bætir við að nú séu 450 manns að bíða refsivistar. Þá segir hann að fjölga þurfi öðrum refsiúrræðum en nýja fangelsið verði alger bylting. „Þetta er alger bylting og í rauninni eitt stærsta skref fram á við í íslensku fangelsiskerfi síðan árið 1874,“ segir Páll. Tengdar fréttir Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00 Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00 Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Neyðarástand ríkir í fangelsismálum á Íslandi vegna skorts á fangelsum og rekstrarfé til Fangelsismálastofnunar sem skorið hefur verið niður um fjórðung frá hruni. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður mesta bylting í fangelsismálum landsins frá árinu 1874 að sögn fangelsismálastjóra. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er nú óðum að taka á sig sína endanlegu mynd en þar verður aðstaða fyrir 56 fanga. Það hefur verið beðið eftir nýju fangelsi á Íslandi áratugum saman en ef fjárveitingarvaldið stendur við sitt fer að styttast í að fangelsið á Hólmsheiði verði fullbúið.Verður þetta fangelsi í anda Bastians bæjarfógeta eða Alcatraz Íslands?„Nei, þetta verður fangelsi þar sem betrun er höfð í fyrirrúmi. Steinsteypa er ekki betrun en hún er nauðsynlegur partur af henni. Meðal annars vegna þess er hér heimsóknaríbúð. Þannig að börn fanga geta dvalið hér í lengri tíma með mömmu eða pabba,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Þörfin á úrbótum í fangelsismálum er mikil og hefur ágerst með árunum. Þannig hefur lélegu kvennafangelsi í Kópavogi nýlega verið lokað vegna fjárskorts. „Nú erum við í kvennaálmunni, þeirri álmu sem fyrst verður tekin í notkun. Væntanlega í byrjun næsta árs,“ segir Páll en hann hlakkar greinilega til að geta nýtt hana.En þar er hálfgert neyðarástand í þeim efnum núna?„Já, það er neyðarástand. Það er ekki hægt að neita því. Við þurftum að loka kvennafangelsinu fyrr vegna niðurskurðar en þetta er bara raunveruleikinn í dag.“ Á Hólmsheiði verður fullkomin aðstaða fyrir bæði kvenfanga, almenna fanga og gæsluvarðhaldsfanga með góðri aðstöðu fyrir lögreglu og fangaverði sem og þá sem heimsækja fangana. En þörfin er mikil, bæði rekstrarlega og varðandi fjölda fangarýma í landinu.Eruð þið ekki að fá það rekstrarfé sem þarf og hefur þurft á undanförnum árum?„Nei ég treysti mér til að fullyrða það,“ segir Páll. „Við erum búin að skera niður um 25 prósent frá hruni og þetta fangelsi leysir af 25 manna fangelsi og hér verða 56 fangar. Þannig að það segir sig sjálft að það kostar meira.“ Og það eru margir sem bíða refsivistar á Íslandi. Það er kannski ekki hægt að orða það örðuvísi á mannamáli en að biðlistinn sé okkur sem þjóð eiginlega til skammar, er það ekki?„Jú,“ svarar Páll og bætir við að nú séu 450 manns að bíða refsivistar. Þá segir hann að fjölga þurfi öðrum refsiúrræðum en nýja fangelsið verði alger bylting. „Þetta er alger bylting og í rauninni eitt stærsta skref fram á við í íslensku fangelsiskerfi síðan árið 1874,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00 Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00 Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00
Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00
Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20