Nýtt fangelsi léttir á neyðarástandi í fangelsismálum Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2015 19:20 Neyðarástand ríkir í fangelsismálum á Íslandi vegna skorts á fangelsum og rekstrarfé til Fangelsismálastofnunar sem skorið hefur verið niður um fjórðung frá hruni. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður mesta bylting í fangelsismálum landsins frá árinu 1874 að sögn fangelsismálastjóra. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er nú óðum að taka á sig sína endanlegu mynd en þar verður aðstaða fyrir 56 fanga. Það hefur verið beðið eftir nýju fangelsi á Íslandi áratugum saman en ef fjárveitingarvaldið stendur við sitt fer að styttast í að fangelsið á Hólmsheiði verði fullbúið.Verður þetta fangelsi í anda Bastians bæjarfógeta eða Alcatraz Íslands?„Nei, þetta verður fangelsi þar sem betrun er höfð í fyrirrúmi. Steinsteypa er ekki betrun en hún er nauðsynlegur partur af henni. Meðal annars vegna þess er hér heimsóknaríbúð. Þannig að börn fanga geta dvalið hér í lengri tíma með mömmu eða pabba,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Þörfin á úrbótum í fangelsismálum er mikil og hefur ágerst með árunum. Þannig hefur lélegu kvennafangelsi í Kópavogi nýlega verið lokað vegna fjárskorts. „Nú erum við í kvennaálmunni, þeirri álmu sem fyrst verður tekin í notkun. Væntanlega í byrjun næsta árs,“ segir Páll en hann hlakkar greinilega til að geta nýtt hana.En þar er hálfgert neyðarástand í þeim efnum núna?„Já, það er neyðarástand. Það er ekki hægt að neita því. Við þurftum að loka kvennafangelsinu fyrr vegna niðurskurðar en þetta er bara raunveruleikinn í dag.“ Á Hólmsheiði verður fullkomin aðstaða fyrir bæði kvenfanga, almenna fanga og gæsluvarðhaldsfanga með góðri aðstöðu fyrir lögreglu og fangaverði sem og þá sem heimsækja fangana. En þörfin er mikil, bæði rekstrarlega og varðandi fjölda fangarýma í landinu.Eruð þið ekki að fá það rekstrarfé sem þarf og hefur þurft á undanförnum árum?„Nei ég treysti mér til að fullyrða það,“ segir Páll. „Við erum búin að skera niður um 25 prósent frá hruni og þetta fangelsi leysir af 25 manna fangelsi og hér verða 56 fangar. Þannig að það segir sig sjálft að það kostar meira.“ Og það eru margir sem bíða refsivistar á Íslandi. Það er kannski ekki hægt að orða það örðuvísi á mannamáli en að biðlistinn sé okkur sem þjóð eiginlega til skammar, er það ekki?„Jú,“ svarar Páll og bætir við að nú séu 450 manns að bíða refsivistar. Þá segir hann að fjölga þurfi öðrum refsiúrræðum en nýja fangelsið verði alger bylting. „Þetta er alger bylting og í rauninni eitt stærsta skref fram á við í íslensku fangelsiskerfi síðan árið 1874,“ segir Páll. Tengdar fréttir Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00 Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00 Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Neyðarástand ríkir í fangelsismálum á Íslandi vegna skorts á fangelsum og rekstrarfé til Fangelsismálastofnunar sem skorið hefur verið niður um fjórðung frá hruni. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður mesta bylting í fangelsismálum landsins frá árinu 1874 að sögn fangelsismálastjóra. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er nú óðum að taka á sig sína endanlegu mynd en þar verður aðstaða fyrir 56 fanga. Það hefur verið beðið eftir nýju fangelsi á Íslandi áratugum saman en ef fjárveitingarvaldið stendur við sitt fer að styttast í að fangelsið á Hólmsheiði verði fullbúið.Verður þetta fangelsi í anda Bastians bæjarfógeta eða Alcatraz Íslands?„Nei, þetta verður fangelsi þar sem betrun er höfð í fyrirrúmi. Steinsteypa er ekki betrun en hún er nauðsynlegur partur af henni. Meðal annars vegna þess er hér heimsóknaríbúð. Þannig að börn fanga geta dvalið hér í lengri tíma með mömmu eða pabba,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Þörfin á úrbótum í fangelsismálum er mikil og hefur ágerst með árunum. Þannig hefur lélegu kvennafangelsi í Kópavogi nýlega verið lokað vegna fjárskorts. „Nú erum við í kvennaálmunni, þeirri álmu sem fyrst verður tekin í notkun. Væntanlega í byrjun næsta árs,“ segir Páll en hann hlakkar greinilega til að geta nýtt hana.En þar er hálfgert neyðarástand í þeim efnum núna?„Já, það er neyðarástand. Það er ekki hægt að neita því. Við þurftum að loka kvennafangelsinu fyrr vegna niðurskurðar en þetta er bara raunveruleikinn í dag.“ Á Hólmsheiði verður fullkomin aðstaða fyrir bæði kvenfanga, almenna fanga og gæsluvarðhaldsfanga með góðri aðstöðu fyrir lögreglu og fangaverði sem og þá sem heimsækja fangana. En þörfin er mikil, bæði rekstrarlega og varðandi fjölda fangarýma í landinu.Eruð þið ekki að fá það rekstrarfé sem þarf og hefur þurft á undanförnum árum?„Nei ég treysti mér til að fullyrða það,“ segir Páll. „Við erum búin að skera niður um 25 prósent frá hruni og þetta fangelsi leysir af 25 manna fangelsi og hér verða 56 fangar. Þannig að það segir sig sjálft að það kostar meira.“ Og það eru margir sem bíða refsivistar á Íslandi. Það er kannski ekki hægt að orða það örðuvísi á mannamáli en að biðlistinn sé okkur sem þjóð eiginlega til skammar, er það ekki?„Jú,“ svarar Páll og bætir við að nú séu 450 manns að bíða refsivistar. Þá segir hann að fjölga þurfi öðrum refsiúrræðum en nýja fangelsið verði alger bylting. „Þetta er alger bylting og í rauninni eitt stærsta skref fram á við í íslensku fangelsiskerfi síðan árið 1874,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00 Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00 Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00
Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00
Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20