Nýtt fangelsi léttir á neyðarástandi í fangelsismálum Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2015 19:20 Neyðarástand ríkir í fangelsismálum á Íslandi vegna skorts á fangelsum og rekstrarfé til Fangelsismálastofnunar sem skorið hefur verið niður um fjórðung frá hruni. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður mesta bylting í fangelsismálum landsins frá árinu 1874 að sögn fangelsismálastjóra. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er nú óðum að taka á sig sína endanlegu mynd en þar verður aðstaða fyrir 56 fanga. Það hefur verið beðið eftir nýju fangelsi á Íslandi áratugum saman en ef fjárveitingarvaldið stendur við sitt fer að styttast í að fangelsið á Hólmsheiði verði fullbúið.Verður þetta fangelsi í anda Bastians bæjarfógeta eða Alcatraz Íslands?„Nei, þetta verður fangelsi þar sem betrun er höfð í fyrirrúmi. Steinsteypa er ekki betrun en hún er nauðsynlegur partur af henni. Meðal annars vegna þess er hér heimsóknaríbúð. Þannig að börn fanga geta dvalið hér í lengri tíma með mömmu eða pabba,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Þörfin á úrbótum í fangelsismálum er mikil og hefur ágerst með árunum. Þannig hefur lélegu kvennafangelsi í Kópavogi nýlega verið lokað vegna fjárskorts. „Nú erum við í kvennaálmunni, þeirri álmu sem fyrst verður tekin í notkun. Væntanlega í byrjun næsta árs,“ segir Páll en hann hlakkar greinilega til að geta nýtt hana.En þar er hálfgert neyðarástand í þeim efnum núna?„Já, það er neyðarástand. Það er ekki hægt að neita því. Við þurftum að loka kvennafangelsinu fyrr vegna niðurskurðar en þetta er bara raunveruleikinn í dag.“ Á Hólmsheiði verður fullkomin aðstaða fyrir bæði kvenfanga, almenna fanga og gæsluvarðhaldsfanga með góðri aðstöðu fyrir lögreglu og fangaverði sem og þá sem heimsækja fangana. En þörfin er mikil, bæði rekstrarlega og varðandi fjölda fangarýma í landinu.Eruð þið ekki að fá það rekstrarfé sem þarf og hefur þurft á undanförnum árum?„Nei ég treysti mér til að fullyrða það,“ segir Páll. „Við erum búin að skera niður um 25 prósent frá hruni og þetta fangelsi leysir af 25 manna fangelsi og hér verða 56 fangar. Þannig að það segir sig sjálft að það kostar meira.“ Og það eru margir sem bíða refsivistar á Íslandi. Það er kannski ekki hægt að orða það örðuvísi á mannamáli en að biðlistinn sé okkur sem þjóð eiginlega til skammar, er það ekki?„Jú,“ svarar Páll og bætir við að nú séu 450 manns að bíða refsivistar. Þá segir hann að fjölga þurfi öðrum refsiúrræðum en nýja fangelsið verði alger bylting. „Þetta er alger bylting og í rauninni eitt stærsta skref fram á við í íslensku fangelsiskerfi síðan árið 1874,“ segir Páll. Tengdar fréttir Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00 Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00 Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Neyðarástand ríkir í fangelsismálum á Íslandi vegna skorts á fangelsum og rekstrarfé til Fangelsismálastofnunar sem skorið hefur verið niður um fjórðung frá hruni. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður mesta bylting í fangelsismálum landsins frá árinu 1874 að sögn fangelsismálastjóra. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er nú óðum að taka á sig sína endanlegu mynd en þar verður aðstaða fyrir 56 fanga. Það hefur verið beðið eftir nýju fangelsi á Íslandi áratugum saman en ef fjárveitingarvaldið stendur við sitt fer að styttast í að fangelsið á Hólmsheiði verði fullbúið.Verður þetta fangelsi í anda Bastians bæjarfógeta eða Alcatraz Íslands?„Nei, þetta verður fangelsi þar sem betrun er höfð í fyrirrúmi. Steinsteypa er ekki betrun en hún er nauðsynlegur partur af henni. Meðal annars vegna þess er hér heimsóknaríbúð. Þannig að börn fanga geta dvalið hér í lengri tíma með mömmu eða pabba,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Þörfin á úrbótum í fangelsismálum er mikil og hefur ágerst með árunum. Þannig hefur lélegu kvennafangelsi í Kópavogi nýlega verið lokað vegna fjárskorts. „Nú erum við í kvennaálmunni, þeirri álmu sem fyrst verður tekin í notkun. Væntanlega í byrjun næsta árs,“ segir Páll en hann hlakkar greinilega til að geta nýtt hana.En þar er hálfgert neyðarástand í þeim efnum núna?„Já, það er neyðarástand. Það er ekki hægt að neita því. Við þurftum að loka kvennafangelsinu fyrr vegna niðurskurðar en þetta er bara raunveruleikinn í dag.“ Á Hólmsheiði verður fullkomin aðstaða fyrir bæði kvenfanga, almenna fanga og gæsluvarðhaldsfanga með góðri aðstöðu fyrir lögreglu og fangaverði sem og þá sem heimsækja fangana. En þörfin er mikil, bæði rekstrarlega og varðandi fjölda fangarýma í landinu.Eruð þið ekki að fá það rekstrarfé sem þarf og hefur þurft á undanförnum árum?„Nei ég treysti mér til að fullyrða það,“ segir Páll. „Við erum búin að skera niður um 25 prósent frá hruni og þetta fangelsi leysir af 25 manna fangelsi og hér verða 56 fangar. Þannig að það segir sig sjálft að það kostar meira.“ Og það eru margir sem bíða refsivistar á Íslandi. Það er kannski ekki hægt að orða það örðuvísi á mannamáli en að biðlistinn sé okkur sem þjóð eiginlega til skammar, er það ekki?„Jú,“ svarar Páll og bætir við að nú séu 450 manns að bíða refsivistar. Þá segir hann að fjölga þurfi öðrum refsiúrræðum en nýja fangelsið verði alger bylting. „Þetta er alger bylting og í rauninni eitt stærsta skref fram á við í íslensku fangelsiskerfi síðan árið 1874,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00 Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00 Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00
Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00
Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20