Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. apríl 2015 20:00 Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð í dag fyrir hádegisfundi um stöðu fangelsismála á Íslandi undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál á Íslandi í klessu?“. Meðal frummælanda var Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Nei þau eru nú alls ekki í klessu en það er alvarlegt ástand, staðan er erfið. Það er gríðarlegt álag á þessu kerfi og hefur verið síðastliðin ár,“ segir Páll. Á fundinum mátti heyra miklar áhyggjur af stöðu fangelsismála á Íslandi. Á sama tíma og fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar hefðu verið skornar niður um 25% síðastliðin ár, hefði verkefnum stofnunarinnar fjölgað umtalsvert. „Það er Alþingi sem hefur klikkað að mínu mati. Það er aldeilis ekki okkar fagráðuneyti, þar eru menn algjörlega á tánum og vita nákvæmlega hvað við erum að gera. Þar fáum við alltaf stuðning,“ segir Páll. Þegar sakborningur hefur verið dæmdur til fangelsisrefsingar er sent út bréf þar sem sá aðili er boðaður í afplánun. Hins vegar hefur í mörgum tilvikum ekki verið hægt að taka við föngum á tilsettum tíma vegna plássleysis í fangelsum landsins. En er algengt að dómar fyrnist vegna þess að fangar komast ekki á tilsettum tíma í afplánun? „Það var ekki algengt. Það þekktist ekki en hefur verið að aukast síðastliðin ár. Þetta voru rúmlega 20 refsingar í fyrra og verður meira í ár og verður meira næstu árin." Er það ekki bagalegt ástand? „Það er bara auðvitað bara til skammar,“ segir Páll. Fyrirhugað er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi um mánaðarmótin maí-júní og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg upp úr áramótum. Um svipað leyti er fyrirhugað að taka í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Kemur opnun þessa nýja fangelsis á Hólmsheiði til með að leysa allan þennan vanda? „Neinei, við þurfum að halda áfram eðlilegri framþróun í fullnustumálum. Þetta leysir töluvert, þ.e.a.s. fjölgar um þrjátíu pláss. En það verður að hugsa þetta heildstætt,“ segir Páll Winkel. Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð í dag fyrir hádegisfundi um stöðu fangelsismála á Íslandi undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál á Íslandi í klessu?“. Meðal frummælanda var Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Nei þau eru nú alls ekki í klessu en það er alvarlegt ástand, staðan er erfið. Það er gríðarlegt álag á þessu kerfi og hefur verið síðastliðin ár,“ segir Páll. Á fundinum mátti heyra miklar áhyggjur af stöðu fangelsismála á Íslandi. Á sama tíma og fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar hefðu verið skornar niður um 25% síðastliðin ár, hefði verkefnum stofnunarinnar fjölgað umtalsvert. „Það er Alþingi sem hefur klikkað að mínu mati. Það er aldeilis ekki okkar fagráðuneyti, þar eru menn algjörlega á tánum og vita nákvæmlega hvað við erum að gera. Þar fáum við alltaf stuðning,“ segir Páll. Þegar sakborningur hefur verið dæmdur til fangelsisrefsingar er sent út bréf þar sem sá aðili er boðaður í afplánun. Hins vegar hefur í mörgum tilvikum ekki verið hægt að taka við föngum á tilsettum tíma vegna plássleysis í fangelsum landsins. En er algengt að dómar fyrnist vegna þess að fangar komast ekki á tilsettum tíma í afplánun? „Það var ekki algengt. Það þekktist ekki en hefur verið að aukast síðastliðin ár. Þetta voru rúmlega 20 refsingar í fyrra og verður meira í ár og verður meira næstu árin." Er það ekki bagalegt ástand? „Það er bara auðvitað bara til skammar,“ segir Páll. Fyrirhugað er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi um mánaðarmótin maí-júní og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg upp úr áramótum. Um svipað leyti er fyrirhugað að taka í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Kemur opnun þessa nýja fangelsis á Hólmsheiði til með að leysa allan þennan vanda? „Neinei, við þurfum að halda áfram eðlilegri framþróun í fullnustumálum. Þetta leysir töluvert, þ.e.a.s. fjölgar um þrjátíu pláss. En það verður að hugsa þetta heildstætt,“ segir Páll Winkel.
Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira