Ófremdarástand í fangelsismálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. maí 2015 07:00 Sagt er að menningarstig samfélaga megi meta út frá því hvernig þau koma fram við smæstu þegna sína. Sé sú raunin eru Íslendingar ekki endilega í góðum málum, í það minnsta verður seint sagt að okkar smæstu þegnar hafi yfir engu að kvarta. Á þetta vorum við enn minnt á dögunum þegar fregnir bárust af því að ung kona hefði verið vistuð í fangelsinu við Skólavörðustíg. Ástæðan er sú að búið er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi. Og ástæðan fyrir því er auðvitað sú sama og alltaf; sparnaðaraðgerðir. Nú getur okkur þótt hvað sem er um það fólk sem þarf að sitja inni, en sem manneskjum ber okkur að koma vel fram við meðbræður okkar og -systur. Í grunninn snýst þetta um að vera góð hvert við annað, þá verður þetta allt miklu betra. Fangar eru algjörlega upp á aðra komnir og hafa lítið um eigin aðbúnað og stöðu að segja. Einhverjum finnst það kannski bara gott á þá, þeir sem brjóti af sér eigi fátt gott skilið. En refsigleði er ógeðfelld og eins og sagt er hér að ofan ættum við að reyna að haga lífi okkar þannig að vera góð hvert við annað. Betur færi á því að við litum á fangelsisvist sem betrunarvist en refsivist, því það hlýtur að vera ákjósanlegra að fólkið sem úr fangelsunum kemur sé betra en það sem í þau fór. Um áratugaskeið hefur það verið vitað að þörf er á nýju fangelsi. Þau sem eru í notkun eru gömul og úr sér gengin og fá í verra standi en einmitt Nían við Skólavörðustíg. Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874, sama ár og Ísland fékk sína fyrstu stjórnarskrá og fagnaði þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Það er langt síðan. Enda er húsnæðið ekki boðlegt og fjölmargar athugasemdir hafa verið gerðar við það, bæði af innlendum sem erlendum aðilum. Fangar sem þar eru vistaðir þurfa að sitja í einangrun. Sem betur fer geta líklega fáir gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slík vist hefur á fólk, en einangrunarvist ætti ekki að notast nema sem algjört neyðarúrræði – ef þá. Íslendingar, sem árum ef ekki áratugum saman hafa vermt sæti ofarlega á lista yfir þjóðir sem njóta mestrar velmegunar, jafnvel eftir hrunið, hafa hins vegar ekki haft efni á að byggja nýtt fangelsi. Kannski er það af því að fangar eru ekki hávær þrýstihópur. Kannski af því að stjórnmálamenn hafa litið svo á að þeir muni ekki öðlast vinsældir út á þennan málaflokk og hafa því vanrækt hann áratugum saman. Síðustu árin hafa verið tekin ákveðin skref í þá átt að bæta ástandið. Það tókst, þó hér ríkti kreppa. Það þarf hins vegar enginn að velkjast í vafa um að nú þarf að spýta í lófana. Ef það mikla hagvaxtarskeið sem fjármálaráðherra hefur boðað er raunverulegt, gerði hann rétt í að rigga upp eins og einu almennilegu fangelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Sagt er að menningarstig samfélaga megi meta út frá því hvernig þau koma fram við smæstu þegna sína. Sé sú raunin eru Íslendingar ekki endilega í góðum málum, í það minnsta verður seint sagt að okkar smæstu þegnar hafi yfir engu að kvarta. Á þetta vorum við enn minnt á dögunum þegar fregnir bárust af því að ung kona hefði verið vistuð í fangelsinu við Skólavörðustíg. Ástæðan er sú að búið er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi. Og ástæðan fyrir því er auðvitað sú sama og alltaf; sparnaðaraðgerðir. Nú getur okkur þótt hvað sem er um það fólk sem þarf að sitja inni, en sem manneskjum ber okkur að koma vel fram við meðbræður okkar og -systur. Í grunninn snýst þetta um að vera góð hvert við annað, þá verður þetta allt miklu betra. Fangar eru algjörlega upp á aðra komnir og hafa lítið um eigin aðbúnað og stöðu að segja. Einhverjum finnst það kannski bara gott á þá, þeir sem brjóti af sér eigi fátt gott skilið. En refsigleði er ógeðfelld og eins og sagt er hér að ofan ættum við að reyna að haga lífi okkar þannig að vera góð hvert við annað. Betur færi á því að við litum á fangelsisvist sem betrunarvist en refsivist, því það hlýtur að vera ákjósanlegra að fólkið sem úr fangelsunum kemur sé betra en það sem í þau fór. Um áratugaskeið hefur það verið vitað að þörf er á nýju fangelsi. Þau sem eru í notkun eru gömul og úr sér gengin og fá í verra standi en einmitt Nían við Skólavörðustíg. Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874, sama ár og Ísland fékk sína fyrstu stjórnarskrá og fagnaði þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Það er langt síðan. Enda er húsnæðið ekki boðlegt og fjölmargar athugasemdir hafa verið gerðar við það, bæði af innlendum sem erlendum aðilum. Fangar sem þar eru vistaðir þurfa að sitja í einangrun. Sem betur fer geta líklega fáir gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slík vist hefur á fólk, en einangrunarvist ætti ekki að notast nema sem algjört neyðarúrræði – ef þá. Íslendingar, sem árum ef ekki áratugum saman hafa vermt sæti ofarlega á lista yfir þjóðir sem njóta mestrar velmegunar, jafnvel eftir hrunið, hafa hins vegar ekki haft efni á að byggja nýtt fangelsi. Kannski er það af því að fangar eru ekki hávær þrýstihópur. Kannski af því að stjórnmálamenn hafa litið svo á að þeir muni ekki öðlast vinsældir út á þennan málaflokk og hafa því vanrækt hann áratugum saman. Síðustu árin hafa verið tekin ákveðin skref í þá átt að bæta ástandið. Það tókst, þó hér ríkti kreppa. Það þarf hins vegar enginn að velkjast í vafa um að nú þarf að spýta í lófana. Ef það mikla hagvaxtarskeið sem fjármálaráðherra hefur boðað er raunverulegt, gerði hann rétt í að rigga upp eins og einu almennilegu fangelsi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun