Bjarni og Frímann vilja sýna að ástin er allskonar Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. ágúst 2015 13:57 Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson hafa verið giftir frá árinu 2008. Mynd/Pjetur Það er óhætt að segja að Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson séu menn dagsins. Parið prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem þeir sitja saman á regnbogalitum Skólavörðustígnum. Sem kunnugt er ná Hinsegin dagar hámarki í dag með Gleðigöngunni klukkan 14. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er það sem maður kallar trending,“ segir Bjarni eldhress í samtali við Vísi. Forsíða Fréttablaðsins hefur verið í mikilli dreifingu á Facebook í dag og greinilega margir ánægðir með boðskapinn, „ástin er alls konar“.Forsíða Fréttablaðsins í dag.Bjarni og Frímann, sem hafa verið giftir frá árinu 2008, hafa eðlilega orðið varir við athyglina og margir tekið mynd af forsíðunni og smellt á Facebook-vegginn þeirra. „Hver mynd er komin með meira en 100-like,“ segir Bjarni greinilega spenntur fyrir deginum.Dagurinn snýst um ást og kærleik Bjarni segir að þeir Frímann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um að sitja fyrir á forsíðunni. „Nei, það er bara mjög gaman að fá að taka þátt í þessu og sýna að ástin er alls konar,“ segir Bjarni. Það sé það eina sem skipti máli, kærleikurinn og ástin. „Það er það sem þessi dagur snýst um.“ Það verður nóg að gera hjá Bjarna í dag sem verður í hlutverki kynnis á Arnarhóli þar sem skemmtiatriði verða til klukkan 17:30 í dag. „Svo er bara boð með góðum vinum seinni partinn og í kvöld,“ segir Bjarni. Annars er frekari útfærsla á kvöldinu óráðin enda svo margt í boði. Hann telur líklegra en ekki að gleðin mun standa fram á nótt.Ekki bara glimmer og glamúr Frímann segir að honum þyki hátíðin alltaf vera mjög skemmtileg og hátíðleg. „Hún er búin að opnast upp, með breyttu sniði, eins og með þessum málþingum í Iðnó. Þetta er ekki bara glimmer og glamúr,“ segir Frímann Sigurðsson. Frímann hyggst fara niður í bæ til að fylgjast með Gleðigöngunni á eftir þrátt fyrir veikingi. „Það verður brunch með vinum og svo mun ég fylgjast með göngunni og Bjarna sem verður á sviðinu. Eftir gönguna mun svo hópurinn hópurinn Kökur og kynvillingar hittast,“ segir Frímann. Hinsegin Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson séu menn dagsins. Parið prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem þeir sitja saman á regnbogalitum Skólavörðustígnum. Sem kunnugt er ná Hinsegin dagar hámarki í dag með Gleðigöngunni klukkan 14. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er það sem maður kallar trending,“ segir Bjarni eldhress í samtali við Vísi. Forsíða Fréttablaðsins hefur verið í mikilli dreifingu á Facebook í dag og greinilega margir ánægðir með boðskapinn, „ástin er alls konar“.Forsíða Fréttablaðsins í dag.Bjarni og Frímann, sem hafa verið giftir frá árinu 2008, hafa eðlilega orðið varir við athyglina og margir tekið mynd af forsíðunni og smellt á Facebook-vegginn þeirra. „Hver mynd er komin með meira en 100-like,“ segir Bjarni greinilega spenntur fyrir deginum.Dagurinn snýst um ást og kærleik Bjarni segir að þeir Frímann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um að sitja fyrir á forsíðunni. „Nei, það er bara mjög gaman að fá að taka þátt í þessu og sýna að ástin er alls konar,“ segir Bjarni. Það sé það eina sem skipti máli, kærleikurinn og ástin. „Það er það sem þessi dagur snýst um.“ Það verður nóg að gera hjá Bjarna í dag sem verður í hlutverki kynnis á Arnarhóli þar sem skemmtiatriði verða til klukkan 17:30 í dag. „Svo er bara boð með góðum vinum seinni partinn og í kvöld,“ segir Bjarni. Annars er frekari útfærsla á kvöldinu óráðin enda svo margt í boði. Hann telur líklegra en ekki að gleðin mun standa fram á nótt.Ekki bara glimmer og glamúr Frímann segir að honum þyki hátíðin alltaf vera mjög skemmtileg og hátíðleg. „Hún er búin að opnast upp, með breyttu sniði, eins og með þessum málþingum í Iðnó. Þetta er ekki bara glimmer og glamúr,“ segir Frímann Sigurðsson. Frímann hyggst fara niður í bæ til að fylgjast með Gleðigöngunni á eftir þrátt fyrir veikingi. „Það verður brunch með vinum og svo mun ég fylgjast með göngunni og Bjarna sem verður á sviðinu. Eftir gönguna mun svo hópurinn hópurinn Kökur og kynvillingar hittast,“ segir Frímann.
Hinsegin Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira