Fáir komu til að kjósa Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. október 2015 07:00 Slæðingur af fólki mætti á kjörstað í gær, en kosningaþátttakan er langt fyrir neðan það sem forsetinn hafði vonast til. vísir/EPA Engin raunveruleg stjórnarandstaða tekur þátt í þingkosningunum í Egyptalandi, sem hófust á sunnudag og standa fram í byrjun desember. Dræm þátttaka var á sunnudaginn, ekki nema um það bil 10 prósent, en það bendir til þess að Abdel Fattah al-Sisi forseti og herforingjastjórn hans njóti minni stuðnings en hann gerði sér vonir um. Sisi steypti forvera sínum, Mohamed Morsi, af stóli í júlí árið 2013, einu ári eftir að Morsi sigraði í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningum landsins. Síðan þá hefur í raun ekkert þing starfað í landinu. Þingkosningunum hefur ítrekað verið frestað, en fyrst stóð til að þær yrðu haldnar vorið 2013. Nú er loks komið að því að kjósa þing, en gildi kosninganna verður takmarkað vegna fjarveru stjórnarandstöðunnar. Starfsemi Bræðralags múslima, samtaka Mohameds Morsis, hefur verið bönnuð í Egyptalandi síðan í desember árið 2013, eina ferðina enn, og samtökin flokkuð sem hryðjuverkasamtök, þrátt fyrir að þau hafi notið víðtæks stuðnings meðal almennings fyrir allt annað en hryðjuverk. Liðsmenn samtakanna voru með meirihluta á þingi þegar Morsi var forseti, en þeir mega ekki taka þátt í kosningunum núna. Aðrir stjórnarandstæðingar, sem kæmu úr röðum vinstri manna og veraldlega sinnaðra flokka, hafa hins vegar kosið að taka ekki þátt í kosningunum og hvetja stuðningsmenn sína til þess að ganga ekki til atkvæða. Morsi var dæmdur til dauða fyrr á þessu ári, en um leið var hann dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann situr enn í fangelsi ásamt fjölda stuðningsmanna, sem allir voru teknir fastir og sakaðir um margvísleg brot. Sjálfur hefur Morsi sagt réttarhöldin marklaus, enda hafi hann verið réttkjörinn forseti landsins og steypt af stóli í ólöglegri byltingu hersins. Sisi var sagður hafa sigrað í forsetakosningum á síðasta ári með 94,5 prósentum atkvæða, en kosningaþátttakan var ekki nema 47,5 prósent.Kosningarnar fara fram í tveimur meginlotum, með fyrri og seinni umferð í báðum. Sú fyrri nær til suður- og vesturhluta landsins, fyrri umferðin 18. og 19. október en seinni umferðin 27. og 28. október. Seinni lotan nær til norður- og austurhluta landsins og verður fyrri umferð hennar dagana 21. og 22. nóvember en sú seinni 1. og 2. desember. Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Engin raunveruleg stjórnarandstaða tekur þátt í þingkosningunum í Egyptalandi, sem hófust á sunnudag og standa fram í byrjun desember. Dræm þátttaka var á sunnudaginn, ekki nema um það bil 10 prósent, en það bendir til þess að Abdel Fattah al-Sisi forseti og herforingjastjórn hans njóti minni stuðnings en hann gerði sér vonir um. Sisi steypti forvera sínum, Mohamed Morsi, af stóli í júlí árið 2013, einu ári eftir að Morsi sigraði í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningum landsins. Síðan þá hefur í raun ekkert þing starfað í landinu. Þingkosningunum hefur ítrekað verið frestað, en fyrst stóð til að þær yrðu haldnar vorið 2013. Nú er loks komið að því að kjósa þing, en gildi kosninganna verður takmarkað vegna fjarveru stjórnarandstöðunnar. Starfsemi Bræðralags múslima, samtaka Mohameds Morsis, hefur verið bönnuð í Egyptalandi síðan í desember árið 2013, eina ferðina enn, og samtökin flokkuð sem hryðjuverkasamtök, þrátt fyrir að þau hafi notið víðtæks stuðnings meðal almennings fyrir allt annað en hryðjuverk. Liðsmenn samtakanna voru með meirihluta á þingi þegar Morsi var forseti, en þeir mega ekki taka þátt í kosningunum núna. Aðrir stjórnarandstæðingar, sem kæmu úr röðum vinstri manna og veraldlega sinnaðra flokka, hafa hins vegar kosið að taka ekki þátt í kosningunum og hvetja stuðningsmenn sína til þess að ganga ekki til atkvæða. Morsi var dæmdur til dauða fyrr á þessu ári, en um leið var hann dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann situr enn í fangelsi ásamt fjölda stuðningsmanna, sem allir voru teknir fastir og sakaðir um margvísleg brot. Sjálfur hefur Morsi sagt réttarhöldin marklaus, enda hafi hann verið réttkjörinn forseti landsins og steypt af stóli í ólöglegri byltingu hersins. Sisi var sagður hafa sigrað í forsetakosningum á síðasta ári með 94,5 prósentum atkvæða, en kosningaþátttakan var ekki nema 47,5 prósent.Kosningarnar fara fram í tveimur meginlotum, með fyrri og seinni umferð í báðum. Sú fyrri nær til suður- og vesturhluta landsins, fyrri umferðin 18. og 19. október en seinni umferðin 27. og 28. október. Seinni lotan nær til norður- og austurhluta landsins og verður fyrri umferð hennar dagana 21. og 22. nóvember en sú seinni 1. og 2. desember.
Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira