Sjaldan sakfellt fyrir rangar sakargiftir Snærós Sindradóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Innan tíðar verður tekið fyrir í Hæstarétti mál konu sem sakfelld var fyrir rangar sakargiftir í héraði. Hún hafði áður kært átta manns fyrir kynferðisbrot. Hæstiréttur hefur aldrei sakfellt í slíku máli. vísir/gva „Það að kynferðisbrot sé fellt niður þýðir ekki að það liggi eitthvað fyrir um að kærandi hafi verið að ljúga,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Hæstiréttur hefur hingað til aldrei staðfest dóm um rangar sakargiftir yfir konu sem áður hefur kært kæranda fyrir kynferðisbrot. Þann 29. október síðastliðinn sýknaði Hæstiréttur konu af röngum sakargiftum en hún hafði verið dæmd fyrir héraðsdómi. Íslensk kona var í júní sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að saka átta manns um kynferðisbrot, þar á meðal þrjú sem ekki voru í samkvæminu þar sem brotið á að hafa átt sér stað í. Meðal annars sagði hún mann hafa stungið fingri í endaþarm hennar og annan hafa sprautað hana með sprautunál í andlit og leggöng.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknarivísir/valliÍ dómi kemur fram að minningar úr samkvæminu hafi rifjast smátt og smátt upp fyrir henni dagana eftir ætlað brot. Geðlæknar voru kallaðir til sem staðfestu að þetta væri upplifun konunnar þó „síðan komi til aðrir hlutir sem ótrúlegt sé að hafi gerst og missi sagan þá fótanna“. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Árið 2014 barst 31 kæra um rangar sakargiftir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þær geta verið margvíslegar og snúa ekki allar að kynferðisbrotum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur hefur skorað á þingmenn að setja lög sem banni kærur um rangar sakargiftir fyrr en kynferðisbrotamál hefur verið til lykta leitt í kerfinu. Hún segir á Facebook-síðu sinni að starfandi lögmenn hafi bent á að kærur um rangar sakargiftir séu augljós tilraun til að afvegaleiða rannsókn kynferðisbrotamála og draga úr þrótti brotaþola.Tölurnar sýna að það er ólíklegt að slík kæra nái fram að ganga. Einungis sjö dóma er að finna á internetinu þar sem reynt hefur á hvort kærandi kynferðisbrots hafi logið til um brotið. Og Hæstiréttur hefur hingað til ekki sakfellt nema ákærði játi á sig lygarnar. „Oft á tíðum eru bara tveir til frásagnar. Ef við metum sem svo að það liggi ekki fyrir nægilega sterk sönnunargögn í kynferðisbroti þá er oft um sömu erfiðleika að etja varðandi sönnun um rangar sakargiftir,“ segir Kolbrún. Hún áréttar að þegar mál eru felld niður hjá ríkissaksóknara sé embættið ekki að slá neinu föstu um hvort kærandi sé að ljúga, eða segja satt. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Það að kynferðisbrot sé fellt niður þýðir ekki að það liggi eitthvað fyrir um að kærandi hafi verið að ljúga,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Hæstiréttur hefur hingað til aldrei staðfest dóm um rangar sakargiftir yfir konu sem áður hefur kært kæranda fyrir kynferðisbrot. Þann 29. október síðastliðinn sýknaði Hæstiréttur konu af röngum sakargiftum en hún hafði verið dæmd fyrir héraðsdómi. Íslensk kona var í júní sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að saka átta manns um kynferðisbrot, þar á meðal þrjú sem ekki voru í samkvæminu þar sem brotið á að hafa átt sér stað í. Meðal annars sagði hún mann hafa stungið fingri í endaþarm hennar og annan hafa sprautað hana með sprautunál í andlit og leggöng.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknarivísir/valliÍ dómi kemur fram að minningar úr samkvæminu hafi rifjast smátt og smátt upp fyrir henni dagana eftir ætlað brot. Geðlæknar voru kallaðir til sem staðfestu að þetta væri upplifun konunnar þó „síðan komi til aðrir hlutir sem ótrúlegt sé að hafi gerst og missi sagan þá fótanna“. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Árið 2014 barst 31 kæra um rangar sakargiftir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þær geta verið margvíslegar og snúa ekki allar að kynferðisbrotum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur hefur skorað á þingmenn að setja lög sem banni kærur um rangar sakargiftir fyrr en kynferðisbrotamál hefur verið til lykta leitt í kerfinu. Hún segir á Facebook-síðu sinni að starfandi lögmenn hafi bent á að kærur um rangar sakargiftir séu augljós tilraun til að afvegaleiða rannsókn kynferðisbrotamála og draga úr þrótti brotaþola.Tölurnar sýna að það er ólíklegt að slík kæra nái fram að ganga. Einungis sjö dóma er að finna á internetinu þar sem reynt hefur á hvort kærandi kynferðisbrots hafi logið til um brotið. Og Hæstiréttur hefur hingað til ekki sakfellt nema ákærði játi á sig lygarnar. „Oft á tíðum eru bara tveir til frásagnar. Ef við metum sem svo að það liggi ekki fyrir nægilega sterk sönnunargögn í kynferðisbroti þá er oft um sömu erfiðleika að etja varðandi sönnun um rangar sakargiftir,“ segir Kolbrún. Hún áréttar að þegar mál eru felld niður hjá ríkissaksóknara sé embættið ekki að slá neinu föstu um hvort kærandi sé að ljúga, eða segja satt.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira