Forstjóri Landspítalans segir málatilbúnað ákæruvaldsins skaðlegan sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 18:47 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd/Landspítalinn Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir það hafa reynst honum og öðru starfsfólki spítalans þungbært að sjá samstarfskonu þeirra dregna fyrir dóm í vikunni, ákærða fyrir manndráp af gáleysi. Hann segir málatilbúnað ríkissaksóknara skaðlegan starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna. „Spítalinn sjálfur er vissulega fyrir dómi vegna málsins en þessi málatilbúnaður ákæruvaldsins gagnvart einstaklingi, þegar ljóst er að ekki er um ásetningsbrot að ræða, er beinlínis skaðlegur enda skapar hann óvissu um störf og starfsumhverfi íslenskra heilbrigðisstarfsmanna,“ segir Páll í forstjórapistli á vefsíðu Landspítalans. Hann segir að spítalinn hafi að jafnaði tilkynnt á milli sex og tíu alvarleg atvik árlega til Landlæknis, og nokkur þeirra til lögreglu, enda beri honum skylda til þess lögum samkvæmt. Nauðsynlegt sé að til sé farvegur til að rannsaka alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, bæði innan stofnunarinnar og hjá óháðum ytri aðilum. „Gríðarlegir hagsmunir felast í því að slík ferli leiði til umbóta og hvetji til opinnar öryggismenningar. Þetta ætti að vera augljóst enda þessi háttur hafður á rannsóknum samgönguslysa,“ segir Páll. Þá segir hann öruggan spítala eitt gilda Landspítala og að unnið hafi verið markvisst að því undanfarin ár að auka öryggi sjúklinga með opinni öryggismenningu þar sem umræða, markviss skráning atvika og úrvinnsla þeirra sé einn lykil þátta. „Á slíkri skráningu byggir möguleiki okkar til að fyrirbyggja að sambærileg atvik geti átt sér stað í framtíðinni. Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Mál hjúkrunarfræðingsins getur haft alvarlegt fordæmi Hætta á að heilbrigðisstarfsmenn segi ekki frá mistökum ef þeir geta átt von á að verða ákærðir fyrir gáleysi. 5. nóvember 2015 13:44 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar í garð hjúkrunarfræðingsins Sagði hjúkrunarfræðinginn eiga sér miklar málsbætur og taldi hæfilega refsingu skilorðsbundna fangelsisvist. 5. nóvember 2015 11:06 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir það hafa reynst honum og öðru starfsfólki spítalans þungbært að sjá samstarfskonu þeirra dregna fyrir dóm í vikunni, ákærða fyrir manndráp af gáleysi. Hann segir málatilbúnað ríkissaksóknara skaðlegan starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna. „Spítalinn sjálfur er vissulega fyrir dómi vegna málsins en þessi málatilbúnaður ákæruvaldsins gagnvart einstaklingi, þegar ljóst er að ekki er um ásetningsbrot að ræða, er beinlínis skaðlegur enda skapar hann óvissu um störf og starfsumhverfi íslenskra heilbrigðisstarfsmanna,“ segir Páll í forstjórapistli á vefsíðu Landspítalans. Hann segir að spítalinn hafi að jafnaði tilkynnt á milli sex og tíu alvarleg atvik árlega til Landlæknis, og nokkur þeirra til lögreglu, enda beri honum skylda til þess lögum samkvæmt. Nauðsynlegt sé að til sé farvegur til að rannsaka alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, bæði innan stofnunarinnar og hjá óháðum ytri aðilum. „Gríðarlegir hagsmunir felast í því að slík ferli leiði til umbóta og hvetji til opinnar öryggismenningar. Þetta ætti að vera augljóst enda þessi háttur hafður á rannsóknum samgönguslysa,“ segir Páll. Þá segir hann öruggan spítala eitt gilda Landspítala og að unnið hafi verið markvisst að því undanfarin ár að auka öryggi sjúklinga með opinni öryggismenningu þar sem umræða, markviss skráning atvika og úrvinnsla þeirra sé einn lykil þátta. „Á slíkri skráningu byggir möguleiki okkar til að fyrirbyggja að sambærileg atvik geti átt sér stað í framtíðinni. Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Mál hjúkrunarfræðingsins getur haft alvarlegt fordæmi Hætta á að heilbrigðisstarfsmenn segi ekki frá mistökum ef þeir geta átt von á að verða ákærðir fyrir gáleysi. 5. nóvember 2015 13:44 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar í garð hjúkrunarfræðingsins Sagði hjúkrunarfræðinginn eiga sér miklar málsbætur og taldi hæfilega refsingu skilorðsbundna fangelsisvist. 5. nóvember 2015 11:06 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Mál hjúkrunarfræðingsins getur haft alvarlegt fordæmi Hætta á að heilbrigðisstarfsmenn segi ekki frá mistökum ef þeir geta átt von á að verða ákærðir fyrir gáleysi. 5. nóvember 2015 13:44
Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54
Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar í garð hjúkrunarfræðingsins Sagði hjúkrunarfræðinginn eiga sér miklar málsbætur og taldi hæfilega refsingu skilorðsbundna fangelsisvist. 5. nóvember 2015 11:06