Óttarr svarar Halldóri Sæunn Gísladóttir skrifar 22. október 2015 12:24 Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar. Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, segir það mikla einföldun hjá Halldóri Halldórssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, að tala um þá stöðu sem ríkir innan borgastjórnarhópsins að hann eigi ekki að sitja beggja megin við borðið sem skoðun eins manns, hann viti betur enda sé þetta altalað bæði utan flokksins sem innan. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í svari við því sagðist Halldór hins vegar ekki skilja gagnrýni Óttarrs og sagði þá: „Þetta er bara í mínum huga tóm vitleysa, vegna þess að til að geta verið formaður sambandsins þá verður maður að vera sveitarstjórnarmaður,“ segir Halldór.Óttarr segir að það að sitja í stjórn OR, Faxaflóahafna eða öðrum stjórnum/nefndum á vegum borgarinnar sé starf borgarfulltrúa og ekkert við slíkt að athuga svo framarlega sem borgarfulltrúar sinni sínum störfum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sé embætti sem kosið er í á árlegu landsþingi sambandsins. Þar hafa sveitarfélög atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda og því alveg ljóst að stuðningur fulltrúa frá Reykjavík vegi þar þungt.„Oddviti borgarstjórnarhóps í minnihluta gegnir því mikilvæga hlutverki að sýna meirihlutanum aðhald, því hlutverki hans er augljóslega teflt í hættu þegar viðkomandi neyðist til að líta á fulltrúa meirihlutans sem kjósendur, eða jafnvel yfirmenn, sem hann má alls ekki styggja um of vilji hann halda starfi sínu," segir Óttarr. Hann segir að það að líkja því saman að vera formaður flokksins eða oddviti hans í borgarstjórnarhóp sé í besta falli ofmat sama hvernig á það sé litið. „Það að vera formaður sambands íslenskra sveitafélaga krefst ekki að vera oddviti í borgar- eða bæjarstjórnum landsins enda hefur a.m.k. einn varabæjarfulltrúi gegnt þessu starfi!" segir Óttarr. Alþingi Tengdar fréttir Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. 22. október 2015 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, segir það mikla einföldun hjá Halldóri Halldórssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, að tala um þá stöðu sem ríkir innan borgastjórnarhópsins að hann eigi ekki að sitja beggja megin við borðið sem skoðun eins manns, hann viti betur enda sé þetta altalað bæði utan flokksins sem innan. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í svari við því sagðist Halldór hins vegar ekki skilja gagnrýni Óttarrs og sagði þá: „Þetta er bara í mínum huga tóm vitleysa, vegna þess að til að geta verið formaður sambandsins þá verður maður að vera sveitarstjórnarmaður,“ segir Halldór.Óttarr segir að það að sitja í stjórn OR, Faxaflóahafna eða öðrum stjórnum/nefndum á vegum borgarinnar sé starf borgarfulltrúa og ekkert við slíkt að athuga svo framarlega sem borgarfulltrúar sinni sínum störfum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sé embætti sem kosið er í á árlegu landsþingi sambandsins. Þar hafa sveitarfélög atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda og því alveg ljóst að stuðningur fulltrúa frá Reykjavík vegi þar þungt.„Oddviti borgarstjórnarhóps í minnihluta gegnir því mikilvæga hlutverki að sýna meirihlutanum aðhald, því hlutverki hans er augljóslega teflt í hættu þegar viðkomandi neyðist til að líta á fulltrúa meirihlutans sem kjósendur, eða jafnvel yfirmenn, sem hann má alls ekki styggja um of vilji hann halda starfi sínu," segir Óttarr. Hann segir að það að líkja því saman að vera formaður flokksins eða oddviti hans í borgarstjórnarhóp sé í besta falli ofmat sama hvernig á það sé litið. „Það að vera formaður sambands íslenskra sveitafélaga krefst ekki að vera oddviti í borgar- eða bæjarstjórnum landsins enda hefur a.m.k. einn varabæjarfulltrúi gegnt þessu starfi!" segir Óttarr.
Alþingi Tengdar fréttir Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. 22. október 2015 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. 22. október 2015 07:00