Fyrsti sigur Liverpool í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Jordon Ibe fagnar hér sigurmarki sínu. Vísir/Getty Jordon Ibe tryggði Liverpool 1-0 sigur á Rubin Kazan þegar liðin mættust í Evrópudeildinni í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Liverpool-liðsins í Evrópudeildinni á tímabilinu en liðið gerði jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum. Liverpool var með algjöra yfirburði í leiknum fram að sigurmarki Jordon Ibe á 52. mínútu leiksins en það dró mjög af Liverpool-liðinu á lokakafla leiksins. Heimamenn í Rubin Kazan ógnuðu Liverpool-liðinu aðeins í lokin en sigurinn var þó aldrei í mikilli hættu. Liverpool hefur nú sex stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Sion og þremur stigum á undan franska liðinu Bordeaux sem missti leik sinn við Sion í kvöld niður í 1-1 janftefli í lokin. Liverpool var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að koma boltanum í mark Rússanna. James Milner fékk frábært færi strax á 6. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Roberto Firmino en skot hans fór í slána og yfir. Það þurfti síðan svaka tilþrif frá markverðinum Sergei Ryzhikov til að koma veg fyrir að varnarmaður Rubin Kazan skoraði sjálfsmark í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Yfirburðirnir voru algjörir, Liverpool var 76 prósent með boltann í fyrri hálfleiknum og átti tólf skottilraunir að marki. Pressa Liverpool bar loksins árangur á sjöundu mínútu seinni hálfleiks. Jordon Ibe fékk þá boltann frá Roberto Firmino inn í svæðið fyrir framan vörnina, lék upp að teig og lagði boltann í hornið, í stöngina og inn. Liverpool slakaði aðeins á í lokin en liðið spilaði vel í þessum leik og átti sigurinn svo sannarlega skilinn. NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
Jordon Ibe tryggði Liverpool 1-0 sigur á Rubin Kazan þegar liðin mættust í Evrópudeildinni í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Liverpool-liðsins í Evrópudeildinni á tímabilinu en liðið gerði jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum. Liverpool var með algjöra yfirburði í leiknum fram að sigurmarki Jordon Ibe á 52. mínútu leiksins en það dró mjög af Liverpool-liðinu á lokakafla leiksins. Heimamenn í Rubin Kazan ógnuðu Liverpool-liðinu aðeins í lokin en sigurinn var þó aldrei í mikilli hættu. Liverpool hefur nú sex stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Sion og þremur stigum á undan franska liðinu Bordeaux sem missti leik sinn við Sion í kvöld niður í 1-1 janftefli í lokin. Liverpool var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að koma boltanum í mark Rússanna. James Milner fékk frábært færi strax á 6. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Roberto Firmino en skot hans fór í slána og yfir. Það þurfti síðan svaka tilþrif frá markverðinum Sergei Ryzhikov til að koma veg fyrir að varnarmaður Rubin Kazan skoraði sjálfsmark í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Yfirburðirnir voru algjörir, Liverpool var 76 prósent með boltann í fyrri hálfleiknum og átti tólf skottilraunir að marki. Pressa Liverpool bar loksins árangur á sjöundu mínútu seinni hálfleiks. Jordon Ibe fékk þá boltann frá Roberto Firmino inn í svæðið fyrir framan vörnina, lék upp að teig og lagði boltann í hornið, í stöngina og inn. Liverpool slakaði aðeins á í lokin en liðið spilaði vel í þessum leik og átti sigurinn svo sannarlega skilinn.
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira