Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. mars 2015 19:02 Hvorki borgarstjóri Reykjavíkur né trúarleiðtogi múslima á Íslandi vissu af gjöf Sádi Arabíu. „Við höfðum enga hugmynd um þetta,“ sagði Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima, þegar Vísir náði af honum tali í tengslum við frétt á vef Forseta Íslands þess efnis að Sádi Arabía hyggist leggja til 135 milljónir íslenskra króna til byggingar mosku á Íslandi. „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum.“ Salmann segir Félag íslenskra múslima aldrei hafa haft samband við Saudi Arabíu til þess að biðja um stuðning til byggingar moskunnar. Hann segir að félaginu hafi ekki verið boðin nein gjöf af hálfu ríkisstjórnar Sádi Arabíu. „Enda myndum við ekki þiggja hana.“ Bygging moskunnar er á áætlun og samkeppni um teikningu að henni stendur yfir. Moskan kemur til með að kosta um 300 milljónir íslenskra króna en hvernig fjármögnun verður háttað er enn óljóst. „Við höfum ekki sótt um aðstoð frá einum eða neinum - ennþá að minnsta kosti.“ Tamimi segir alveg á hreinu að félagið komi ekki til með að fallast á nein skilyrði tengd fjárframlögum til byggingarinnar. „Það mega ekki vera nein skilyrði, það er alveg á hreinu.“ Í ljósi afdráttarlausra ummæla Salmanns Tamimi hljóta að vakna spurningar um hver tekur við fjárframlögum Sádi Arabíu eða hvort einhver komi til með að gera það yfirhöfuð. Á Íslandi starfar, auk Félags íslenskra múslima, Menningarmiðstöð múslima en ekki hefur náðst í forsvarsmenn félagsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Borgarstjóri óskar eftir meiri upplýsingum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hafði ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu heldur. „Mér finnst þessar fréttir vekja ákveðnar spurningar og mér finnst þurfa að leita skýringa.“ Hann segir margt óljóst, ekki liggi fyrir hvort fjárframlögin hafi verið þegin né hvort þeim fylgi einhver skilyrði. Borgarstjórinn hefur óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að aflað verði upplýsinga um þessar fréttir. Hann segist áskilja sér rétt til þess að hafa skoðun á því ef verið er að þiggja fjárframlög sem koma með einhvers konar skilyrðum. „Mér finnst fyllsta ástæða til að upplýsa þetta mál.“ Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
„Við höfðum enga hugmynd um þetta,“ sagði Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima, þegar Vísir náði af honum tali í tengslum við frétt á vef Forseta Íslands þess efnis að Sádi Arabía hyggist leggja til 135 milljónir íslenskra króna til byggingar mosku á Íslandi. „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum.“ Salmann segir Félag íslenskra múslima aldrei hafa haft samband við Saudi Arabíu til þess að biðja um stuðning til byggingar moskunnar. Hann segir að félaginu hafi ekki verið boðin nein gjöf af hálfu ríkisstjórnar Sádi Arabíu. „Enda myndum við ekki þiggja hana.“ Bygging moskunnar er á áætlun og samkeppni um teikningu að henni stendur yfir. Moskan kemur til með að kosta um 300 milljónir íslenskra króna en hvernig fjármögnun verður háttað er enn óljóst. „Við höfum ekki sótt um aðstoð frá einum eða neinum - ennþá að minnsta kosti.“ Tamimi segir alveg á hreinu að félagið komi ekki til með að fallast á nein skilyrði tengd fjárframlögum til byggingarinnar. „Það mega ekki vera nein skilyrði, það er alveg á hreinu.“ Í ljósi afdráttarlausra ummæla Salmanns Tamimi hljóta að vakna spurningar um hver tekur við fjárframlögum Sádi Arabíu eða hvort einhver komi til með að gera það yfirhöfuð. Á Íslandi starfar, auk Félags íslenskra múslima, Menningarmiðstöð múslima en ekki hefur náðst í forsvarsmenn félagsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Borgarstjóri óskar eftir meiri upplýsingum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hafði ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu heldur. „Mér finnst þessar fréttir vekja ákveðnar spurningar og mér finnst þurfa að leita skýringa.“ Hann segir margt óljóst, ekki liggi fyrir hvort fjárframlögin hafi verið þegin né hvort þeim fylgi einhver skilyrði. Borgarstjórinn hefur óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að aflað verði upplýsinga um þessar fréttir. Hann segist áskilja sér rétt til þess að hafa skoðun á því ef verið er að þiggja fjárframlög sem koma með einhvers konar skilyrðum. „Mér finnst fyllsta ástæða til að upplýsa þetta mál.“
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira