Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. mars 2015 20:51 Ahmad Seddeq, trúarleiðtogi Menningarseturs múslima á Íslandi. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Ahmad Seddeq trúarleiðtogi Menningarseturs múslima á Íslandi varðandi hundrað milljóna gjöf Sádi Arabíu til þess að styðja við byggingu mosku á Íslandi. Vísir greindi frá því í dag að sendiherra Sádi Arabíu hefði tilkynnt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, frá því að Sádi Arabía styðji byggingu mosku á Íslandi og hyggist leggja til byggingarinnar um 135 milljónir íslenskra króna. „Við erum ekki að byggja mosku enda var landið gefið Félagi múslima á Íslandi.“ Ahmad segist hafa heyrt af stuðningi Sádi Arabíu í gegnum fréttirnar og að Menningarsetri múslima hafi aldrei verið boðin slík gjöf. Seddeq segist ekki vita hver sýndi nýjum sendiherra Sádi Arabíu lóðina þar sem moskan mun rísa en sagt var frá því á vefsíðu Forseta Íslands í dag að sendiherrann hefði skoðað lóðina. Á Íslandi eru starfrækt tvö félög múslima svo vitað sé, annars vegar Menningarsetur múslima og hins vegar Félag múslima á Íslandi. Fyrra félagið hefur verið harðlega gagnrýnt af því seinna en Salmann Tamimi, trúarleiðtogi Félags múslima á Íslandi, sagðist hafa rekið þá sem í forsvari eru fyrir Menningarsetrið úr sínu félagi sökum öfgakenndra hugsana og ofstækis. Menningarsetur múslima hefur aðsetur í Ýmishúsi en kaup á því voru fjármögnuð af einstaklingum frá Sádi Arabíu á sínum tíma. Salmann hafði heldur ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu til moskubyggingarinnar áður en Vísir hafði við hann samband. Fyrr í kvöld sagði hann félagið aldrei myndu taka við slíkri gjöf frá ríkisstjórn sem bryti á mannréttindum þegna sinna. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
„Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Ahmad Seddeq trúarleiðtogi Menningarseturs múslima á Íslandi varðandi hundrað milljóna gjöf Sádi Arabíu til þess að styðja við byggingu mosku á Íslandi. Vísir greindi frá því í dag að sendiherra Sádi Arabíu hefði tilkynnt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, frá því að Sádi Arabía styðji byggingu mosku á Íslandi og hyggist leggja til byggingarinnar um 135 milljónir íslenskra króna. „Við erum ekki að byggja mosku enda var landið gefið Félagi múslima á Íslandi.“ Ahmad segist hafa heyrt af stuðningi Sádi Arabíu í gegnum fréttirnar og að Menningarsetri múslima hafi aldrei verið boðin slík gjöf. Seddeq segist ekki vita hver sýndi nýjum sendiherra Sádi Arabíu lóðina þar sem moskan mun rísa en sagt var frá því á vefsíðu Forseta Íslands í dag að sendiherrann hefði skoðað lóðina. Á Íslandi eru starfrækt tvö félög múslima svo vitað sé, annars vegar Menningarsetur múslima og hins vegar Félag múslima á Íslandi. Fyrra félagið hefur verið harðlega gagnrýnt af því seinna en Salmann Tamimi, trúarleiðtogi Félags múslima á Íslandi, sagðist hafa rekið þá sem í forsvari eru fyrir Menningarsetrið úr sínu félagi sökum öfgakenndra hugsana og ofstækis. Menningarsetur múslima hefur aðsetur í Ýmishúsi en kaup á því voru fjármögnuð af einstaklingum frá Sádi Arabíu á sínum tíma. Salmann hafði heldur ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu til moskubyggingarinnar áður en Vísir hafði við hann samband. Fyrr í kvöld sagði hann félagið aldrei myndu taka við slíkri gjöf frá ríkisstjórn sem bryti á mannréttindum þegna sinna.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira