Forsætisráðherra segist telja að Alþingi beri skylda til að rannsaka málið Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 23. janúar 2015 19:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur og fyrrum forstjóri BM Vallár, sakar Steingrím J. Sigfússon og fyrri ríkisstjórn, um „stófelld brot“ þegar bönkunum var skipt upp eftir hrun og fullyrðir að erlendir hrægammasjóðir hafi þannig hagnast um 300 til 400 milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segir ásakanir Víglundar um stórfelld lögbrot, fáheyrðar og fráleitar. Víglundur sendi gögn, meðal annars stofnúrskurði FME máli sínu stuðnings á Einar K. Guðfinnsson forseta Alþingis og alla þingmenn í gærkvöldi og hvatti Alþingi til að rannsaka málið.Staðfestir það sem bent var áSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að þessi nýju gögn staðfesti það sem hann og fleiri hafi lengi haldið fram. Hann telur að Alþingi beri skylda til að rannsaka málið. „Þarna kemur í ljós það sem ég og fleiri í mínum flokki höfum bent á frá ársbyrjun 2009, að þarna hafi verið til staðar stórkostlegt tækifæri til að snúa dæminu við, almenningi í hag, og ekki hvað síst, heimila með skuldir,“ segir forsætisráðherra. „Tækifærið var ekki nýtt og það sem við sjáum núna í þessum nýju gögnum, að menn létu ekki aðeins hjá líða að nýta tækifærið, heldur létu beinlínis í það að vinda ofan af því að tækifærið yrði nýtt og fara á svig við neyðarlögin,“ segir Sigmundur Davíð.Órar og barnaskapurSteingrímur J. Sigfússon segir að grundvallarmisskilningurinn og það sem felli málið strax á fyrstu metrunum hjá Víglundi sé að hann gangi út frá því að bráðabirgðaefnahagsreikningur bankanna haustið 2008 og lauslegt mat Fjármálaeftirlitsins á líklegu verðmæti þeirra eigna sem ákveðið hafi verið að færa í nýju bankanna á móti skuldum, séu endanlegar tölur. „Það liggur fyrir í þeirri ákvörðun FME að það er ekki. Framundan er að reyna að meta raunverulegt verðmæti eignanna sem voru færðar yfir til að mæta skuldum nýju bankanna. Og skuldir bankanna, það voru innstæðurnar okkar. Um leið og þetta liggur fyrir hrynur málflutningurinn til grunna.“ Hann segir að þetta sé algengur misskilningur sem einstöku stjórnmálamenn, þröngur hópur að vísu, hafi reynt að halda á lofti. Hann tengist þeim órum, að hrunið hafi verið hálfgerð blessun fyrir Ísland, sérstaklega fall bankanna, því þar hafi myndast svigrúm fyrir okkur til að græða nokkur hundruð milljarða. „Þetta er svo óskaplegur barnaskapur og misskilningur að það hálfa væri nóg,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Víglundur Þorsteinsson segir hinsvegar að Steingrímur sé að reyna að afvegaleiða umræðuna. Matið á kröfum bankanna sé það sama og hann kynnti sjálfur í skýrslu til Alþingis árið 2011. Hann hafi ekki þorað að ræða við sig um þessi mál. Hann þurfi einfaldlega að svara því ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Ögmundi Jónassyni, hvað mönnum gekk til á fyrstu vikum ríkisstjórnarinnar. Tengdar fréttir „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankanna hafa blekkt þjóðina. Sigmundur Davíð segir að hann og fólk í Framsóknarflokknum hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. 23. janúar 2015 12:56 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur og fyrrum forstjóri BM Vallár, sakar Steingrím J. Sigfússon og fyrri ríkisstjórn, um „stófelld brot“ þegar bönkunum var skipt upp eftir hrun og fullyrðir að erlendir hrægammasjóðir hafi þannig hagnast um 300 til 400 milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segir ásakanir Víglundar um stórfelld lögbrot, fáheyrðar og fráleitar. Víglundur sendi gögn, meðal annars stofnúrskurði FME máli sínu stuðnings á Einar K. Guðfinnsson forseta Alþingis og alla þingmenn í gærkvöldi og hvatti Alþingi til að rannsaka málið.Staðfestir það sem bent var áSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að þessi nýju gögn staðfesti það sem hann og fleiri hafi lengi haldið fram. Hann telur að Alþingi beri skylda til að rannsaka málið. „Þarna kemur í ljós það sem ég og fleiri í mínum flokki höfum bent á frá ársbyrjun 2009, að þarna hafi verið til staðar stórkostlegt tækifæri til að snúa dæminu við, almenningi í hag, og ekki hvað síst, heimila með skuldir,“ segir forsætisráðherra. „Tækifærið var ekki nýtt og það sem við sjáum núna í þessum nýju gögnum, að menn létu ekki aðeins hjá líða að nýta tækifærið, heldur létu beinlínis í það að vinda ofan af því að tækifærið yrði nýtt og fara á svig við neyðarlögin,“ segir Sigmundur Davíð.Órar og barnaskapurSteingrímur J. Sigfússon segir að grundvallarmisskilningurinn og það sem felli málið strax á fyrstu metrunum hjá Víglundi sé að hann gangi út frá því að bráðabirgðaefnahagsreikningur bankanna haustið 2008 og lauslegt mat Fjármálaeftirlitsins á líklegu verðmæti þeirra eigna sem ákveðið hafi verið að færa í nýju bankanna á móti skuldum, séu endanlegar tölur. „Það liggur fyrir í þeirri ákvörðun FME að það er ekki. Framundan er að reyna að meta raunverulegt verðmæti eignanna sem voru færðar yfir til að mæta skuldum nýju bankanna. Og skuldir bankanna, það voru innstæðurnar okkar. Um leið og þetta liggur fyrir hrynur málflutningurinn til grunna.“ Hann segir að þetta sé algengur misskilningur sem einstöku stjórnmálamenn, þröngur hópur að vísu, hafi reynt að halda á lofti. Hann tengist þeim órum, að hrunið hafi verið hálfgerð blessun fyrir Ísland, sérstaklega fall bankanna, því þar hafi myndast svigrúm fyrir okkur til að græða nokkur hundruð milljarða. „Þetta er svo óskaplegur barnaskapur og misskilningur að það hálfa væri nóg,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Víglundur Þorsteinsson segir hinsvegar að Steingrímur sé að reyna að afvegaleiða umræðuna. Matið á kröfum bankanna sé það sama og hann kynnti sjálfur í skýrslu til Alþingis árið 2011. Hann hafi ekki þorað að ræða við sig um þessi mál. Hann þurfi einfaldlega að svara því ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Ögmundi Jónassyni, hvað mönnum gekk til á fyrstu vikum ríkisstjórnarinnar.
Tengdar fréttir „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankanna hafa blekkt þjóðina. Sigmundur Davíð segir að hann og fólk í Framsóknarflokknum hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. 23. janúar 2015 12:56 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
„Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00
Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankanna hafa blekkt þjóðina. Sigmundur Davíð segir að hann og fólk í Framsóknarflokknum hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. 23. janúar 2015 12:56
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent