Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2015 12:56 „Ég er bara búinn að renna yfir umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum og aðeins byrjaður að kíkja á gögnin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um þá rannsóknarvinnu sem Víglundur Þorsteinsson hefur lagt á sig um stofnun nýju bankanna. Sigmundur var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Víglundur hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankana hafa blekkt þjóðina. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir kröfuhafar hagnast um 300 til 400 milljarða á kostnað þjóðarinnar.Sjá einnig: „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ „Þetta er, svona við fyrstu sýn, býsna sláandi. Þetta byggir meðal annars á fundargerðum sem hann hefur orðið sér út um. Það er því að minnsta kostið tilefni til þess að gefa þessu gaum. Því sem er haldið þarna fram er þess eðlis að það þarf að rannsaka þetta og komast endanlega til botns í þessu.“ Sigmundur segir að hann og fólk í sínum flokki hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. „Þá mættum við mjög harðri viðspyrnu, vægast sagt. Þetta var mikið átakamál þannig að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að þetta stóra mál sem skuldaleiðréttingin varð. Við töldum það ekki aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart heimilunum.“ Sigmundi mislíkar umræðuna um að alltaf sé verið að gefa fólki peninga. „Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niðurfærslu.“Verið að gefa peninga Sigmundur segir að verið sé að gefa kröfuhöfum peninga. „Það er eitthvað sem er ekki hægt að horfa framhjá þegar menn vinna úr þessum hlutum núna. Þó að margt sem þarna kemur fram sé einmitt það sem við héldum fram á sínum tíma og var efniviður í mikil pólitísk átök og alveg gríðarlega mikið reynt að keyra þetta í kaf, þá er svo sláandi að sjá hversu langt menn gengu í, ekki aðeins að líta framhjá tækifærinu, heldur að koma í veg fyrir að tækifærið yrði nýtt. Þegar meira segja Fjármálaeftirlitið er búið að ganga þarna frá stofnsamningum inn í bankana að menn fari þá í það að vinda ofan af því.“ Forsætisráðherrann segir að menn hafi fundið leiðir til þess að fara framhjá neyðarlögunum. „Þau voru sett til að tryggja hagsmuni almennings. Þetta er svo sannarlega tilefni til frekari athugunar.“ Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
„Ég er bara búinn að renna yfir umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum og aðeins byrjaður að kíkja á gögnin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um þá rannsóknarvinnu sem Víglundur Þorsteinsson hefur lagt á sig um stofnun nýju bankanna. Sigmundur var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Víglundur hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankana hafa blekkt þjóðina. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir kröfuhafar hagnast um 300 til 400 milljarða á kostnað þjóðarinnar.Sjá einnig: „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ „Þetta er, svona við fyrstu sýn, býsna sláandi. Þetta byggir meðal annars á fundargerðum sem hann hefur orðið sér út um. Það er því að minnsta kostið tilefni til þess að gefa þessu gaum. Því sem er haldið þarna fram er þess eðlis að það þarf að rannsaka þetta og komast endanlega til botns í þessu.“ Sigmundur segir að hann og fólk í sínum flokki hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. „Þá mættum við mjög harðri viðspyrnu, vægast sagt. Þetta var mikið átakamál þannig að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að þetta stóra mál sem skuldaleiðréttingin varð. Við töldum það ekki aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart heimilunum.“ Sigmundi mislíkar umræðuna um að alltaf sé verið að gefa fólki peninga. „Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niðurfærslu.“Verið að gefa peninga Sigmundur segir að verið sé að gefa kröfuhöfum peninga. „Það er eitthvað sem er ekki hægt að horfa framhjá þegar menn vinna úr þessum hlutum núna. Þó að margt sem þarna kemur fram sé einmitt það sem við héldum fram á sínum tíma og var efniviður í mikil pólitísk átök og alveg gríðarlega mikið reynt að keyra þetta í kaf, þá er svo sláandi að sjá hversu langt menn gengu í, ekki aðeins að líta framhjá tækifærinu, heldur að koma í veg fyrir að tækifærið yrði nýtt. Þegar meira segja Fjármálaeftirlitið er búið að ganga þarna frá stofnsamningum inn í bankana að menn fari þá í það að vinda ofan af því.“ Forsætisráðherrann segir að menn hafi fundið leiðir til þess að fara framhjá neyðarlögunum. „Þau voru sett til að tryggja hagsmuni almennings. Þetta er svo sannarlega tilefni til frekari athugunar.“
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent