Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. september 2015 15:15 Lars Lagerbäck horfir til Frakklands. Vísir/Anton Brink Mikið hefur verið rætt um ráðningarferlið; þegar Lars Lagerbäck var ráðinn landsliðsþjálfari og hver átti hugmyndina að því. Lars Lägerbeck hefur nú leyst ráðgátuna í samtali við fréttastofu 365 og segir Sigurð Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og yfirmaður menntunarmála hjá KSÍ, hafa fyrstan viðrað hugmyndina að því að Lars yrði landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]. En síðan heyrði ég ekki í neinum þar til að Geir [Þorsteinsson, formaður KSÍ] hringdi í mig eitthvað síðar,“ útskýrir Lars. Margir hafa stigið fram að undanförnu og sagst hafa átt hugmyndina að því að Lars tæki við landsliðinu. Blaðamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson endurbirti á Facebook-síðu sinni viðtal sem hann tók við Lars fyrir Fréttablaðið, frá 8. september 2011. Þá sagði Lars meðal annars: „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Kolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, benti einnig á viðtal sem hann tók við Lars í janúar 2010 á vefnum Sammarinn.com. Þá hafði Lars hætt þjálfun sænska landsliðsins, en tók skömmu síðar við því nígeríska. Í viðtalinu var Lars spurður hvort það kæmi til greina að hann þjálfaði íslenska landsliðið, og svaraði Lars því á einfaldan hátt: „Ekki spurning!“ Þó mátti greina augljóst grín í skrifum þeirra Tuma og Henrys á Facebook, um málið. Sigurður Ragnar Eyjólfsson steig svo fram, á sunnudagskvöldið þegar Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni EM og sagðist hafa átt hugmyndina að ráðningu Lars. Þá var Knattspyrnusamband Íslands í viðræðum við Roy Keane og þurfti Sigurður Ragnar að sannfæra stjórnina að Lars væri rétti maðurinn í starfði. „Ég þurfti því að fylgja þessu máli hratt eftir þar sem KSÍ var komið í viðræður við Roy Keane og sannfæra stjórnendur KSÍ um að Lars væri betri kostur. Að lokum tóku Geir og Þórir auðvitað lokaákvörðunina og hún var að sjálfsögðu hárrétt og farsæl og þeim ber að hrósa fyrir það. Engan veginn ætla ég að eigna mér þessar ákvarðanir, þær voru auðvitað Geirs og Þóris og stjórnenda KSÍ,“ skrifaði Sigurður Ragnar á Facebook-síðu sína. Geir Þorsteinsson var gestur í Akraborginni á X-inu í gær. Þar segist hann sjálfur hafa átt hugmyndina að því að fá Lars til landsliðsins. „Það kom mér á óvart að hann skildi hætta með Svíana og þá kom þessi hugmynd upp í kollinn að þarna gæti kannski verið möguleiki ef það væri innan þess fjárhagsramma sem við gætum teygt okkur í,“ sagði hann og bætti við: „Ég meina ég þekkti manninn og vissi eftir hverju var að sækja.“ Fyrir þá sem vilja glöggva sig frekar á málinu, er gott að benda á úttekt Nútímans á málinu.Einnig má benda á tíst Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur. Á Twitter birti hann tölvupóst sem hann sendi á Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, haustið 2011:Allir vildi Lilju kveðið hafa. það var ekkert að þakka :) #fotboltinetpic.twitter.com/EHGKbVZFGs — Thorsteinn Gunnars (@thorsteinngu) September 8, 2015Sigurður Ragnar Eyjólfsson ræddi fyrstur við Lars.Mynd/ÍBVLars staðfestir í raun allt sem Sigurður Ragnar hafði að segja um málið. „Ég man ekki nákvæmlega hvað við Siggi ræddum um. Mig minnir að hann hafi spurt hvort ég hefði áhuga á þessu verkefni og hvort ég væri tilbúinn í það. Eitthvað í þá veru. Mig minnir að við höfum ekki farið í nein nákvæm smáatriði. Síðan leið einhver tími þar til að Geir hringdi í mig og spurði hvort ég hefði áhuga.“ Lars, sem staðfestir að hann hafi átt í viðræðum við nokkur önnur knattspyrnusambönd, segist ekki telja blaðaviðtölin við hann með í þessu ferli og hefur einfalda ástæðu fyrir því: „Nei, ég tel fjölmiðlana ekki með, því held að þeir geti ekki boðið manni þjálfarastarf,“ segir hann og brosir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um ráðningarferlið; þegar Lars Lagerbäck var ráðinn landsliðsþjálfari og hver átti hugmyndina að því. Lars Lägerbeck hefur nú leyst ráðgátuna í samtali við fréttastofu 365 og segir Sigurð Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og yfirmaður menntunarmála hjá KSÍ, hafa fyrstan viðrað hugmyndina að því að Lars yrði landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]. En síðan heyrði ég ekki í neinum þar til að Geir [Þorsteinsson, formaður KSÍ] hringdi í mig eitthvað síðar,“ útskýrir Lars. Margir hafa stigið fram að undanförnu og sagst hafa átt hugmyndina að því að Lars tæki við landsliðinu. Blaðamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson endurbirti á Facebook-síðu sinni viðtal sem hann tók við Lars fyrir Fréttablaðið, frá 8. september 2011. Þá sagði Lars meðal annars: „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Kolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, benti einnig á viðtal sem hann tók við Lars í janúar 2010 á vefnum Sammarinn.com. Þá hafði Lars hætt þjálfun sænska landsliðsins, en tók skömmu síðar við því nígeríska. Í viðtalinu var Lars spurður hvort það kæmi til greina að hann þjálfaði íslenska landsliðið, og svaraði Lars því á einfaldan hátt: „Ekki spurning!“ Þó mátti greina augljóst grín í skrifum þeirra Tuma og Henrys á Facebook, um málið. Sigurður Ragnar Eyjólfsson steig svo fram, á sunnudagskvöldið þegar Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni EM og sagðist hafa átt hugmyndina að ráðningu Lars. Þá var Knattspyrnusamband Íslands í viðræðum við Roy Keane og þurfti Sigurður Ragnar að sannfæra stjórnina að Lars væri rétti maðurinn í starfði. „Ég þurfti því að fylgja þessu máli hratt eftir þar sem KSÍ var komið í viðræður við Roy Keane og sannfæra stjórnendur KSÍ um að Lars væri betri kostur. Að lokum tóku Geir og Þórir auðvitað lokaákvörðunina og hún var að sjálfsögðu hárrétt og farsæl og þeim ber að hrósa fyrir það. Engan veginn ætla ég að eigna mér þessar ákvarðanir, þær voru auðvitað Geirs og Þóris og stjórnenda KSÍ,“ skrifaði Sigurður Ragnar á Facebook-síðu sína. Geir Þorsteinsson var gestur í Akraborginni á X-inu í gær. Þar segist hann sjálfur hafa átt hugmyndina að því að fá Lars til landsliðsins. „Það kom mér á óvart að hann skildi hætta með Svíana og þá kom þessi hugmynd upp í kollinn að þarna gæti kannski verið möguleiki ef það væri innan þess fjárhagsramma sem við gætum teygt okkur í,“ sagði hann og bætti við: „Ég meina ég þekkti manninn og vissi eftir hverju var að sækja.“ Fyrir þá sem vilja glöggva sig frekar á málinu, er gott að benda á úttekt Nútímans á málinu.Einnig má benda á tíst Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur. Á Twitter birti hann tölvupóst sem hann sendi á Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, haustið 2011:Allir vildi Lilju kveðið hafa. það var ekkert að þakka :) #fotboltinetpic.twitter.com/EHGKbVZFGs — Thorsteinn Gunnars (@thorsteinngu) September 8, 2015Sigurður Ragnar Eyjólfsson ræddi fyrstur við Lars.Mynd/ÍBVLars staðfestir í raun allt sem Sigurður Ragnar hafði að segja um málið. „Ég man ekki nákvæmlega hvað við Siggi ræddum um. Mig minnir að hann hafi spurt hvort ég hefði áhuga á þessu verkefni og hvort ég væri tilbúinn í það. Eitthvað í þá veru. Mig minnir að við höfum ekki farið í nein nákvæm smáatriði. Síðan leið einhver tími þar til að Geir hringdi í mig og spurði hvort ég hefði áhuga.“ Lars, sem staðfestir að hann hafi átt í viðræðum við nokkur önnur knattspyrnusambönd, segist ekki telja blaðaviðtölin við hann með í þessu ferli og hefur einfalda ástæðu fyrir því: „Nei, ég tel fjölmiðlana ekki með, því held að þeir geti ekki boðið manni þjálfarastarf,“ segir hann og brosir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira