Fótbolti

Elta Ronaldo og Messi peningana til Englands?

Tveir bestu knattspyrnumenn heims spila á Spáni. Það gæti breyst.
Tveir bestu knattspyrnumenn heims spila á Spáni. Það gæti breyst. vísir/getty
Forseti spænsku úrvalsdeildarinnar, Javier Tebas, óttast að missa bestu leikmenn deildarinnar yfir til Englands.

Í gær var tilkynnt um nýjan risasjónvarpssamning í Englandi sem mun færa liðunum í ensku deildinni haug af peningum. Nánar tiltekið 8,5 milljarða punda á þriggja ára tímabili. Fyrir vikið ná ensku liðin forskoti á önnur lið í Evrópu.

Tebas óttast að ensku liðin muni nota þessa peninga til þess að taka bestu mennina frá Barcelona og Real Madrid.

„Ég hef trú á því að þetta geti gerst og það er háalvarlegt vandamál. Þetta verður ekki lengur besta deild heims eftir ár," sagði Tebas.

„Við munum tapa miklum peningum á markaðnum því enska úrvalsdeildin mun valta yfir aðrar deildir á heimsvísu og fá bestu samningana um allan heim."

Tebas segir að það verði að gera eitthvað róttækt í sjónvarpsmálum á Spáni ef ekki eigi illa að fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×