Skeljagrandabróðir sýknaður af báðum frelsissviptingunum Bjarki Ármannsson skrifar 21. júlí 2015 20:15 Kristján Markús Sívarsson í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kristján Markús Sívarsson, sem í gær var dæmdur í fjögurra ára og níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness, var sýknaður af báðum þeim frelsissviptingum sem hann var ákærður fyrir. Hann var aftur á móti sakfelldur fyrir líkamsárás í báðum málunum. Kristján, sem ásamt bróður sínum Stefáni Loga er oft kenndur við götuna Skeljagranda þar sem þeir bjuggu áður, var sakborningur í mörgum ákærum sem reknar voru í sama málinu fyrir héraðsdómi. Ákærurnar sem mesta athygli vöktu voru þær sem sneru að meintu frelsissviptingunum tveimur. Þær áttu að hafa átt sér stað í fyrra, annars vegar í Vogum á Vatnsleysuströnd og hins vegar í Kópavogi.Frásögn drengsins af atburðunum í Vogum varhugaverðÍ dómsorðum segir að það liggi fyrir að nítján ára drengurinn sem sagði Kristján og tvo aðra hafa haldið sér föngnum í Vogum á Vatnsleysuströnd hafi komið þangað óþvingaður og að engin sönnun sé um að honum hafi verið haldið nauðugum eftir veru hans þar. Ekki liggi fyrir að honum hafi verið varnað útgöngu og voru mennirnir þrír því sýknaðir af brotum gegn 226. grein almennra hegningarlaga, sem varðar frelsissviptingu. Jafnframt var ekkert í málinu talið færa sönnur á að mennirnir hefðu reynt að kúga fé úr drengnum. Hins vegar fellst dómurinn á að Kristján og félagar hefðu nýtt sér aflsmun og hræðslu piltsins og að það hafi verið til þess fallið að valda honum ótta um að honum hafi ekki verið frjálst að fara af staðnum. Háttsemi þeirra hafi þannig varðað við 225. grein almennra hegningarlaga, þar sem meðal annars segir að hótun um frelsissviptingu eða ofbeldi geti varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Drengurinn gaf hreint út sagt ófagrar lýsingar fyrir dómi á því ofbeldi sem hann átti að hafa sætt af höndum mannanna þriggja í Vogum:Ríkharð Júlíus Ríkharðsson var ákærður fyrir meinta frelsissviptingu í Kópavogi.Vísir/Valli„Ég get ekki sagt nákvæmlega í hvaða röð þetta gerðist en ég get sagt hvað gerðist. Hinir strákarnir voru með rafbyssuna en Diddi [Kristján Markús] var mest að kýla mig. Svo lætur Diddi mig sleikja frunsu sem er framan í honum. Þeir láta rafbyssu á kynfæri mín þannig að ég pissa á mig. Svo láta þeir mig sleikja hundapiss á gólfinu, hrækja á gólfið og láta mig sleikja það,” sagði pilturinn meðal annars. Héraðsdómur taldi drenginn ekki trúverðugan í framburði sínum en hann bar fyrir dómi að hafa verið í töluverðri fíkniefnaneyslu. Mennirnir neituðu því allir að hafa gert drengnum að sleikja upp hráka, piss og fleira og segir í dómsorðum að frásögn drengsins þyki þannig varhugaverð. Ekki þótti heldur sannað að mennirnir hefðu neitt hann til að drekka smjörsýru. Hinsvegar taldist sannað að drengurinn hefði verið sleginn og rafbyssunni beitt á hann. Það þótti hafið yfir skynsamlegan vafa að Kristján Markús hefði slegið drenginn ítrekað og var hann sakfelldur fyrir þá líkamsárás. Hinir tveir voru sakfelldir fyrir að hafa beitt rafbyssunni.Sló mann í andlitið og stakk hann með skærum Kristján var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist inn á heimili manns í Kópavogi í fyrra ásamt þeim Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og Marteini Jóhannssyni, sem báðir hlutu fangelsisdóm í gær. Var þeim þremur gefið að sök að hafa ráðist á manninn með höggum og spörkum og svipt hann frelsi sínu í allt að eina og hálfa klukkustund. Kristján var sakfelldur fyrir stórfellt líkams- og heilsutjón í skilningi 218. greinar almennra hegningarlaga fyrir að hafa meðal annars slegið manninn í andlitið og stungið hann nokkrum sinnum með skærum í upphandlegg hans. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir að hafa slegið manninn með Play Station leikjatölvu í andlitið. Mennirnir voru hinsvegar allir þrír sýknaðir af ákærum um frelsissviptingu, þar sem dómurinn taldi ekki liggja fyrir í málinu að maðurinn hafi verið bundinn eða læstur inni, eða þremenningarnir neitað honum að fara. Þeir voru sakfelldir fyrir rán fyrir að hafa tekið muni af heimili mannsins í framhaldi af líkamsmeiðingunum. Tengdar fréttir Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. 15. júní 2015 16:45 Skeljagrandabróðir eldri þarf að víkja úr dómssal: Rafstuð í kynfæri og smjörsýra í munn Kristján Markús Sívarsson þarf að víkja úr dómssal á meðan brotaþoli á nítjánda ári gefur skýrslu vegna meintrar frelsissviptingar og tilraunar til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu. 11. maí 2015 10:48 Kristján Markús hlaut fjögur ár og níu mánuði Dæmdur meðal annars fyrir frelsissviptingu og ofbeldi. Fjórir aðrir hlutu dóm í málinu 20. júlí 2015 11:45 Vill Skeljagrandabróður eldri í fimm ára fangelsi Munnlegur málflutningur í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni, Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og tveimur 19 ára piltum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 22. júní 2015 13:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Kristján Markús Sívarsson, sem í gær var dæmdur í fjögurra ára og níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness, var sýknaður af báðum þeim frelsissviptingum sem hann var ákærður fyrir. Hann var aftur á móti sakfelldur fyrir líkamsárás í báðum málunum. Kristján, sem ásamt bróður sínum Stefáni Loga er oft kenndur við götuna Skeljagranda þar sem þeir bjuggu áður, var sakborningur í mörgum ákærum sem reknar voru í sama málinu fyrir héraðsdómi. Ákærurnar sem mesta athygli vöktu voru þær sem sneru að meintu frelsissviptingunum tveimur. Þær áttu að hafa átt sér stað í fyrra, annars vegar í Vogum á Vatnsleysuströnd og hins vegar í Kópavogi.Frásögn drengsins af atburðunum í Vogum varhugaverðÍ dómsorðum segir að það liggi fyrir að nítján ára drengurinn sem sagði Kristján og tvo aðra hafa haldið sér föngnum í Vogum á Vatnsleysuströnd hafi komið þangað óþvingaður og að engin sönnun sé um að honum hafi verið haldið nauðugum eftir veru hans þar. Ekki liggi fyrir að honum hafi verið varnað útgöngu og voru mennirnir þrír því sýknaðir af brotum gegn 226. grein almennra hegningarlaga, sem varðar frelsissviptingu. Jafnframt var ekkert í málinu talið færa sönnur á að mennirnir hefðu reynt að kúga fé úr drengnum. Hins vegar fellst dómurinn á að Kristján og félagar hefðu nýtt sér aflsmun og hræðslu piltsins og að það hafi verið til þess fallið að valda honum ótta um að honum hafi ekki verið frjálst að fara af staðnum. Háttsemi þeirra hafi þannig varðað við 225. grein almennra hegningarlaga, þar sem meðal annars segir að hótun um frelsissviptingu eða ofbeldi geti varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Drengurinn gaf hreint út sagt ófagrar lýsingar fyrir dómi á því ofbeldi sem hann átti að hafa sætt af höndum mannanna þriggja í Vogum:Ríkharð Júlíus Ríkharðsson var ákærður fyrir meinta frelsissviptingu í Kópavogi.Vísir/Valli„Ég get ekki sagt nákvæmlega í hvaða röð þetta gerðist en ég get sagt hvað gerðist. Hinir strákarnir voru með rafbyssuna en Diddi [Kristján Markús] var mest að kýla mig. Svo lætur Diddi mig sleikja frunsu sem er framan í honum. Þeir láta rafbyssu á kynfæri mín þannig að ég pissa á mig. Svo láta þeir mig sleikja hundapiss á gólfinu, hrækja á gólfið og láta mig sleikja það,” sagði pilturinn meðal annars. Héraðsdómur taldi drenginn ekki trúverðugan í framburði sínum en hann bar fyrir dómi að hafa verið í töluverðri fíkniefnaneyslu. Mennirnir neituðu því allir að hafa gert drengnum að sleikja upp hráka, piss og fleira og segir í dómsorðum að frásögn drengsins þyki þannig varhugaverð. Ekki þótti heldur sannað að mennirnir hefðu neitt hann til að drekka smjörsýru. Hinsvegar taldist sannað að drengurinn hefði verið sleginn og rafbyssunni beitt á hann. Það þótti hafið yfir skynsamlegan vafa að Kristján Markús hefði slegið drenginn ítrekað og var hann sakfelldur fyrir þá líkamsárás. Hinir tveir voru sakfelldir fyrir að hafa beitt rafbyssunni.Sló mann í andlitið og stakk hann með skærum Kristján var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist inn á heimili manns í Kópavogi í fyrra ásamt þeim Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og Marteini Jóhannssyni, sem báðir hlutu fangelsisdóm í gær. Var þeim þremur gefið að sök að hafa ráðist á manninn með höggum og spörkum og svipt hann frelsi sínu í allt að eina og hálfa klukkustund. Kristján var sakfelldur fyrir stórfellt líkams- og heilsutjón í skilningi 218. greinar almennra hegningarlaga fyrir að hafa meðal annars slegið manninn í andlitið og stungið hann nokkrum sinnum með skærum í upphandlegg hans. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir að hafa slegið manninn með Play Station leikjatölvu í andlitið. Mennirnir voru hinsvegar allir þrír sýknaðir af ákærum um frelsissviptingu, þar sem dómurinn taldi ekki liggja fyrir í málinu að maðurinn hafi verið bundinn eða læstur inni, eða þremenningarnir neitað honum að fara. Þeir voru sakfelldir fyrir rán fyrir að hafa tekið muni af heimili mannsins í framhaldi af líkamsmeiðingunum.
Tengdar fréttir Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. 15. júní 2015 16:45 Skeljagrandabróðir eldri þarf að víkja úr dómssal: Rafstuð í kynfæri og smjörsýra í munn Kristján Markús Sívarsson þarf að víkja úr dómssal á meðan brotaþoli á nítjánda ári gefur skýrslu vegna meintrar frelsissviptingar og tilraunar til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu. 11. maí 2015 10:48 Kristján Markús hlaut fjögur ár og níu mánuði Dæmdur meðal annars fyrir frelsissviptingu og ofbeldi. Fjórir aðrir hlutu dóm í málinu 20. júlí 2015 11:45 Vill Skeljagrandabróður eldri í fimm ára fangelsi Munnlegur málflutningur í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni, Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og tveimur 19 ára piltum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 22. júní 2015 13:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. 15. júní 2015 16:45
Skeljagrandabróðir eldri þarf að víkja úr dómssal: Rafstuð í kynfæri og smjörsýra í munn Kristján Markús Sívarsson þarf að víkja úr dómssal á meðan brotaþoli á nítjánda ári gefur skýrslu vegna meintrar frelsissviptingar og tilraunar til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu. 11. maí 2015 10:48
Kristján Markús hlaut fjögur ár og níu mánuði Dæmdur meðal annars fyrir frelsissviptingu og ofbeldi. Fjórir aðrir hlutu dóm í málinu 20. júlí 2015 11:45
Vill Skeljagrandabróður eldri í fimm ára fangelsi Munnlegur málflutningur í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni, Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og tveimur 19 ára piltum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 22. júní 2015 13:45