Hillary og repúblikanarnir Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. apríl 2015 12:00 Hillary Clinton yrði fyrsta konan sem settist á forsetastól í Bandaríkjunum, og á eftir Barack Obama, sem varð fyrsti þeldökki maðurinn til að hreppa þetta valdamesta embætti heims. Hillary Clinton virðist nokkuð örugg með að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningum í Bandaríkjunum haustið 2006. Langt er að vísu til kosninga þannig að enn er ekki hægt að útiloka neitt í þeim efnum. Mikil óvissa ríkir hins vegar í herbúðum repúblikana. Enginn sterkur frambjóðandi virðist í boði, nema þá helst Jeb Bush, Scott Walker eða jafnvel Chris Christie. Bush er vel þekktur, bæði sem fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída og sem bróðir og sonur tveggja fyrrverandi forseta. Walker hefur vakið athygli meðal eindreginna íhaldsmanna fyrir baráttu sína gegn verkalýðshreyfingunni, en Christie þykir mikill dugnaðarforkur þótt ekki sé hann allra. Þrír repúblikanar eru strax búnir að tilkynna um framboð, þeir Ted Cruz, Paul Rand og Marco Rubio. Allir hafa þeir tengst hinni herskáu teboðshreyfingu innan Repúblikanaflokksins, sem virðist þó hafa verið að missa flugið undanfarið. Rick Santorum hefur sömuleiðis lýst yfir framboði og náði þokkalegum árangri í forkosningum flokksins árið 2012. Rick Perry þykir afar líklegur til að taka slaginn aftur, en hann náði sömuleiðis býsna langt síðast. Óvíst er hins vegar hvort Mike Huckabee láti reyna á gæfuna í þetta sinn, en hann var ekki með árið 2012 þótt hann hafi náð góðum árangri 2008, þegar hann tapaði á endanum fyrir John McCain.Yfirburðastaða Clinton Hvað demókratana varðar þá hafa nokkrir verið nefndir sem líklegir mótframbjóðendur Clinton. Á meðal þeirra er hin skelegga Elizabeth Warren, sem hefur þó fyrir löngu tekið af skarið og útilokað framboð. Clinton hefur borið mikið lof á Warren og vonast væntanlega eftir stuðningi hennar. Joe Biden, sem er varaforseti Baracks Obama, hefur ekki útilokað framboð en virðist þó almennt ekki talinn líklegur til að taka slaginn. Og ætti ekkert endilega mikla möguleika á móti Clinton, að minnsta kosti eins og staðan er nú. Tveir demókratar hafa sýnt töluverðan áhuga á framboði en virðast samt fyrirfram dæmdir til að tapa gegn Clinton. Annar þeirra er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, sem virðist fyrst og fremst ætla í framboð gegn Clinton til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri við kjósendur. Hinn er Jim Webb, sem er ekki sami haukurinn í utanríkismálum og Clinton og myndi höfða til frjálslyndari demókrata en hún.Fyrsta konan Hillary Clinton yrði fyrsta konan sem settist á forsetastól í Bandaríkjunum, og á eftir Barack Obama, sem varð fyrsti þeldökki maðurinn til að hreppa þetta valdamesta embætti heims. Bill Clinton, fyrrverandi forseti, yrði þá kominn í sömu stöðu og eiginkona hans var árin 1993 til 2000, sem maki forseta Bandaríkjanna. Hún tilkynnti um framboð sitt á vefsíðu sinni nú í vikunni en sagði lítið annað en að hún ætlaði að bjóða sig fram. Hún boðar hins vegar fyrsta kosningafundinn í New Hampshire strax eftir helgina. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Hillary Clinton virðist nokkuð örugg með að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningum í Bandaríkjunum haustið 2006. Langt er að vísu til kosninga þannig að enn er ekki hægt að útiloka neitt í þeim efnum. Mikil óvissa ríkir hins vegar í herbúðum repúblikana. Enginn sterkur frambjóðandi virðist í boði, nema þá helst Jeb Bush, Scott Walker eða jafnvel Chris Christie. Bush er vel þekktur, bæði sem fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída og sem bróðir og sonur tveggja fyrrverandi forseta. Walker hefur vakið athygli meðal eindreginna íhaldsmanna fyrir baráttu sína gegn verkalýðshreyfingunni, en Christie þykir mikill dugnaðarforkur þótt ekki sé hann allra. Þrír repúblikanar eru strax búnir að tilkynna um framboð, þeir Ted Cruz, Paul Rand og Marco Rubio. Allir hafa þeir tengst hinni herskáu teboðshreyfingu innan Repúblikanaflokksins, sem virðist þó hafa verið að missa flugið undanfarið. Rick Santorum hefur sömuleiðis lýst yfir framboði og náði þokkalegum árangri í forkosningum flokksins árið 2012. Rick Perry þykir afar líklegur til að taka slaginn aftur, en hann náði sömuleiðis býsna langt síðast. Óvíst er hins vegar hvort Mike Huckabee láti reyna á gæfuna í þetta sinn, en hann var ekki með árið 2012 þótt hann hafi náð góðum árangri 2008, þegar hann tapaði á endanum fyrir John McCain.Yfirburðastaða Clinton Hvað demókratana varðar þá hafa nokkrir verið nefndir sem líklegir mótframbjóðendur Clinton. Á meðal þeirra er hin skelegga Elizabeth Warren, sem hefur þó fyrir löngu tekið af skarið og útilokað framboð. Clinton hefur borið mikið lof á Warren og vonast væntanlega eftir stuðningi hennar. Joe Biden, sem er varaforseti Baracks Obama, hefur ekki útilokað framboð en virðist þó almennt ekki talinn líklegur til að taka slaginn. Og ætti ekkert endilega mikla möguleika á móti Clinton, að minnsta kosti eins og staðan er nú. Tveir demókratar hafa sýnt töluverðan áhuga á framboði en virðast samt fyrirfram dæmdir til að tapa gegn Clinton. Annar þeirra er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, sem virðist fyrst og fremst ætla í framboð gegn Clinton til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri við kjósendur. Hinn er Jim Webb, sem er ekki sami haukurinn í utanríkismálum og Clinton og myndi höfða til frjálslyndari demókrata en hún.Fyrsta konan Hillary Clinton yrði fyrsta konan sem settist á forsetastól í Bandaríkjunum, og á eftir Barack Obama, sem varð fyrsti þeldökki maðurinn til að hreppa þetta valdamesta embætti heims. Bill Clinton, fyrrverandi forseti, yrði þá kominn í sömu stöðu og eiginkona hans var árin 1993 til 2000, sem maki forseta Bandaríkjanna. Hún tilkynnti um framboð sitt á vefsíðu sinni nú í vikunni en sagði lítið annað en að hún ætlaði að bjóða sig fram. Hún boðar hins vegar fyrsta kosningafundinn í New Hampshire strax eftir helgina.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira