Varadómari settur á leiki til að koma í veg fyrir fleiri stór mistök Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2015 11:00 Það hjálpar ekki einbeitingu aðstoðardómara að þurfa einnig að sjá um bekkina, segir dómarastjóri KSÍ. vísir/stefán Knattspyrnuáhugamenn hafa kannski tekið eftir því að varadómari hefur verið á nær helming leikjanna í síðustu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta. Varadómari var á þremur leikjum í níundu umferð og í fjórum leikjum í tíundu umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. „Við höfum það nú að markmiði að fjölga varadómurum og frá og með næsta ári ætlum við að hafa varadómara á öllum leikjum í Pepsi-deild karla,“ segir Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, við Vísi. „Markmiðið er það,“ segir hann. „Að aðstoðardómarinn sem er bekkjarmeginn [AD1] á vellinum fái vinnufrið. Starf aðstoðardómarans er þannig að hann verður að hafa fulla einbeitingu á því sem hann er að gera til að skila af sér góðu starfi.“ „Það tekur höggið af aðstoðardómara eitt þegar varadómari er til staðar. Hann sér í staðinn um samskipti við bekkinn og menn einbeita sér að honum,“ segir Magnús Már.Halldór Breiðfjörð, varadómari í leik Fylkis og Víkings, hefur hemil á Ólafi Þórðarsyni á hliðarlínunni.vísir/valliKostar um tvær milljónir Dómarastjórinn segist ekki geta fullyrt að varadómari verði á öllum leikjum á næsta ári þó að því sé stefnt. Kostnaðurinn er mikill, en varadómari fær um 14.000 krónur fyrir leikinn. Dómarakostnaður KSÍ eykst því um tvær milljónir á næsta tímabili. „Þetta er bara tímanna tákn. Það er orðið mun flóknara að vera aðstoðardómari núna en fyrir nokkrum árum. Það er nóg álag að sinna sínu starfi og fylgjast með rangstöðunni og ekki hjálpar að vera líka með bekkinn,“ segir Magnús Már. Aðspurður hvort KSÍ sé einfaldlega að bregðast við gríðarlegri gagnrýni á dómara Pepsi-deildarinnar og sérstaklega í garð aðstoðardómaranna segir Magnús: „Það er hárrétt. Álagið hefur aukist til muna hjá þeim og við erum að reyna að létta álagið á þeim.“Dómgæslan hefur í heildina verið góð, en of stór mistök hafa verið gerð.vísir/vilhelmAðstoðardómarar kallaðir sérstaklega á fund Dómarar eru mjög meðvitaðir um hvernig þeir hafa farið af stað í deildinni og er þetta ekki það eina sem KSÍ er að gera til að reyna að bæta dómgæsluna. „Menn halda að við séum ekki að gera neitt, en þegar við lendum í svona áföllum þá reynum við alltaf að bregðast við,“ segir Magnús Már. „Við erum alltaf með tvo fundi á sumrin; annan eftir átta umferðir og svo aftur í lok júlí. Þar förum við yfir það sem betur má fara og reynum að greina mistökin. “ „Eins og allir vita vorum við í erfiðleikum með aðstoðardómarana þannig við kölluðum þá aukalega inn á fund þar sem við fórum yfir allan pakkann.“ „Dómgæslan hefur í heildina gengið vel en við erum að sjá meira af mistökum í byrjun móts heldur en áður og því erum við að bregðast við,“ segir Magnús Már Jónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Knattspyrnuáhugamenn hafa kannski tekið eftir því að varadómari hefur verið á nær helming leikjanna í síðustu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta. Varadómari var á þremur leikjum í níundu umferð og í fjórum leikjum í tíundu umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. „Við höfum það nú að markmiði að fjölga varadómurum og frá og með næsta ári ætlum við að hafa varadómara á öllum leikjum í Pepsi-deild karla,“ segir Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, við Vísi. „Markmiðið er það,“ segir hann. „Að aðstoðardómarinn sem er bekkjarmeginn [AD1] á vellinum fái vinnufrið. Starf aðstoðardómarans er þannig að hann verður að hafa fulla einbeitingu á því sem hann er að gera til að skila af sér góðu starfi.“ „Það tekur höggið af aðstoðardómara eitt þegar varadómari er til staðar. Hann sér í staðinn um samskipti við bekkinn og menn einbeita sér að honum,“ segir Magnús Már.Halldór Breiðfjörð, varadómari í leik Fylkis og Víkings, hefur hemil á Ólafi Þórðarsyni á hliðarlínunni.vísir/valliKostar um tvær milljónir Dómarastjórinn segist ekki geta fullyrt að varadómari verði á öllum leikjum á næsta ári þó að því sé stefnt. Kostnaðurinn er mikill, en varadómari fær um 14.000 krónur fyrir leikinn. Dómarakostnaður KSÍ eykst því um tvær milljónir á næsta tímabili. „Þetta er bara tímanna tákn. Það er orðið mun flóknara að vera aðstoðardómari núna en fyrir nokkrum árum. Það er nóg álag að sinna sínu starfi og fylgjast með rangstöðunni og ekki hjálpar að vera líka með bekkinn,“ segir Magnús Már. Aðspurður hvort KSÍ sé einfaldlega að bregðast við gríðarlegri gagnrýni á dómara Pepsi-deildarinnar og sérstaklega í garð aðstoðardómaranna segir Magnús: „Það er hárrétt. Álagið hefur aukist til muna hjá þeim og við erum að reyna að létta álagið á þeim.“Dómgæslan hefur í heildina verið góð, en of stór mistök hafa verið gerð.vísir/vilhelmAðstoðardómarar kallaðir sérstaklega á fund Dómarar eru mjög meðvitaðir um hvernig þeir hafa farið af stað í deildinni og er þetta ekki það eina sem KSÍ er að gera til að reyna að bæta dómgæsluna. „Menn halda að við séum ekki að gera neitt, en þegar við lendum í svona áföllum þá reynum við alltaf að bregðast við,“ segir Magnús Már. „Við erum alltaf með tvo fundi á sumrin; annan eftir átta umferðir og svo aftur í lok júlí. Þar förum við yfir það sem betur má fara og reynum að greina mistökin. “ „Eins og allir vita vorum við í erfiðleikum með aðstoðardómarana þannig við kölluðum þá aukalega inn á fund þar sem við fórum yfir allan pakkann.“ „Dómgæslan hefur í heildina gengið vel en við erum að sjá meira af mistökum í byrjun móts heldur en áður og því erum við að bregðast við,“ segir Magnús Már Jónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira