Ránið í Borgartúni upplýst að miklu leyti Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. desember 2015 12:26 Bankaránið í útibúi Landsbankans Borgartúni í gær er upplýst að miklu leyti en báðir ræningjanna eru í haldi lögreglunnar og hefur annar þeirra játað. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim síðar í dag. Aðgerðir lögreglu við leit að ræningjunum í gær voru mjög umfangsmiklar en lögreglan naut liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit í Öskjuhlíð og nærumhverfi. Flóttabíll sem mennirnir studdust við í ráninu, stolinn Ford Transit, fannst yfirgefinn í Barmahlíð og til mannanna sást við bensínstöð í Hlíðunum. Um klukkan sjö var leit í Öskjuhlíð hætt. Um svipað leyti réðst lögreglan til atlögu í íbúð í blokk í Stigahlíð. Í íbúðinni voru tveir handteknir skömmu fyrir sjö í gærkvöldi og sá þriðji var síðan leiddur út í járnum rétt fyrir átta. Hann var í íbúðinni með sérsveitarmönnum í rúmlega einn og hálfan klukkutíma áður en hann var færður niður á stöð í yfirheyrslu. Nú liggur fyrir að engin tengsl eru á milli mannanna sem handteknir voru í Stigahlíð og ræningjanna tveggja. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn stýrir rannsókn málsins. „Eftir að lögreglan sendir frá sér myndir í gærkvöldi og fjölmiðlar birtu þær þá gaf sig fram maður um tvítugt og játaði aðild að ráninu. Í kjölfarið var annar maður á svipuðum aldri handtekinn og þeir eru báðir í vörslu lögreglu og yfirheyrslur standa yfir,“ segir Friðrik Smári. Hann segir líklegt að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum síðar í dag. „Málið er upplýst að hluta, að minnsta kosti og á þessari stundu eru ekki fleiri grunaðir. Rannsókn miðar mjög vel og eftir að lögreglan leitaði til almennings með myndbirtingum og annað slíkt fengum við fjölmargar ábendingar sem við fylgdum eftir og það endaði svo með þessum handtökum í nótt.“ Friðrik Smári segir að ábendingar frá almenningi, m.a. gegnum Facebook, hafi skipt sköpum.Mynd af ræningjunum úr eftirlitsmyndavél bankans. Skotvopnið reyndist eftirlíking.Lögreglan hefur endurheimt hluta þess fjár sem var rænt. Ekki hefur verið gefið upp hversu há fjárhæðin er en samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum var um að ræða „óverulega fjárhæð.“ Skotvopn sem notað var í ráninu er fundið og reyndist það eftirlíking. „Þegar ránið er framið þá er það gert með mjög afgerandi hætti. Það er ógnað með vopnum, annars vegar hnífi og hins vegar skotvopni. Á þeirri stundu var ekki annað vitað en að um raunverulegt skotvopn væri að ræða. Við leit lögreglu fannst skotvopn sem reyndist vera eftirlíking að skammbyssu,“ segir Friðrik Smári. Sakborningarnir í málinu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Fyrir rán samkvæmt almennum hegningarlögum er hægt að dæma allt að tíu ára fangelsi en hafi mjög mikil hætta verið samfara ráninu, getur refsingin þó orðið allt að 16 ára fangelsi. Tengdar fréttir Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Bankaræningjarnir ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum bankans með vopnum. Inni í bankanum voru meðal annars börn. 30. desember 2015 18:44 Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00 Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Bankaránið í útibúi Landsbankans Borgartúni í gær er upplýst að miklu leyti en báðir ræningjanna eru í haldi lögreglunnar og hefur annar þeirra játað. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim síðar í dag. Aðgerðir lögreglu við leit að ræningjunum í gær voru mjög umfangsmiklar en lögreglan naut liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit í Öskjuhlíð og nærumhverfi. Flóttabíll sem mennirnir studdust við í ráninu, stolinn Ford Transit, fannst yfirgefinn í Barmahlíð og til mannanna sást við bensínstöð í Hlíðunum. Um klukkan sjö var leit í Öskjuhlíð hætt. Um svipað leyti réðst lögreglan til atlögu í íbúð í blokk í Stigahlíð. Í íbúðinni voru tveir handteknir skömmu fyrir sjö í gærkvöldi og sá þriðji var síðan leiddur út í járnum rétt fyrir átta. Hann var í íbúðinni með sérsveitarmönnum í rúmlega einn og hálfan klukkutíma áður en hann var færður niður á stöð í yfirheyrslu. Nú liggur fyrir að engin tengsl eru á milli mannanna sem handteknir voru í Stigahlíð og ræningjanna tveggja. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn stýrir rannsókn málsins. „Eftir að lögreglan sendir frá sér myndir í gærkvöldi og fjölmiðlar birtu þær þá gaf sig fram maður um tvítugt og játaði aðild að ráninu. Í kjölfarið var annar maður á svipuðum aldri handtekinn og þeir eru báðir í vörslu lögreglu og yfirheyrslur standa yfir,“ segir Friðrik Smári. Hann segir líklegt að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum síðar í dag. „Málið er upplýst að hluta, að minnsta kosti og á þessari stundu eru ekki fleiri grunaðir. Rannsókn miðar mjög vel og eftir að lögreglan leitaði til almennings með myndbirtingum og annað slíkt fengum við fjölmargar ábendingar sem við fylgdum eftir og það endaði svo með þessum handtökum í nótt.“ Friðrik Smári segir að ábendingar frá almenningi, m.a. gegnum Facebook, hafi skipt sköpum.Mynd af ræningjunum úr eftirlitsmyndavél bankans. Skotvopnið reyndist eftirlíking.Lögreglan hefur endurheimt hluta þess fjár sem var rænt. Ekki hefur verið gefið upp hversu há fjárhæðin er en samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum var um að ræða „óverulega fjárhæð.“ Skotvopn sem notað var í ráninu er fundið og reyndist það eftirlíking. „Þegar ránið er framið þá er það gert með mjög afgerandi hætti. Það er ógnað með vopnum, annars vegar hnífi og hins vegar skotvopni. Á þeirri stundu var ekki annað vitað en að um raunverulegt skotvopn væri að ræða. Við leit lögreglu fannst skotvopn sem reyndist vera eftirlíking að skammbyssu,“ segir Friðrik Smári. Sakborningarnir í málinu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Fyrir rán samkvæmt almennum hegningarlögum er hægt að dæma allt að tíu ára fangelsi en hafi mjög mikil hætta verið samfara ráninu, getur refsingin þó orðið allt að 16 ára fangelsi.
Tengdar fréttir Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Bankaræningjarnir ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum bankans með vopnum. Inni í bankanum voru meðal annars börn. 30. desember 2015 18:44 Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00 Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Bankaræningjarnir ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum bankans með vopnum. Inni í bankanum voru meðal annars börn. 30. desember 2015 18:44
Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00
Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25
Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24
Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52