Benzema vill vinna EM með Valbuena Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2015 18:09 Vísir/Getty Karim Benzema mun í kvöld tjá sig í fyrsta sinn um fjárkúgunarmálið sem vakið hefur mikla athygli í Frakklandi. Benzema, sem leikur með Real Madrid, hefur verið ákærður fyrir að taka þátt í samsæri um að beita annan franskan landsliðsmann, Mathieu Valbuena, fjárkúgun vegna kynlífsmyndbands þess síðarnefnda. Sjá einnig: Forsætisráðherra Frakka ekki hrifinn af Benzema Benzema hefur viðurkennt að hann hafi komið að málinu en neitar því að hafa haft rangt við. „Vonandi endar þetta vel og allt verður í lagi. Að við getum aftur spilað saman í franska landsliðinu og unnið EM,“ sagði Benzema í viðtalinu sem verður birt í heild sinni í kvöld. „Ég er ekki að þykjast fyrir myndavélirnar. Ég er ekki að spila neinn leik,“ sagði Benzema enn fremur. „Ég er hingað kominn til að vera heiðarlegur.“ Sjá einnig: Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Enn liggur ekki nákvæmlega ljóst fyrir hver þáttur Benzema er í málinu en talið er að hann hafi komið að máli við Valbuena á æfingu franska landsliðsins í haust fyrir hönd æskuvinar síns og hvatt hann til að hafa samband við aðila sem segjast vera með umrætt myndband í sínum fórum. Benzema má samkvæmt dómsúrskurði ekki hitta Valbuena á meðan rannsókn málsins stendur og því geta þeir ekki verið saman í franska landsliðinu. Ef málið dregst á langinn fram yfir EM er ljóst að aðeins annar þeirra á möguleika á að taka þátt í mótinu. Hvorugur þeirra var valinn í franska landsliðið í síðasta mánuði. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Karim Benzema mun í kvöld tjá sig í fyrsta sinn um fjárkúgunarmálið sem vakið hefur mikla athygli í Frakklandi. Benzema, sem leikur með Real Madrid, hefur verið ákærður fyrir að taka þátt í samsæri um að beita annan franskan landsliðsmann, Mathieu Valbuena, fjárkúgun vegna kynlífsmyndbands þess síðarnefnda. Sjá einnig: Forsætisráðherra Frakka ekki hrifinn af Benzema Benzema hefur viðurkennt að hann hafi komið að málinu en neitar því að hafa haft rangt við. „Vonandi endar þetta vel og allt verður í lagi. Að við getum aftur spilað saman í franska landsliðinu og unnið EM,“ sagði Benzema í viðtalinu sem verður birt í heild sinni í kvöld. „Ég er ekki að þykjast fyrir myndavélirnar. Ég er ekki að spila neinn leik,“ sagði Benzema enn fremur. „Ég er hingað kominn til að vera heiðarlegur.“ Sjá einnig: Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Enn liggur ekki nákvæmlega ljóst fyrir hver þáttur Benzema er í málinu en talið er að hann hafi komið að máli við Valbuena á æfingu franska landsliðsins í haust fyrir hönd æskuvinar síns og hvatt hann til að hafa samband við aðila sem segjast vera með umrætt myndband í sínum fórum. Benzema má samkvæmt dómsúrskurði ekki hitta Valbuena á meðan rannsókn málsins stendur og því geta þeir ekki verið saman í franska landsliðinu. Ef málið dregst á langinn fram yfir EM er ljóst að aðeins annar þeirra á möguleika á að taka þátt í mótinu. Hvorugur þeirra var valinn í franska landsliðið í síðasta mánuði.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn