Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ Sveinn Arnarsson skrifar 2. desember 2015 20:31 Vigdís Hauksdóttir(til vinstri) og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (til hægri) horfa mismunandi augum á úttekt á rekstri Landspítala Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, um að verja þrjátíu milljónum króna til að greina rekstur og starfsemi Landspítala, falla ekki í kramið hjá formanni velferðarnefndar þingsins, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, svo vægt sé til orða tekið. „Þetta finnst mér ógeðfelld niðurstaða. Landspítali er vel rekin stofnun og þau hafa fært mjög góð og sannfærandi rök fyrir fjárþörf spítalans“ skrifar Sigríður Ingibjörg á Facebook síðu sína nú í kvöld og vitnar í frétt Vísis um málið. Þar sagði Vigdís Hauksdóttir það mikilvægt að skoða rekstur spítalans. „Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans og meirihluti fjárlaganefndar hafa komist að samkomulagi í góðri sátt að taka þrjátíu milljónir út af fjárlögum núna til að greina rekstur og starfsemi spítalans öllum til góða og hagsbóta,“ sagði Vigdís. Hún vonaðist til að þessi greining nýtist og samstilli alla aðila í reiptogi fjárlaga eins og það var orðað. Sigríður Ingibjörg vandar samstarfskonu sinni á þingi, Vigdísi Hauksdóttur, ekki kveðjurnar. „Formaður fjárlaganefndar sem hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans. Forstjórinn er samþykkur því enda veit hann að sjúkrahúsið er rekið fyrir allt of lítið fé. Það er skuggalegt að það kosti 30 milljónir að sannfæra formann fjárlaganefndar um fjárþörf stærstu stofnunar íslenska ríkisins,“ skrifar Sigríður Ingibjörg. Læknaráð og hjúkrunarráð landspítala sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna fjárveitinga til spítalans og eru þær í samræmi við það sem forstjóri spítalans hefur áður sagt. Fjárþörfin er mun meiri en fjárveitingavaldið áætlar að setja í málaflokkinn. "Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. " Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, skirifar grein um fjárþörf spítalans og íslensks heilbrigðiskerfi í desemberútgáfu blaðsins og kemst að sömu niðurstöðu „Samkvæmt útreikningum hagdeildar Landspítala og lækna í samninganefnd Læknafélags Íslands verður kostnaðurinn að minnsta kosti tvöfalt meiri en þær 400 milljónir sem spítalanum hefur verið úthlutað vegna þessa liðar samninganna,“ segir í leiðara Engilberts og hann vonar að þeir sem stýra þjóðarskútunni leggi aukna áherslu á heilbrigðismál á næsta ári. „Formenn stjórnarflokkanna heyra vitaskuld hávært ákall almennings um úrbætur. Þess vegna hlýtur að mega treysta því að þeir styðji í verki uppbyggingu þjónustunnar. Ekki er seinna vænna eftir eyðimerkurgöngu viðvarandi hagræðingar og niðurskurðar sem spannar brátt aldarfjórðung." Alþingi Tengdar fréttir 30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, um að verja þrjátíu milljónum króna til að greina rekstur og starfsemi Landspítala, falla ekki í kramið hjá formanni velferðarnefndar þingsins, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, svo vægt sé til orða tekið. „Þetta finnst mér ógeðfelld niðurstaða. Landspítali er vel rekin stofnun og þau hafa fært mjög góð og sannfærandi rök fyrir fjárþörf spítalans“ skrifar Sigríður Ingibjörg á Facebook síðu sína nú í kvöld og vitnar í frétt Vísis um málið. Þar sagði Vigdís Hauksdóttir það mikilvægt að skoða rekstur spítalans. „Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans og meirihluti fjárlaganefndar hafa komist að samkomulagi í góðri sátt að taka þrjátíu milljónir út af fjárlögum núna til að greina rekstur og starfsemi spítalans öllum til góða og hagsbóta,“ sagði Vigdís. Hún vonaðist til að þessi greining nýtist og samstilli alla aðila í reiptogi fjárlaga eins og það var orðað. Sigríður Ingibjörg vandar samstarfskonu sinni á þingi, Vigdísi Hauksdóttur, ekki kveðjurnar. „Formaður fjárlaganefndar sem hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans. Forstjórinn er samþykkur því enda veit hann að sjúkrahúsið er rekið fyrir allt of lítið fé. Það er skuggalegt að það kosti 30 milljónir að sannfæra formann fjárlaganefndar um fjárþörf stærstu stofnunar íslenska ríkisins,“ skrifar Sigríður Ingibjörg. Læknaráð og hjúkrunarráð landspítala sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna fjárveitinga til spítalans og eru þær í samræmi við það sem forstjóri spítalans hefur áður sagt. Fjárþörfin er mun meiri en fjárveitingavaldið áætlar að setja í málaflokkinn. "Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. " Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, skirifar grein um fjárþörf spítalans og íslensks heilbrigðiskerfi í desemberútgáfu blaðsins og kemst að sömu niðurstöðu „Samkvæmt útreikningum hagdeildar Landspítala og lækna í samninganefnd Læknafélags Íslands verður kostnaðurinn að minnsta kosti tvöfalt meiri en þær 400 milljónir sem spítalanum hefur verið úthlutað vegna þessa liðar samninganna,“ segir í leiðara Engilberts og hann vonar að þeir sem stýra þjóðarskútunni leggi aukna áherslu á heilbrigðismál á næsta ári. „Formenn stjórnarflokkanna heyra vitaskuld hávært ákall almennings um úrbætur. Þess vegna hlýtur að mega treysta því að þeir styðji í verki uppbyggingu þjónustunnar. Ekki er seinna vænna eftir eyðimerkurgöngu viðvarandi hagræðingar og niðurskurðar sem spannar brátt aldarfjórðung."
Alþingi Tengdar fréttir 30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48