Innlent

30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans

Birgir Olgeirsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir vísir/ernir
30 milljónir króna af fjárlögum munu fara til að greina rekstur og starfsemi Landspítala Íslands. Þetta kom fram í máli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar Alþingis, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hún sagði að miklar breytingar verði á fjárlagafrumvarpinu eftir vinnu nefndarinnar, bæði á tekju og útgjaldahlið. Vigdís sagðist fagna því að þrjátíu milljónir muni fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans og þannig verði fundið hvar vandi spítalans liggur.

„Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans og meirihluti fjárlaganefndar hafa komist að samkomulagi í góðri sátt að taka þrjátíu milljónir út af fjárlögum núna til að greina rekstur og starfsemi spítalans öllum til góða og hagsbóta,“ sagði Vigdís sem sagðist vonast til að eftir þessa greiningu verði allir á sömu blaðsíðu og að reiptog fjárlaganna, sem birtist landsmönnum á hverju hausti, verði stoppað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×