Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2015 21:00 53.555 Íslendingar skrifuðu undir áskorun um að þjóðin fengi að taka ákvörðun um áframhald viðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vísir/Valli Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. „Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu flestir ráðherrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eftir kosningarnar ákvað ríkisstjórnin hins vegar að standa ekki við loforðið og lagði fram frumvarp um að umsókn Íslands yrði afturkölluð.“ Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi vakið mikla reiði og þúsundir lagt leið sína á Austurvöll þar sem þeir kröfðust þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Eins kom fram í skoðanakönnunum að 82% landsmanna vildu taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og 53.555 Íslendingar skrifuðu undir áskorun þar um til ráðamanna. Þessi miklu viðbrögð endurspegluðu megna óánægju Íslendinga með meðhöndlun málsins. Almenningur reis með afgerandi hætti upp gegn ríkisstjórninni og skilaboðin voru skýr og afdráttarlaus. Að lokum hætti stjórnin við að afgreiða frumvarpið um afturköllun umsóknar. Það eru mikil vonbrigði að sjá ríkisstjórnina undirbúa sams konar tillögu, um afturköllun umsóknar, á nýju ári. Því verður svarað fullum hálsi; ríkisstjórn sem gengur gegn vilja þjóðarinnar, er ekki ríkisstjórn þjóðarinnar. Formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því, fyrir alþingiskosningarnar 2013, að þjóðaratkvæðagreiðslan skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann getur enn staðið við loforðið með því að leggja fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir 27. janúar (boða þarf til kosninga með þriggja mánaða fyrirvara). Við krefjumst þess, nú sem áður, að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs falli frá áformum um að afturkalla umsóknina og standi við loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í tilkynningunni, en undir hana rita „aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014“. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. „Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu flestir ráðherrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eftir kosningarnar ákvað ríkisstjórnin hins vegar að standa ekki við loforðið og lagði fram frumvarp um að umsókn Íslands yrði afturkölluð.“ Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi vakið mikla reiði og þúsundir lagt leið sína á Austurvöll þar sem þeir kröfðust þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Eins kom fram í skoðanakönnunum að 82% landsmanna vildu taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og 53.555 Íslendingar skrifuðu undir áskorun þar um til ráðamanna. Þessi miklu viðbrögð endurspegluðu megna óánægju Íslendinga með meðhöndlun málsins. Almenningur reis með afgerandi hætti upp gegn ríkisstjórninni og skilaboðin voru skýr og afdráttarlaus. Að lokum hætti stjórnin við að afgreiða frumvarpið um afturköllun umsóknar. Það eru mikil vonbrigði að sjá ríkisstjórnina undirbúa sams konar tillögu, um afturköllun umsóknar, á nýju ári. Því verður svarað fullum hálsi; ríkisstjórn sem gengur gegn vilja þjóðarinnar, er ekki ríkisstjórn þjóðarinnar. Formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því, fyrir alþingiskosningarnar 2013, að þjóðaratkvæðagreiðslan skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann getur enn staðið við loforðið með því að leggja fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir 27. janúar (boða þarf til kosninga með þriggja mánaða fyrirvara). Við krefjumst þess, nú sem áður, að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs falli frá áformum um að afturkalla umsóknina og standi við loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í tilkynningunni, en undir hana rita „aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014“.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira