Jóhannes Valgeirs: Menn eru skammaðir eins og hundar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2015 18:58 Jóhannes í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka fyrir fimm árum. vísir/valli Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, fór hörðum orðum um dómaranefnd KSÍ og formann hennar, Gylfa Þór Orrason, í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Dómgæslan í Pepsi-deildinni hefur verið mikil til umræðu í sumar, nú síðast eftir að 8. umferð deildarinnar lauk í gær en óhætt er að segja að umræðan um störf þeirra hafi verið nokkuð neikvæð og ekki að ástæðulausu. „Mér finnst dómgæslan, af því sem ég hef séð, ekki hafa verið almennt slök. Margir leikir hafa verið fínt dæmdir,“ sagði Jóhannes. „En það hafa komið upp furðulega skrítin atvik sem eru oft á tíðum algjörlega úr karakter hjá dómurunum. Ég hef spurt mig hvað er að því við eigum góða og reynda dómara og aðstoðardómara. Af hverju lenda menn í svona atvikum sem eru alveg óútskýranleg? „Eina sem mér finnst, og ég horfi jafnmikið á dómarana og leikinn, að dómurunum líði ekki vel á vellinum,“ sagði Jóhannes sem telur að skortur á sjálfstrausti hrjái dómarana. „Ef dómarunum líður ekki vel er hætta á vandamálum. Mér heyrist og sýnist að mönnum líði ekki vel - að það séu vandamál sem í gangi í dómarahópnum. „Ég veit, og menn hafa sagt mér það, að mönnum líður ekki vel með þann stjórnunarstíl sem er viðhafður hjá dómaranefnd KSÍ,“ sagði Jóhannes sem var beðinn um að skýra mál sitt frekar. „Fyrir nokkrum árum var þessu breytt í einn hóp þar sem menn geta valið hvern sem er. Áður voru A-, B- og C-hópar. Í dag getur dómaranefndin bara ákveðið: þessi er nógu góður, við látum hann prófa 1. deildina eða Pepsi-deildina. „Þeir eru nánast eins og stjórn í fyrirtæki sem þarf að halda utan um sitt lið. Ef það kemur upp vandamál er það þeirra að ræða hlutina og leysa úr þeim. „Það er einfaldlega þannig að dómaranefnd KSÍ, undir forystu Gylfa (Þórs Orrasonar), hefur stjórnað með hræðslu- og hótunaráróðri undanfarin ár.“ Jóhannes hefur undanfarin fjögur ár átt í útistöðum við dómaranefnd KSÍ eftir að hann gagnrýndi störf hennar opinberlega. Af þeim sökum hefur Jóhannes ekkert dæmt síðan þá. „Þegar mitt mál kom upp bað ég um fund þar sem fjórir, frekar en fimm, menn sátu á móti mér hinum megin við borðið. Í annarri setningu á fundinum sagði Gylfi að dómaranefndin væri ekkert að fara að skipta um skoðun í þessu máli,“ sagði Jóhannes sem spurði af hverju hann væri þá að koma alla leið frá Akureyri, þar sem hann er búsettur, fyrst dómaranefndin væri búin að mynda sér skoðun í málinu. „Ég veit um fjöldamörg dæmi þess þegar menn eru kallaðir á fund þegar eitthvað kemur upp á og það sitja 2-4 menn á móti einum og skamma hann eins og hund. Þetta fer rosalega illa í menn. Þetta er stjórnunarstíll sem viðgengst hvergi,“ sagði Jóhannes og bætti því við að þetta hefði að sjálfsögðu áhrif á frammistöðu dómaranna inni á vellinum. Jóhannes sagði ennfremur að kollegum hans í dómarastéttinni á Íslandi hafi verið hótað sömu meðferð og hann sjálfur fékk á sínum tíma. „Ég hef það fyrir satt að það hafi verið sagt við menn: þið vitið hvernig fór fyrir Jóa Valgeirs,“ sagði Jóhannes sem bíður enn eftir að ná sáttum við dómaranefndina og Gylfa Þór Orrason sem var náinn vinur hans áður en þeim sinnaðist fyrir fjórum árum. „Annað hvort þarf að breyta hugarfarinu og vinnubrögðunum eða það þarf að koma nýtt fólk inn í dómaranefndina. Það sjá allir að það eru vandamál í gang. „En við þurfum að hafa það í huga að Gylfi er einn af bestu dómurum sem við höfum átt og hann kann leikinn. En mannleg samskipti hjá Gylfa, sem var fjölskylduvinur á mínu heimili áður en þetta gerðist og gisti oft heima hjá mér, eru ekki í lagi. Ef það er ekki hægt að setjast niður og ræða málin er eitthvað mikið að,“ sagði Jóhannes að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: Hans besta er bara ekki nógu gott Það skapaðist fjörleg umræða í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi um dómgæslu. 16. júní 2015 12:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, fór hörðum orðum um dómaranefnd KSÍ og formann hennar, Gylfa Þór Orrason, í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Dómgæslan í Pepsi-deildinni hefur verið mikil til umræðu í sumar, nú síðast eftir að 8. umferð deildarinnar lauk í gær en óhætt er að segja að umræðan um störf þeirra hafi verið nokkuð neikvæð og ekki að ástæðulausu. „Mér finnst dómgæslan, af því sem ég hef séð, ekki hafa verið almennt slök. Margir leikir hafa verið fínt dæmdir,“ sagði Jóhannes. „En það hafa komið upp furðulega skrítin atvik sem eru oft á tíðum algjörlega úr karakter hjá dómurunum. Ég hef spurt mig hvað er að því við eigum góða og reynda dómara og aðstoðardómara. Af hverju lenda menn í svona atvikum sem eru alveg óútskýranleg? „Eina sem mér finnst, og ég horfi jafnmikið á dómarana og leikinn, að dómurunum líði ekki vel á vellinum,“ sagði Jóhannes sem telur að skortur á sjálfstrausti hrjái dómarana. „Ef dómarunum líður ekki vel er hætta á vandamálum. Mér heyrist og sýnist að mönnum líði ekki vel - að það séu vandamál sem í gangi í dómarahópnum. „Ég veit, og menn hafa sagt mér það, að mönnum líður ekki vel með þann stjórnunarstíl sem er viðhafður hjá dómaranefnd KSÍ,“ sagði Jóhannes sem var beðinn um að skýra mál sitt frekar. „Fyrir nokkrum árum var þessu breytt í einn hóp þar sem menn geta valið hvern sem er. Áður voru A-, B- og C-hópar. Í dag getur dómaranefndin bara ákveðið: þessi er nógu góður, við látum hann prófa 1. deildina eða Pepsi-deildina. „Þeir eru nánast eins og stjórn í fyrirtæki sem þarf að halda utan um sitt lið. Ef það kemur upp vandamál er það þeirra að ræða hlutina og leysa úr þeim. „Það er einfaldlega þannig að dómaranefnd KSÍ, undir forystu Gylfa (Þórs Orrasonar), hefur stjórnað með hræðslu- og hótunaráróðri undanfarin ár.“ Jóhannes hefur undanfarin fjögur ár átt í útistöðum við dómaranefnd KSÍ eftir að hann gagnrýndi störf hennar opinberlega. Af þeim sökum hefur Jóhannes ekkert dæmt síðan þá. „Þegar mitt mál kom upp bað ég um fund þar sem fjórir, frekar en fimm, menn sátu á móti mér hinum megin við borðið. Í annarri setningu á fundinum sagði Gylfi að dómaranefndin væri ekkert að fara að skipta um skoðun í þessu máli,“ sagði Jóhannes sem spurði af hverju hann væri þá að koma alla leið frá Akureyri, þar sem hann er búsettur, fyrst dómaranefndin væri búin að mynda sér skoðun í málinu. „Ég veit um fjöldamörg dæmi þess þegar menn eru kallaðir á fund þegar eitthvað kemur upp á og það sitja 2-4 menn á móti einum og skamma hann eins og hund. Þetta fer rosalega illa í menn. Þetta er stjórnunarstíll sem viðgengst hvergi,“ sagði Jóhannes og bætti því við að þetta hefði að sjálfsögðu áhrif á frammistöðu dómaranna inni á vellinum. Jóhannes sagði ennfremur að kollegum hans í dómarastéttinni á Íslandi hafi verið hótað sömu meðferð og hann sjálfur fékk á sínum tíma. „Ég hef það fyrir satt að það hafi verið sagt við menn: þið vitið hvernig fór fyrir Jóa Valgeirs,“ sagði Jóhannes sem bíður enn eftir að ná sáttum við dómaranefndina og Gylfa Þór Orrason sem var náinn vinur hans áður en þeim sinnaðist fyrir fjórum árum. „Annað hvort þarf að breyta hugarfarinu og vinnubrögðunum eða það þarf að koma nýtt fólk inn í dómaranefndina. Það sjá allir að það eru vandamál í gang. „En við þurfum að hafa það í huga að Gylfi er einn af bestu dómurum sem við höfum átt og hann kann leikinn. En mannleg samskipti hjá Gylfa, sem var fjölskylduvinur á mínu heimili áður en þetta gerðist og gisti oft heima hjá mér, eru ekki í lagi. Ef það er ekki hægt að setjast niður og ræða málin er eitthvað mikið að,“ sagði Jóhannes að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: Hans besta er bara ekki nógu gott Það skapaðist fjörleg umræða í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi um dómgæslu. 16. júní 2015 12:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Pepsi-mörkin: Hans besta er bara ekki nógu gott Það skapaðist fjörleg umræða í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi um dómgæslu. 16. júní 2015 12:30