Sigríður Hagalín líklegust í fréttastjórastólinn Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2014 13:36 Sigríður Hagalín og Magnús Geir eiga sér langa sögu saman. S/h myndin er frá 1988. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins hefur í allan morgun verið önnum kafinn við að taka viðtal við kandídata í yfirmannastöður RÚV. Viðtölin fara fram í húsakynnum Capacent sem hefur haft yfirumsjá með umsóknunum. Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður, en hún situr jafnframt í stjórn RÚV ohf., þykir líklegust til að hreppa stöðu fréttastjóra.Samið við Óðinn Magnús Geir lét það verða eitt sitt fyrsta verk, eftir að hann tók við sem útvarpsstjóri, að segja öllum framkvæmdastjórum Ríkisútvarpsins upp störfum á einu bretti, þar með töldum Óðni Jónssyni fréttastjóra. Fréttamenn á Ríkisútvarpinu funduðu um málið, skoruðu á Óðin að sækja um stöðuna aftur en þekkt er að vilji starfsmanna getur vegið þungt þegar ráðið er í stöður innan Ríkisútvarpsins. Óvænt samdi Magnús Geir við Óðin um sérverkefni innan Útvarpsins og er hann því úr sögunni sem fréttastjóri. Fjölmargir reynsluboltar sóttu um stöðu fréttastjóra en Kjarninn telur sig hafa heimildir fyrir því að þeir þrír sem til greina komi séu Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður RÚV, Ingólfur Bjarni Sigfússon, fyrrverandi nýmiðlunarstjóri RÚV og Rakel Þorbergsdóttir fréttamaður á RÚV. Það liggur því fyrir að það verður innanhússmaður sem tekur við fréttastjórn stofnunarinnar.Sigríður sigurstranglegust Vísir hefur rætt við fjölmarga sem vel þekkja til og veðja flestir á að fyrir valinu verði Sigríður Hagalín. Þar kemur ýmislegt til. Magnús Geir hefur gefið það út að hann ætli sér að hafa jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórninni. Þá er á það bent að Magnús Geir sjálfur kom beint í útvarpsstjórastólinn úr stjórn RÚV ohf en þar situr einmitt Sigríður Hagalín Björnsdóttir einnig. Heimildir Vísis herma að Magnús Geir vilji leita til fólks sem hann þekkir og hefur átt í góðu samstarfi við á öðrum vettvangi og þar kemur einmitt rúsínan í pylsuendanum hvað Sigríði Hagalín snertir. En hún var einmitt mjög virk í Gamanleikhúsinu, sem Magnús stýrði á sínum tíma og stofnaði sem barn að aldri. Margir vænta þess að Magnús Geir muni standa haganlega að ráðningunni. En, hér er ítrekað að um bollaleggingar er að ræða.Tilkynningar að vænta á morgun Alls er um níu stöður að ræða; fréttastjóri, mannauðsstjóri, dagskrárstjóri sjónvarps, dagskrárstjóri Rásar 1, dagskrárstjóri Rásar 2, framkvæmdastjóri samskipta-, þróunar- og mannauðssviðs, skrifstofustjóri, vef- og nýmiðlastjóri og framkvæmdastjóri rekstrar-, fjármála- og tekjusviðs. Vel á þriðja hundruð manns sóttu um stöðurnar en samkvæmt upplýsingum frá Ríkisútvarpinu er búið að skera niður þannig að einungis standa eftir þrír kandídatar um hverja stöðu. Við þá ræðir nú útvarpsstjóri. Vænta má tilkynningar um niðurstöðu á morgun eða á miðvikudag, svo vísað sé til upplýsinga frá Ríkisútvarpinu.Uppfært 14:08Líklegt leikhúsfólk Eins og áður sagði er talið líklegt að Magnús Geir muni ekki láta það fólk sem hann þekkir og treystir, og er meðal umsækjenda um framkvæmdastjórastöðurnar, gjalda vinfengisins. Samkvæmt heimildum Vísis standa þrír eftir sem kandídatar í dagskrárstjórastöðu Rásar 2. Þetta eru þau Ragnhildur Thorlacius fréttamaður, Ásgeir Eyþórsson dagskrárgerðarmaður og Frank Hall, listrænn ráðunautur úr Borgarleikhúsinu. Þá hefur Hildur Harðardóttir markaðsstjóri úr Borgarleikhúsinu, sem er meðal umsækjenda um starf markaðsstjóra RÚV, verið nefnd sem sterkur umsækjandi um það starf. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins hefur í allan morgun verið önnum kafinn við að taka viðtal við kandídata í yfirmannastöður RÚV. Viðtölin fara fram í húsakynnum Capacent sem hefur haft yfirumsjá með umsóknunum. Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður, en hún situr jafnframt í stjórn RÚV ohf., þykir líklegust til að hreppa stöðu fréttastjóra.Samið við Óðinn Magnús Geir lét það verða eitt sitt fyrsta verk, eftir að hann tók við sem útvarpsstjóri, að segja öllum framkvæmdastjórum Ríkisútvarpsins upp störfum á einu bretti, þar með töldum Óðni Jónssyni fréttastjóra. Fréttamenn á Ríkisútvarpinu funduðu um málið, skoruðu á Óðin að sækja um stöðuna aftur en þekkt er að vilji starfsmanna getur vegið þungt þegar ráðið er í stöður innan Ríkisútvarpsins. Óvænt samdi Magnús Geir við Óðin um sérverkefni innan Útvarpsins og er hann því úr sögunni sem fréttastjóri. Fjölmargir reynsluboltar sóttu um stöðu fréttastjóra en Kjarninn telur sig hafa heimildir fyrir því að þeir þrír sem til greina komi séu Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður RÚV, Ingólfur Bjarni Sigfússon, fyrrverandi nýmiðlunarstjóri RÚV og Rakel Þorbergsdóttir fréttamaður á RÚV. Það liggur því fyrir að það verður innanhússmaður sem tekur við fréttastjórn stofnunarinnar.Sigríður sigurstranglegust Vísir hefur rætt við fjölmarga sem vel þekkja til og veðja flestir á að fyrir valinu verði Sigríður Hagalín. Þar kemur ýmislegt til. Magnús Geir hefur gefið það út að hann ætli sér að hafa jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórninni. Þá er á það bent að Magnús Geir sjálfur kom beint í útvarpsstjórastólinn úr stjórn RÚV ohf en þar situr einmitt Sigríður Hagalín Björnsdóttir einnig. Heimildir Vísis herma að Magnús Geir vilji leita til fólks sem hann þekkir og hefur átt í góðu samstarfi við á öðrum vettvangi og þar kemur einmitt rúsínan í pylsuendanum hvað Sigríði Hagalín snertir. En hún var einmitt mjög virk í Gamanleikhúsinu, sem Magnús stýrði á sínum tíma og stofnaði sem barn að aldri. Margir vænta þess að Magnús Geir muni standa haganlega að ráðningunni. En, hér er ítrekað að um bollaleggingar er að ræða.Tilkynningar að vænta á morgun Alls er um níu stöður að ræða; fréttastjóri, mannauðsstjóri, dagskrárstjóri sjónvarps, dagskrárstjóri Rásar 1, dagskrárstjóri Rásar 2, framkvæmdastjóri samskipta-, þróunar- og mannauðssviðs, skrifstofustjóri, vef- og nýmiðlastjóri og framkvæmdastjóri rekstrar-, fjármála- og tekjusviðs. Vel á þriðja hundruð manns sóttu um stöðurnar en samkvæmt upplýsingum frá Ríkisútvarpinu er búið að skera niður þannig að einungis standa eftir þrír kandídatar um hverja stöðu. Við þá ræðir nú útvarpsstjóri. Vænta má tilkynningar um niðurstöðu á morgun eða á miðvikudag, svo vísað sé til upplýsinga frá Ríkisútvarpinu.Uppfært 14:08Líklegt leikhúsfólk Eins og áður sagði er talið líklegt að Magnús Geir muni ekki láta það fólk sem hann þekkir og treystir, og er meðal umsækjenda um framkvæmdastjórastöðurnar, gjalda vinfengisins. Samkvæmt heimildum Vísis standa þrír eftir sem kandídatar í dagskrárstjórastöðu Rásar 2. Þetta eru þau Ragnhildur Thorlacius fréttamaður, Ásgeir Eyþórsson dagskrárgerðarmaður og Frank Hall, listrænn ráðunautur úr Borgarleikhúsinu. Þá hefur Hildur Harðardóttir markaðsstjóri úr Borgarleikhúsinu, sem er meðal umsækjenda um starf markaðsstjóra RÚV, verið nefnd sem sterkur umsækjandi um það starf.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira