Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Höskuldur Kári Schram skrifar 10. september 2014 14:18 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. Hanna Birna svaraði í gær bréfi umboðsmanns Alþingis varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Hanna Birna hefur verið gagnrýnd fyrir að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins með því að ræða það við Stefán Eiríkisson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Í bréfi til umboðsmanns segir ráðherra ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Ríkissaksóknari hafi stjórnað rannsókn málsins en ekki lögreglustjórinn. „Stefán fór ekki með stjórn þessa máls. Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, hann stjórnaði henni ekki, hann tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þetta lá alltaf fyrir. Lá ljóst fyrir milli okkar og lá ljóst fyrir í málinu allan tímann,“ segir Hanna Birna.Hvers vegna varstu þá að tala við hann um málið? „Við vorum að leita ráða hjá Stefáni og gerðum það vegna þess að við þurftum almennar upplýsingar um hvernig svona rannsókn færi fram. Vorum mikið að hugsa um öryggi annarra gagna sem eru hérna í ráðuneytinu. Við búum yfir trúnaðarupplýsingum um mikinn fjölda fólks og við þurfum að vernda þær upplýsingar. Við fengum ráð hjá honum og leiðbeiningar um það. Þannig að það var allt í mjög eðlilegum farvegi,“ segir Hanna Birna. Er þetta ekki eftiráskýring að lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og þess vegna hafi verið allt í lagi að tala við hann? „Það er sannarlega ekki eftiráskýring. Það lá fyrir í málinu alveg frá byrjun. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að haga rannsókninni með þessum hætti lá fyrir frá byrjun. Það lá skýrt fyrir og kom skýrt fram í máli Stefáns allan tímann gagnvart mér þannig að það er engin eftirá skýring,“ segir Hanna Birna. Alþingi Lekamálið Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. Hanna Birna svaraði í gær bréfi umboðsmanns Alþingis varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Hanna Birna hefur verið gagnrýnd fyrir að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins með því að ræða það við Stefán Eiríkisson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Í bréfi til umboðsmanns segir ráðherra ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Ríkissaksóknari hafi stjórnað rannsókn málsins en ekki lögreglustjórinn. „Stefán fór ekki með stjórn þessa máls. Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, hann stjórnaði henni ekki, hann tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þetta lá alltaf fyrir. Lá ljóst fyrir milli okkar og lá ljóst fyrir í málinu allan tímann,“ segir Hanna Birna.Hvers vegna varstu þá að tala við hann um málið? „Við vorum að leita ráða hjá Stefáni og gerðum það vegna þess að við þurftum almennar upplýsingar um hvernig svona rannsókn færi fram. Vorum mikið að hugsa um öryggi annarra gagna sem eru hérna í ráðuneytinu. Við búum yfir trúnaðarupplýsingum um mikinn fjölda fólks og við þurfum að vernda þær upplýsingar. Við fengum ráð hjá honum og leiðbeiningar um það. Þannig að það var allt í mjög eðlilegum farvegi,“ segir Hanna Birna. Er þetta ekki eftiráskýring að lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og þess vegna hafi verið allt í lagi að tala við hann? „Það er sannarlega ekki eftiráskýring. Það lá fyrir í málinu alveg frá byrjun. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að haga rannsókninni með þessum hætti lá fyrir frá byrjun. Það lá skýrt fyrir og kom skýrt fram í máli Stefáns allan tímann gagnvart mér þannig að það er engin eftirá skýring,“ segir Hanna Birna.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira