"Leitin algjörlega stjórnlaus“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2014 10:50 Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn, svo virðist sem hann hafi horfið á Miðnesheiði. Hvorki tangur né tetur hefur fundist af hundinum Hunter sem slapp úr búri sínu á föstudaginn þrettánda júní síðastliðinn á Keflavíkurflugvelli. Hópur sjálfboðaliða hefur leitað hundsins stundanna á milli en án árangurs. Í nótt var fellibúr, eins konar gildra, sett upp í þeirri von að hundurinn léti gabbast og færi inn í búrið. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og einn þeirra sem leitar hundsins, telur að hundurinn hafi fært sig austur á bóginn. „Erlendir sérfræðingar tala um að hann gæti verið kominn margar mílur frá Leifsstöð. Þannig að það er í raun aldrei að vita hvar hann gæti haldið sig en það eru dæmi um það að Border Collie hafi horfið í allt að fjórtán daga áður en hann loks fannst,“ segir Árni.Búrið sett upp.mynd/árni stefánÁrni segir mikið af ábendingum hafa borist varðandi hundinn, og kann hann öllum þeim sem hafa haft samband miklar þakkir. Hann segir þó töluvert af tófu á sveimi á þessum slóðum og telur líkur á að fólk rugli saman hundinum og tófunni. Ólíklegt sé þó að tófan hafi ráðist á hundinn. Þá segir Árni að enga aðstoð sé að fá, hvorki frá lögreglu né Matvælastofnun og gagnrýnir það harðlega. „Það sem veldur okkur mestum vonbrigðum er hvað opinberir aðilar hafa ekkert komið að þessari aðstoð. Leitin hefur verið algjörlega stjórnlaus. Eigandanum hefur ekki boðist nein aðstoð frá opinberum aðilum og þá sérstaklega Matvælastofnun. Þetta tel ég mjög ámælisvert,“ segir Árni. Hunter er svartur Border Collie með hvítum skellum. Verið var að flytja hann yfir Atlantshafið en þurfti að millilenda hér á landi. Þegar verið var að flytja hann yfir í aðra flugvél opnaðist búrið og slapp hann í kjölfarið. Málið er litið mjög alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni. Verði fólk hundsins vart er það beðið um að hafa tafarlaust samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800 eða við Árna Stefán í síma 695-2662. Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn. Dýravinurinn Árni Stefán Árnason segir hundinn óttast svarklædda menn. 16. júní 2014 07:44 Hunter líklega hræddur og svangur Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd. 16. júní 2014 11:36 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Hvorki tangur né tetur hefur fundist af hundinum Hunter sem slapp úr búri sínu á föstudaginn þrettánda júní síðastliðinn á Keflavíkurflugvelli. Hópur sjálfboðaliða hefur leitað hundsins stundanna á milli en án árangurs. Í nótt var fellibúr, eins konar gildra, sett upp í þeirri von að hundurinn léti gabbast og færi inn í búrið. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og einn þeirra sem leitar hundsins, telur að hundurinn hafi fært sig austur á bóginn. „Erlendir sérfræðingar tala um að hann gæti verið kominn margar mílur frá Leifsstöð. Þannig að það er í raun aldrei að vita hvar hann gæti haldið sig en það eru dæmi um það að Border Collie hafi horfið í allt að fjórtán daga áður en hann loks fannst,“ segir Árni.Búrið sett upp.mynd/árni stefánÁrni segir mikið af ábendingum hafa borist varðandi hundinn, og kann hann öllum þeim sem hafa haft samband miklar þakkir. Hann segir þó töluvert af tófu á sveimi á þessum slóðum og telur líkur á að fólk rugli saman hundinum og tófunni. Ólíklegt sé þó að tófan hafi ráðist á hundinn. Þá segir Árni að enga aðstoð sé að fá, hvorki frá lögreglu né Matvælastofnun og gagnrýnir það harðlega. „Það sem veldur okkur mestum vonbrigðum er hvað opinberir aðilar hafa ekkert komið að þessari aðstoð. Leitin hefur verið algjörlega stjórnlaus. Eigandanum hefur ekki boðist nein aðstoð frá opinberum aðilum og þá sérstaklega Matvælastofnun. Þetta tel ég mjög ámælisvert,“ segir Árni. Hunter er svartur Border Collie með hvítum skellum. Verið var að flytja hann yfir Atlantshafið en þurfti að millilenda hér á landi. Þegar verið var að flytja hann yfir í aðra flugvél opnaðist búrið og slapp hann í kjölfarið. Málið er litið mjög alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni. Verði fólk hundsins vart er það beðið um að hafa tafarlaust samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800 eða við Árna Stefán í síma 695-2662.
Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn. Dýravinurinn Árni Stefán Árnason segir hundinn óttast svarklædda menn. 16. júní 2014 07:44 Hunter líklega hræddur og svangur Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd. 16. júní 2014 11:36 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59
Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn. Dýravinurinn Árni Stefán Árnason segir hundinn óttast svarklædda menn. 16. júní 2014 07:44
Hunter líklega hræddur og svangur Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd. 16. júní 2014 11:36
Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43