Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2014 07:44 Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn, svo virðist sem hann hafi horfið á Miðnesheiði. Border Collie hundsins Hunter er enn leitað á Miðnesheiði eftir að hann slapp úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni nú í morgun er hundurinn enn ófundinn. Verið var að flytja Hunter yfir Atlantshafið. Þegar flugvallarstarfsmenn voru að færa búr dýrsins milli flugvéla opnast það og hundurinn slapp. Víðtæk leit stóð yfir á Suðurnesjum í gær, þar á meðal var flogið yfir svæðið í þyrlu og lögregla og björgunarsveitarmenn óku um slóða á Miðnesheiði, þar sem talið er að hafi sést til hundsins á föstudagskvöld. En, án árangurs. Leit hófst svo aftur í morgun klukkan níu. Eigandinn, sænsk kona búsett í Bandaríkjunum, er mjög ósátt við hvernig staðið hefur verið að málum og hefur heitið fundarlaunum sem nemur 200 þúsund krónum.Icelandair bauð tvo flugmiða í fundarlaun hverjum sem hefði hendur í hári Hunter. Málið er litið alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.Árni Stefán dýravinur hefur leitað Hunters um allt Reykjanesið en án árangurs.Kallað eftir lóðandi tíkum Þetta er dularfullt hundshvarf því Border Collie eru ekki smáhundar, heldur fjárhundar og nokkuð áberandi sem slíkir. Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur og yfirlýstur dýravinur, er einn þeirra sem leitað hafa Hunters. Hann segir leitina í gær ekki hafa borið tilætlaðan árangur, því það hafi einfaldlega vantað mannskap. Hann sendir brýningarorð út á Facebooksíðu sinni í nótt: „Hvar eru allir dýravinirnir. Það sást til hans vestan flugstöðvar Leifs á hlaupum norður. Brýnt er að sem flestir gefi sig fram í skipulagða leit á morgun. Mikilvægt er að fá lóðandi tíkur til að lokka Hunter. Leit hefst að nýju kl. 09.00 frá Icelandair Hotel.“ Árni Stefán, sem hefur verið í stöðugu sambandi við eigandann, hefur áður upplýst lesendur sína um að Hunter sé órólegur, eðlilega, eftir langt flug, líkast til allt að tíu klukkustundir. Hann óttist svartklætt fólk og sé frekar styggur, en hugsanlega megi lokka hann með nammi. Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Border Collie hundsins Hunter er enn leitað á Miðnesheiði eftir að hann slapp úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni nú í morgun er hundurinn enn ófundinn. Verið var að flytja Hunter yfir Atlantshafið. Þegar flugvallarstarfsmenn voru að færa búr dýrsins milli flugvéla opnast það og hundurinn slapp. Víðtæk leit stóð yfir á Suðurnesjum í gær, þar á meðal var flogið yfir svæðið í þyrlu og lögregla og björgunarsveitarmenn óku um slóða á Miðnesheiði, þar sem talið er að hafi sést til hundsins á föstudagskvöld. En, án árangurs. Leit hófst svo aftur í morgun klukkan níu. Eigandinn, sænsk kona búsett í Bandaríkjunum, er mjög ósátt við hvernig staðið hefur verið að málum og hefur heitið fundarlaunum sem nemur 200 þúsund krónum.Icelandair bauð tvo flugmiða í fundarlaun hverjum sem hefði hendur í hári Hunter. Málið er litið alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.Árni Stefán dýravinur hefur leitað Hunters um allt Reykjanesið en án árangurs.Kallað eftir lóðandi tíkum Þetta er dularfullt hundshvarf því Border Collie eru ekki smáhundar, heldur fjárhundar og nokkuð áberandi sem slíkir. Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur og yfirlýstur dýravinur, er einn þeirra sem leitað hafa Hunters. Hann segir leitina í gær ekki hafa borið tilætlaðan árangur, því það hafi einfaldlega vantað mannskap. Hann sendir brýningarorð út á Facebooksíðu sinni í nótt: „Hvar eru allir dýravinirnir. Það sást til hans vestan flugstöðvar Leifs á hlaupum norður. Brýnt er að sem flestir gefi sig fram í skipulagða leit á morgun. Mikilvægt er að fá lóðandi tíkur til að lokka Hunter. Leit hefst að nýju kl. 09.00 frá Icelandair Hotel.“ Árni Stefán, sem hefur verið í stöðugu sambandi við eigandann, hefur áður upplýst lesendur sína um að Hunter sé órólegur, eðlilega, eftir langt flug, líkast til allt að tíu klukkustundir. Hann óttist svartklætt fólk og sé frekar styggur, en hugsanlega megi lokka hann með nammi.
Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59
Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43