Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2014 07:44 Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn, svo virðist sem hann hafi horfið á Miðnesheiði. Border Collie hundsins Hunter er enn leitað á Miðnesheiði eftir að hann slapp úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni nú í morgun er hundurinn enn ófundinn. Verið var að flytja Hunter yfir Atlantshafið. Þegar flugvallarstarfsmenn voru að færa búr dýrsins milli flugvéla opnast það og hundurinn slapp. Víðtæk leit stóð yfir á Suðurnesjum í gær, þar á meðal var flogið yfir svæðið í þyrlu og lögregla og björgunarsveitarmenn óku um slóða á Miðnesheiði, þar sem talið er að hafi sést til hundsins á föstudagskvöld. En, án árangurs. Leit hófst svo aftur í morgun klukkan níu. Eigandinn, sænsk kona búsett í Bandaríkjunum, er mjög ósátt við hvernig staðið hefur verið að málum og hefur heitið fundarlaunum sem nemur 200 þúsund krónum.Icelandair bauð tvo flugmiða í fundarlaun hverjum sem hefði hendur í hári Hunter. Málið er litið alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.Árni Stefán dýravinur hefur leitað Hunters um allt Reykjanesið en án árangurs.Kallað eftir lóðandi tíkum Þetta er dularfullt hundshvarf því Border Collie eru ekki smáhundar, heldur fjárhundar og nokkuð áberandi sem slíkir. Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur og yfirlýstur dýravinur, er einn þeirra sem leitað hafa Hunters. Hann segir leitina í gær ekki hafa borið tilætlaðan árangur, því það hafi einfaldlega vantað mannskap. Hann sendir brýningarorð út á Facebooksíðu sinni í nótt: „Hvar eru allir dýravinirnir. Það sást til hans vestan flugstöðvar Leifs á hlaupum norður. Brýnt er að sem flestir gefi sig fram í skipulagða leit á morgun. Mikilvægt er að fá lóðandi tíkur til að lokka Hunter. Leit hefst að nýju kl. 09.00 frá Icelandair Hotel.“ Árni Stefán, sem hefur verið í stöðugu sambandi við eigandann, hefur áður upplýst lesendur sína um að Hunter sé órólegur, eðlilega, eftir langt flug, líkast til allt að tíu klukkustundir. Hann óttist svartklætt fólk og sé frekar styggur, en hugsanlega megi lokka hann með nammi. Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Border Collie hundsins Hunter er enn leitað á Miðnesheiði eftir að hann slapp úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni nú í morgun er hundurinn enn ófundinn. Verið var að flytja Hunter yfir Atlantshafið. Þegar flugvallarstarfsmenn voru að færa búr dýrsins milli flugvéla opnast það og hundurinn slapp. Víðtæk leit stóð yfir á Suðurnesjum í gær, þar á meðal var flogið yfir svæðið í þyrlu og lögregla og björgunarsveitarmenn óku um slóða á Miðnesheiði, þar sem talið er að hafi sést til hundsins á föstudagskvöld. En, án árangurs. Leit hófst svo aftur í morgun klukkan níu. Eigandinn, sænsk kona búsett í Bandaríkjunum, er mjög ósátt við hvernig staðið hefur verið að málum og hefur heitið fundarlaunum sem nemur 200 þúsund krónum.Icelandair bauð tvo flugmiða í fundarlaun hverjum sem hefði hendur í hári Hunter. Málið er litið alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.Árni Stefán dýravinur hefur leitað Hunters um allt Reykjanesið en án árangurs.Kallað eftir lóðandi tíkum Þetta er dularfullt hundshvarf því Border Collie eru ekki smáhundar, heldur fjárhundar og nokkuð áberandi sem slíkir. Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur og yfirlýstur dýravinur, er einn þeirra sem leitað hafa Hunters. Hann segir leitina í gær ekki hafa borið tilætlaðan árangur, því það hafi einfaldlega vantað mannskap. Hann sendir brýningarorð út á Facebooksíðu sinni í nótt: „Hvar eru allir dýravinirnir. Það sást til hans vestan flugstöðvar Leifs á hlaupum norður. Brýnt er að sem flestir gefi sig fram í skipulagða leit á morgun. Mikilvægt er að fá lóðandi tíkur til að lokka Hunter. Leit hefst að nýju kl. 09.00 frá Icelandair Hotel.“ Árni Stefán, sem hefur verið í stöðugu sambandi við eigandann, hefur áður upplýst lesendur sína um að Hunter sé órólegur, eðlilega, eftir langt flug, líkast til allt að tíu klukkustundir. Hann óttist svartklætt fólk og sé frekar styggur, en hugsanlega megi lokka hann með nammi.
Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59
Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43