Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2014 07:44 Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn, svo virðist sem hann hafi horfið á Miðnesheiði. Border Collie hundsins Hunter er enn leitað á Miðnesheiði eftir að hann slapp úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni nú í morgun er hundurinn enn ófundinn. Verið var að flytja Hunter yfir Atlantshafið. Þegar flugvallarstarfsmenn voru að færa búr dýrsins milli flugvéla opnast það og hundurinn slapp. Víðtæk leit stóð yfir á Suðurnesjum í gær, þar á meðal var flogið yfir svæðið í þyrlu og lögregla og björgunarsveitarmenn óku um slóða á Miðnesheiði, þar sem talið er að hafi sést til hundsins á föstudagskvöld. En, án árangurs. Leit hófst svo aftur í morgun klukkan níu. Eigandinn, sænsk kona búsett í Bandaríkjunum, er mjög ósátt við hvernig staðið hefur verið að málum og hefur heitið fundarlaunum sem nemur 200 þúsund krónum.Icelandair bauð tvo flugmiða í fundarlaun hverjum sem hefði hendur í hári Hunter. Málið er litið alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.Árni Stefán dýravinur hefur leitað Hunters um allt Reykjanesið en án árangurs.Kallað eftir lóðandi tíkum Þetta er dularfullt hundshvarf því Border Collie eru ekki smáhundar, heldur fjárhundar og nokkuð áberandi sem slíkir. Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur og yfirlýstur dýravinur, er einn þeirra sem leitað hafa Hunters. Hann segir leitina í gær ekki hafa borið tilætlaðan árangur, því það hafi einfaldlega vantað mannskap. Hann sendir brýningarorð út á Facebooksíðu sinni í nótt: „Hvar eru allir dýravinirnir. Það sást til hans vestan flugstöðvar Leifs á hlaupum norður. Brýnt er að sem flestir gefi sig fram í skipulagða leit á morgun. Mikilvægt er að fá lóðandi tíkur til að lokka Hunter. Leit hefst að nýju kl. 09.00 frá Icelandair Hotel.“ Árni Stefán, sem hefur verið í stöðugu sambandi við eigandann, hefur áður upplýst lesendur sína um að Hunter sé órólegur, eðlilega, eftir langt flug, líkast til allt að tíu klukkustundir. Hann óttist svartklætt fólk og sé frekar styggur, en hugsanlega megi lokka hann með nammi. Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Border Collie hundsins Hunter er enn leitað á Miðnesheiði eftir að hann slapp úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni nú í morgun er hundurinn enn ófundinn. Verið var að flytja Hunter yfir Atlantshafið. Þegar flugvallarstarfsmenn voru að færa búr dýrsins milli flugvéla opnast það og hundurinn slapp. Víðtæk leit stóð yfir á Suðurnesjum í gær, þar á meðal var flogið yfir svæðið í þyrlu og lögregla og björgunarsveitarmenn óku um slóða á Miðnesheiði, þar sem talið er að hafi sést til hundsins á föstudagskvöld. En, án árangurs. Leit hófst svo aftur í morgun klukkan níu. Eigandinn, sænsk kona búsett í Bandaríkjunum, er mjög ósátt við hvernig staðið hefur verið að málum og hefur heitið fundarlaunum sem nemur 200 þúsund krónum.Icelandair bauð tvo flugmiða í fundarlaun hverjum sem hefði hendur í hári Hunter. Málið er litið alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.Árni Stefán dýravinur hefur leitað Hunters um allt Reykjanesið en án árangurs.Kallað eftir lóðandi tíkum Þetta er dularfullt hundshvarf því Border Collie eru ekki smáhundar, heldur fjárhundar og nokkuð áberandi sem slíkir. Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur og yfirlýstur dýravinur, er einn þeirra sem leitað hafa Hunters. Hann segir leitina í gær ekki hafa borið tilætlaðan árangur, því það hafi einfaldlega vantað mannskap. Hann sendir brýningarorð út á Facebooksíðu sinni í nótt: „Hvar eru allir dýravinirnir. Það sást til hans vestan flugstöðvar Leifs á hlaupum norður. Brýnt er að sem flestir gefi sig fram í skipulagða leit á morgun. Mikilvægt er að fá lóðandi tíkur til að lokka Hunter. Leit hefst að nýju kl. 09.00 frá Icelandair Hotel.“ Árni Stefán, sem hefur verið í stöðugu sambandi við eigandann, hefur áður upplýst lesendur sína um að Hunter sé órólegur, eðlilega, eftir langt flug, líkast til allt að tíu klukkustundir. Hann óttist svartklætt fólk og sé frekar styggur, en hugsanlega megi lokka hann með nammi.
Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59
Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43