Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2014 07:44 Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn, svo virðist sem hann hafi horfið á Miðnesheiði. Border Collie hundsins Hunter er enn leitað á Miðnesheiði eftir að hann slapp úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni nú í morgun er hundurinn enn ófundinn. Verið var að flytja Hunter yfir Atlantshafið. Þegar flugvallarstarfsmenn voru að færa búr dýrsins milli flugvéla opnast það og hundurinn slapp. Víðtæk leit stóð yfir á Suðurnesjum í gær, þar á meðal var flogið yfir svæðið í þyrlu og lögregla og björgunarsveitarmenn óku um slóða á Miðnesheiði, þar sem talið er að hafi sést til hundsins á föstudagskvöld. En, án árangurs. Leit hófst svo aftur í morgun klukkan níu. Eigandinn, sænsk kona búsett í Bandaríkjunum, er mjög ósátt við hvernig staðið hefur verið að málum og hefur heitið fundarlaunum sem nemur 200 þúsund krónum.Icelandair bauð tvo flugmiða í fundarlaun hverjum sem hefði hendur í hári Hunter. Málið er litið alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.Árni Stefán dýravinur hefur leitað Hunters um allt Reykjanesið en án árangurs.Kallað eftir lóðandi tíkum Þetta er dularfullt hundshvarf því Border Collie eru ekki smáhundar, heldur fjárhundar og nokkuð áberandi sem slíkir. Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur og yfirlýstur dýravinur, er einn þeirra sem leitað hafa Hunters. Hann segir leitina í gær ekki hafa borið tilætlaðan árangur, því það hafi einfaldlega vantað mannskap. Hann sendir brýningarorð út á Facebooksíðu sinni í nótt: „Hvar eru allir dýravinirnir. Það sást til hans vestan flugstöðvar Leifs á hlaupum norður. Brýnt er að sem flestir gefi sig fram í skipulagða leit á morgun. Mikilvægt er að fá lóðandi tíkur til að lokka Hunter. Leit hefst að nýju kl. 09.00 frá Icelandair Hotel.“ Árni Stefán, sem hefur verið í stöðugu sambandi við eigandann, hefur áður upplýst lesendur sína um að Hunter sé órólegur, eðlilega, eftir langt flug, líkast til allt að tíu klukkustundir. Hann óttist svartklætt fólk og sé frekar styggur, en hugsanlega megi lokka hann með nammi. Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Border Collie hundsins Hunter er enn leitað á Miðnesheiði eftir að hann slapp úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni nú í morgun er hundurinn enn ófundinn. Verið var að flytja Hunter yfir Atlantshafið. Þegar flugvallarstarfsmenn voru að færa búr dýrsins milli flugvéla opnast það og hundurinn slapp. Víðtæk leit stóð yfir á Suðurnesjum í gær, þar á meðal var flogið yfir svæðið í þyrlu og lögregla og björgunarsveitarmenn óku um slóða á Miðnesheiði, þar sem talið er að hafi sést til hundsins á föstudagskvöld. En, án árangurs. Leit hófst svo aftur í morgun klukkan níu. Eigandinn, sænsk kona búsett í Bandaríkjunum, er mjög ósátt við hvernig staðið hefur verið að málum og hefur heitið fundarlaunum sem nemur 200 þúsund krónum.Icelandair bauð tvo flugmiða í fundarlaun hverjum sem hefði hendur í hári Hunter. Málið er litið alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.Árni Stefán dýravinur hefur leitað Hunters um allt Reykjanesið en án árangurs.Kallað eftir lóðandi tíkum Þetta er dularfullt hundshvarf því Border Collie eru ekki smáhundar, heldur fjárhundar og nokkuð áberandi sem slíkir. Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur og yfirlýstur dýravinur, er einn þeirra sem leitað hafa Hunters. Hann segir leitina í gær ekki hafa borið tilætlaðan árangur, því það hafi einfaldlega vantað mannskap. Hann sendir brýningarorð út á Facebooksíðu sinni í nótt: „Hvar eru allir dýravinirnir. Það sást til hans vestan flugstöðvar Leifs á hlaupum norður. Brýnt er að sem flestir gefi sig fram í skipulagða leit á morgun. Mikilvægt er að fá lóðandi tíkur til að lokka Hunter. Leit hefst að nýju kl. 09.00 frá Icelandair Hotel.“ Árni Stefán, sem hefur verið í stöðugu sambandi við eigandann, hefur áður upplýst lesendur sína um að Hunter sé órólegur, eðlilega, eftir langt flug, líkast til allt að tíu klukkustundir. Hann óttist svartklætt fólk og sé frekar styggur, en hugsanlega megi lokka hann með nammi.
Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59
Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43