Bara fyrsta skref af mörgum Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2014 16:41 Fulltrúar Reykjavíkurborgar segja að myndin úr aðalskipulagi lýsi engan veginn stefnu borgarinnar. Vísir/Aðsend/Vilhelm Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um byggð við Suðurlandsbraut og myndir úr aðalskipulagi sem sýna mögulega byggð við götuna lýsa engan veginn nógu vel stefnu borgarinnar. Þetta fullyrða fulltrúar Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Tölvugerð mynd sem sýnir blokkabyggð meðfram austanverðri Suðurlandsbraut hefur farið víða á netinu undanfarið og ýmsir gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að áforma byggingu á svæðinu. Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir meðfram götunni muni loka fyrir útsýni til norðurs. „Myndin sem Björn Jón notar lýsir ekki bindandi stefnu borgarinnar,“ segir Haraldur Sigurðsson, verkefnastjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. „Það þarf að passa sig á því þegar aðalskipulagið er lesið að öll kort sem lýsa bindandi stefnu eru sérmerkt. Þessari mynd var varpað upp á kynningarfundi í Laugardalnum á sínum tíma, bara til að vekja umræðu.“Fólk ruglar saman skipulagsstigum Hann segir að myndin sé vissulega fengin úr aðalskipulagi borgarinnar, en að það þýði þó engan veginn að hún sýni fyrirætlanir borgarstjórnar. „Aðalatriðið í þessu, finnst mér, er að fólk er að rugla saman skipulagsstigunum,“ segir Haraldur. „Aðalskipulag lýsir í raun bara heimildum um landnotkun og mögulega byggð en síðan er það til ákvörðunar í deiliskipulagi hvernig byggðin lítur út. Og hversu mikil hún verður og hvort það verði yfir höfuð af henni. Það eru hlutir í aðalskipulaginu sem verða aldrei að veruleika, bara af því að menn skoða málin betur þegar þetta fer í deiliskipulag.“ Hann ítrekar þær fullyrðingar sem birtust á vef Reykjavíkurborgar fyrir stuttu um að möguleg byggð yrði lágreist, með opnum sjónásum til dalsins og að hún myndi ekki teygjast inn á útivistarsvæði Laugardalsins. „Það sem veldur misskilningi er það að það eru teiknaðar upp myndir, til að sýna möguleika,“ segir hann. „Það er ekki hlutverk aðalskipulags að festa útlit bygginga. Þessi mynd var bara höfð með sem viðbótarfróðleikur.“ Hann segir þó að hugtakið „falsmyndir“ sem var notað í frétt Reykjavíkurborgar hafi ekki átt við myndina úr deiliskipulaginu sem var meðal annars höfð með grein Björn Jóns. Þær hafi átt við myndir sem eru meðal annars notaðar með grein Vilhjálms Þórs Svanssonar lögfræðings sem birtist á Pressunni í gær. „Þetta eru mjög villandi myndir,“ segir Haraldur. „Ég veit ekki hver gerir þær myndir, en þær eru mjög villandi. Byggðin er sýnd sem samfelldur húsveggur. Það er engan veginn hugmynd borgarinnar.“Ofboðslega aum pólítík Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, segir að það að dreifa myndum sem þessum sýni engan veginn hvernig mögulegar byggingar gætu litið út á endanum. „Þetta er bara fyrsta skref af mörgum,“ segir Heiða Kristín. „Þetta er svo miklu flóknara en að það séu bara einhverjir fábjánar á skrifstofum sem ætla að planta niður einhverjum steypuklumpum.“ Hún kallar það „auma pólítík“ að verið sé að gagnrýna skipulagsstefnu borgarstjórnar út frá þessum myndum. „Þetta er náttúrulega að koma úr ákveðinni átt og þetta er ofboðslega aum, gömul pólítík,“ segir hún. „Það er vika í kosningar og nú á að henda fram alls konar „horror“-myndum um einhverja steypuklumpa í Laugardalnum.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirilhluta komnar. 22. maí 2014 11:43 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um byggð við Suðurlandsbraut og myndir úr aðalskipulagi sem sýna mögulega byggð við götuna lýsa engan veginn nógu vel stefnu borgarinnar. Þetta fullyrða fulltrúar Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Tölvugerð mynd sem sýnir blokkabyggð meðfram austanverðri Suðurlandsbraut hefur farið víða á netinu undanfarið og ýmsir gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að áforma byggingu á svæðinu. Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir meðfram götunni muni loka fyrir útsýni til norðurs. „Myndin sem Björn Jón notar lýsir ekki bindandi stefnu borgarinnar,“ segir Haraldur Sigurðsson, verkefnastjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. „Það þarf að passa sig á því þegar aðalskipulagið er lesið að öll kort sem lýsa bindandi stefnu eru sérmerkt. Þessari mynd var varpað upp á kynningarfundi í Laugardalnum á sínum tíma, bara til að vekja umræðu.“Fólk ruglar saman skipulagsstigum Hann segir að myndin sé vissulega fengin úr aðalskipulagi borgarinnar, en að það þýði þó engan veginn að hún sýni fyrirætlanir borgarstjórnar. „Aðalatriðið í þessu, finnst mér, er að fólk er að rugla saman skipulagsstigunum,“ segir Haraldur. „Aðalskipulag lýsir í raun bara heimildum um landnotkun og mögulega byggð en síðan er það til ákvörðunar í deiliskipulagi hvernig byggðin lítur út. Og hversu mikil hún verður og hvort það verði yfir höfuð af henni. Það eru hlutir í aðalskipulaginu sem verða aldrei að veruleika, bara af því að menn skoða málin betur þegar þetta fer í deiliskipulag.“ Hann ítrekar þær fullyrðingar sem birtust á vef Reykjavíkurborgar fyrir stuttu um að möguleg byggð yrði lágreist, með opnum sjónásum til dalsins og að hún myndi ekki teygjast inn á útivistarsvæði Laugardalsins. „Það sem veldur misskilningi er það að það eru teiknaðar upp myndir, til að sýna möguleika,“ segir hann. „Það er ekki hlutverk aðalskipulags að festa útlit bygginga. Þessi mynd var bara höfð með sem viðbótarfróðleikur.“ Hann segir þó að hugtakið „falsmyndir“ sem var notað í frétt Reykjavíkurborgar hafi ekki átt við myndina úr deiliskipulaginu sem var meðal annars höfð með grein Björn Jóns. Þær hafi átt við myndir sem eru meðal annars notaðar með grein Vilhjálms Þórs Svanssonar lögfræðings sem birtist á Pressunni í gær. „Þetta eru mjög villandi myndir,“ segir Haraldur. „Ég veit ekki hver gerir þær myndir, en þær eru mjög villandi. Byggðin er sýnd sem samfelldur húsveggur. Það er engan veginn hugmynd borgarinnar.“Ofboðslega aum pólítík Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, segir að það að dreifa myndum sem þessum sýni engan veginn hvernig mögulegar byggingar gætu litið út á endanum. „Þetta er bara fyrsta skref af mörgum,“ segir Heiða Kristín. „Þetta er svo miklu flóknara en að það séu bara einhverjir fábjánar á skrifstofum sem ætla að planta niður einhverjum steypuklumpum.“ Hún kallar það „auma pólítík“ að verið sé að gagnrýna skipulagsstefnu borgarstjórnar út frá þessum myndum. „Þetta er náttúrulega að koma úr ákveðinni átt og þetta er ofboðslega aum, gömul pólítík,“ segir hún. „Það er vika í kosningar og nú á að henda fram alls konar „horror“-myndum um einhverja steypuklumpa í Laugardalnum.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirilhluta komnar. 22. maí 2014 11:43 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
„Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52
Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirilhluta komnar. 22. maí 2014 11:43