Innlent

„Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum

Bjarki Ármannsson skrifar
Tölvugerðar myndir í dreifingu á netinu gera ráð fyrir blokkabyggð á þessu svæði.
Tölvugerðar myndir í dreifingu á netinu gera ráð fyrir blokkabyggð á þessu svæði. Mynd/Reykjavíkurborg
Myndir og myndbönd eru í dreifingu á netinu sem gefa falsmynd af mögulegri byggð norðan Suðurlandsbrautar samkvæmt aðalskipulagi. Þetta segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Myndirnar eru tölvugerðar og sýna blokkabyggð meðfram austurhluta Suðurlandsbrautinnar, í grennd við íþróttasvæði í Laugardalnum. Í tilkynningunni segir að hugmyndir um þessa blokkabyggð séu „alls ekki komnar frá borgaryfirvöldum“ og að nýtt aðalskipulag þrengi heimildir til byggðar á svæðinu frá fyrra aðalskipulagi.

Úr tilkynningunni:

Í aðalskipulaginu segir eftirfarandi um mögulega uppbyggingu norðan Suðurlandsbrautar (bls. 208).: „Lágreist byggð (2-4 hæðir) sem fellur að götumynd Suðurlandsbrautar og með opnum sjónásum til dalsins. Mögulegt byggingarsvæði er háð því að Suðurlandsbraut verði endurhönnuð og skal miða við að ekki verði gengið á græn útivistar- og íþróttasvæði í Laugardalnum.“ 

Einnig segir:

Að lokum skal því haldið til haga að heimildir um mögulega uppbyggingu á svæðinu norðan Suðurlandsbrautar hafa verið til staðar í aðalskipulagi Reykjavíkur síðan á 7. áratug síðustu aldar. Í nýju aðalskipulagi er mögulegt uppbyggingarsvæði hins vegar þrengt verulega til að tryggja að ekki verði gengið á útivistarsvæði Laugardalsins.Vinna við deiliskipulag á þessu svæði hefur ekki verið tímasett og er ekki hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×