Sumardjassinn að hefjast á Jómfrúnni 5. júní 2014 16:30 Byrja sumarið Fley tríó leikur á fyrstu tónleikum sumarsins á Jómfrúnni. Hin árvissa djasssumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu hefst á laugardaginn. Þetta er nítjánda árið sem Jakob Jakobsson, veitingamaður á Jómfrúnni, býður þeim sem heyra vilja upp á ókeypis sumarskemmtun. Eins og undanfarin ár er dagskrárgerð og kynning í höndum Sigurðar Flosasonar. Tónleikar verða alla laugardaga í júní, júlí og ágúst. Á fyrstu tónleikum sumarsins leikur Fley tríó; tríó píanóleikarans Egils B. Hreinssonar. Auk hans skipa tríóið þeir Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Kjartan Guðnason á trommur. Tveir góðir gestir koma fram á tónleikunum, saxófónleikarinn Jóel Pálsson og sonur Egils, söngvarinn Högni Egilsson, þekktur úr hljómsveitunum Hjaltalín og Gus Gus. Fleyið kemur við bæði á sjó og landi og flytur nokkur lög úr amerísku söngbókinni og sígrænar perlur úr frjóum jarðvegi djassins. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hin árvissa djasssumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu hefst á laugardaginn. Þetta er nítjánda árið sem Jakob Jakobsson, veitingamaður á Jómfrúnni, býður þeim sem heyra vilja upp á ókeypis sumarskemmtun. Eins og undanfarin ár er dagskrárgerð og kynning í höndum Sigurðar Flosasonar. Tónleikar verða alla laugardaga í júní, júlí og ágúst. Á fyrstu tónleikum sumarsins leikur Fley tríó; tríó píanóleikarans Egils B. Hreinssonar. Auk hans skipa tríóið þeir Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Kjartan Guðnason á trommur. Tveir góðir gestir koma fram á tónleikunum, saxófónleikarinn Jóel Pálsson og sonur Egils, söngvarinn Högni Egilsson, þekktur úr hljómsveitunum Hjaltalín og Gus Gus. Fleyið kemur við bæði á sjó og landi og flytur nokkur lög úr amerísku söngbókinni og sígrænar perlur úr frjóum jarðvegi djassins. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira