Stöku ríki eiga gott með að hlera þegna sína Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. júní 2014 07:00 Vegfarendur í Lundúnum við útibú Vodafone, sem er eitt stærsta farsímafjarskiptafyrirtæki heims. Fyrirtækið upplýsti í gær um reglur um aðgang stjórnvalda í nokkrum löndum að kerfum þess. Fréttablaðið/AP Í sumum löndum heims hafa stjórnvöld beinan aðgang að fjarskiptakerfum Vodafone án þess að biðja þurfi um leyfi hjá fyrirtækinu. Fjarskiptarisinn, sem er með starfsemi um heim allan, upplýsti í gær, í nýrri skýrslu, um umfang afskipta ríkisstjórna víða um heim með starfsemi fyrirtækisins. Markmið Vodafone með skýrslunni er sagt að stemma stigu við auknum þrýstingi yfirvalda vegna hlerana og styðja við baráttu þeirra sem vilja auka gagnsæi í samskiptum þegna og stjórnvalda. Fyrirtækið skorar á yfirvöld í ríkjunum að auka gagnsæi og láta af hlerunum á þegnum sínum. Skýrslan er sú fyrsta sinnar tegundar og nær til 29 landa í Evrópu, Afríku og Asíu, þar sem Vodafone er með starfsemi. Ekki er tekið til starfsemi Vodafone á Íslandi.Shami ChakrabartiÍ skýrslu Vodafone er að finna ítarlega greiningu á lagaumhverfi hlerana á milli landa, en stefnt er að því að uppfæra hana reglulega. Einna mesta athygli hefur vakið að í sex ríkjum hið minnsta séu yfirvöld með tengingar til hlerana beint inn í fjarskiptakerfi allra símafyrirtækja sem í löndunum starfa og símafélögunum skylt að lúta vilja stjórnvalda í þessum efnum. Þessi lönd eru hins vegar ekki nafngreind í skýrslunni. Shami Chakrabarti, framkvæmdastýra mannréttindasamtakanna Liberty, segir uppljóstranirnar í skýrslunni dæmi um allra svörtustu brot á borgaralegum réttindum fólks. „Að ríkisstjórnir skuli með einföldum hætti geta komist í símtöl fólks er fordæmalaust og ógnvekjandi,“ sagði Chakrabarti í yfirlýsingu í gær. Fyrri uppljóstranir, svo sem frá Edward Snowden, sýndu að stjórnvöld líti þegar á netsamskipti sem opinn leikvöll. Hún segir þörf á gagngerri endurskoðun allra laga sem snúa að stafrænum samskiptum.Hrannar PéturssonDómsúrskurð þarf til að hlera Hér á landi þarf að leggja beiðnir um hlerun á fjarskiptum fyrir dómstól. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafona, segir að samþykki dómstóll slíka beiðni sé fjarskiptafyrirtækjunum skylt að framfylgja dómsúrskurðinum, með því að tengja rannsóknaraðila við símanúmer þess sem á að hlera. „Hlustun og upptökur á samskiptum fara fram hjá rannsóknaraðila sem einnig annast alla úrvinnslu gagna,“ segir hann. Starfsmenn fjarskiptafyrirtækja framkvæmi eftirlitið sjálfur og veiti bara tæknilega aðstoð samkvæmt dómsúrskurði. „Mikilvægi þess að stjórnvöldum hvar í heiminum sem er sé skylt að gefa út skriflegar heimildir verður ekki ofmetið,“ segir Hrannar. Sýnileiki hlerana sé enginn nema með skriflegum heimildum líkt og á Íslandi. „Án skriflegra heimilda er erfiðara fyrir fjarskiptafyrirtæki að andmæla hlerunum og því eru formleg samskipti mikilvæg leið til þess að opinbera notkun valdsins sem beitt er í þágu hins opinbera í hlerunum.“ Ákvæði um hleranir eru í fjarskiptalögum og lögum um meðferð sakamála. Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Í sumum löndum heims hafa stjórnvöld beinan aðgang að fjarskiptakerfum Vodafone án þess að biðja þurfi um leyfi hjá fyrirtækinu. Fjarskiptarisinn, sem er með starfsemi um heim allan, upplýsti í gær, í nýrri skýrslu, um umfang afskipta ríkisstjórna víða um heim með starfsemi fyrirtækisins. Markmið Vodafone með skýrslunni er sagt að stemma stigu við auknum þrýstingi yfirvalda vegna hlerana og styðja við baráttu þeirra sem vilja auka gagnsæi í samskiptum þegna og stjórnvalda. Fyrirtækið skorar á yfirvöld í ríkjunum að auka gagnsæi og láta af hlerunum á þegnum sínum. Skýrslan er sú fyrsta sinnar tegundar og nær til 29 landa í Evrópu, Afríku og Asíu, þar sem Vodafone er með starfsemi. Ekki er tekið til starfsemi Vodafone á Íslandi.Shami ChakrabartiÍ skýrslu Vodafone er að finna ítarlega greiningu á lagaumhverfi hlerana á milli landa, en stefnt er að því að uppfæra hana reglulega. Einna mesta athygli hefur vakið að í sex ríkjum hið minnsta séu yfirvöld með tengingar til hlerana beint inn í fjarskiptakerfi allra símafyrirtækja sem í löndunum starfa og símafélögunum skylt að lúta vilja stjórnvalda í þessum efnum. Þessi lönd eru hins vegar ekki nafngreind í skýrslunni. Shami Chakrabarti, framkvæmdastýra mannréttindasamtakanna Liberty, segir uppljóstranirnar í skýrslunni dæmi um allra svörtustu brot á borgaralegum réttindum fólks. „Að ríkisstjórnir skuli með einföldum hætti geta komist í símtöl fólks er fordæmalaust og ógnvekjandi,“ sagði Chakrabarti í yfirlýsingu í gær. Fyrri uppljóstranir, svo sem frá Edward Snowden, sýndu að stjórnvöld líti þegar á netsamskipti sem opinn leikvöll. Hún segir þörf á gagngerri endurskoðun allra laga sem snúa að stafrænum samskiptum.Hrannar PéturssonDómsúrskurð þarf til að hlera Hér á landi þarf að leggja beiðnir um hlerun á fjarskiptum fyrir dómstól. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafona, segir að samþykki dómstóll slíka beiðni sé fjarskiptafyrirtækjunum skylt að framfylgja dómsúrskurðinum, með því að tengja rannsóknaraðila við símanúmer þess sem á að hlera. „Hlustun og upptökur á samskiptum fara fram hjá rannsóknaraðila sem einnig annast alla úrvinnslu gagna,“ segir hann. Starfsmenn fjarskiptafyrirtækja framkvæmi eftirlitið sjálfur og veiti bara tæknilega aðstoð samkvæmt dómsúrskurði. „Mikilvægi þess að stjórnvöldum hvar í heiminum sem er sé skylt að gefa út skriflegar heimildir verður ekki ofmetið,“ segir Hrannar. Sýnileiki hlerana sé enginn nema með skriflegum heimildum líkt og á Íslandi. „Án skriflegra heimilda er erfiðara fyrir fjarskiptafyrirtæki að andmæla hlerunum og því eru formleg samskipti mikilvæg leið til þess að opinbera notkun valdsins sem beitt er í þágu hins opinbera í hlerunum.“ Ákvæði um hleranir eru í fjarskiptalögum og lögum um meðferð sakamála.
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira