Innlent

Franski ferðamaðurinn fannst á hóteli: "Þetta er frekar dapurt“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Björgunarfélag Hornafjarðar leitaði að manninum í nótt. Friðrik, t.h., formaður félagsins, var ekki alveg sáttur við manninn.
Björgunarfélag Hornafjarðar leitaði að manninum í nótt. Friðrik, t.h., formaður félagsins, var ekki alveg sáttur við manninn.
Franskur ferðamaður sem leitað var að í gærkvöldi fannst á hóteli á Egilstöðum í morgun. En ekkert hafði spurst til hans síðan 17. júní. 

Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar, segir ótrúlega mikið af ferðamönnum ferðast út um allt og enginn viti af því. „Hann talaði um það við fólkið á tjaldstæðinu að hann ætlaði í nokkra daga göngu í Kollamúla, svo kemur upp úr krafsinu að hann hefur aldrei farið þangað,“ útskýrir Friðrik. „Þegar þetta fréttist í fjölmiðlum fórum við að fá vísbendingar um hann. Hann hafði verið inn við Snæfell á sunnudag.“ En að sögn Friðriks hafði verið brýnt fyrir manninum að halda ekki inn til Snæfells þar sem þar væri allt á kafi í snjó og hættulegt að ferðast. „En hann fór samt sem áður. Þrátt fyrir að það væri búið að telja honum trú um að gera þetta ekki.“  

„Þetta er frekar dapurt,“ segir Friðrik en maðurinn var alveg einn. Friðrik segir málið ekkert endilega snúast um að ferðmann fái ekki næga fræðslu heldur sé þetta beggja blands. „Einhverjir fá fræðslu og fara eftir henni, aðrir fá ekki fræðslu. Sumir fá fræðslu en fara ekkert eftir henni. Þeir eru verstir.“

Björgunarfélagið hélt inn í Kollumúla í nótt og leitaði að manninum til um eitt í morgun. Friðrik vildi ekki meina að leitin hefði verið tímasóun en að hún ýti undir það að menn láti vita hvert þeir eru að fara. 

Ferðamaðurinn kemur til Hornafjarðar í dag en allt hans dót er þar og hefur verið síðastliðna 9 daga. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×