Innlent

Fyrrverandi sjómannshjón vilja halda sjávarsýn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sjávarsýnin er verðmæt segja húseigendur á Arnargötu rétt ofan Ægissíðu í Reykjavík. (Myndin er ekki tekin frá húsi þeirra.)
Sjávarsýnin er verðmæt segja húseigendur á Arnargötu rétt ofan Ægissíðu í Reykjavík. (Myndin er ekki tekin frá húsi þeirra.) Fréttablaðið/Valli
Framkvæmdir við viðbyggingu á Arnargötu 10 í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið stöðvaðar tímabundið að kröfu nágranna á Fálkagötu 23a.

„Þessi viðbygging myndi algerlega loka fyrir sjávarsýn okkar,“ segir meðal annars í kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindmála. „Eiginmaður minn er fyrrverandi sjómaður og ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að kaupa hér var þessi fyrrnefnda sjávarsýn,“ segir í bréfi sem áður var sent skipulagsfulltrúa borgarinnar.

Framkvæmdir liggja nú niðri þar til úrskurðarnefndin kemst að endanlegri niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×